Gómsæt pekanhnetu-hrákaka

Kakan gómsæta og girnilega.
Kakan gómsæta og girnilega. mindbodygreen.com

Hér kemur uppskrift af gómsætri pekanhnetu-hráköku. Hana er ofureinfalt að útbúa og svo er hún meinholl og auðvitað ljúffeng. Uppskriftin kemur af vef MindBodyGreen

Hráefni

  • 2 bollar pekanhnetur
  • ⅓ bolli kókosflögur
  • ½ teskeið kanill
  • ½ teskeið engiferduft
  • ½ teskeið vanilluduft
  • ¼ teskeið sjávarsalt
  • ½ bolli kakóduft
  • 10 döðlur, steinninn fjarlægður

Aðferð:

  1. Myljið pekanhneturnar í matvinnsluvél þar til fínmalaðar. Bætið þá kókosflögunum saman við. Bættu þá öllu þá öllu hráefninu saman við, fyrir utan kakóduftinu og döðlunum. Láttu matvinnsluvélina vinna allt hráefnið saman. Þá er kakóduftinu bætt saman við þar til kekklaust.
  2. Síðan er döðlunum bætt saman við blönduna, einni í einu. Blandan ætti að vera nokkuð klístruð. Bætið við döðlum eftir þörfum þar til auðvelt er að móta blönduna.
  3. Þrýstu svo blöndunni ofan á disk eða í kökuform. Sléttu úr henni og settu kökuna svo inn í fyrstu eða ísskáp, kökuna er auðveldast að skera þegar hún er köld.
Döðlurnar gefa kökunni sætt bragð.
Döðlurnar gefa kökunni sætt bragð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert