Gáfu krökkum rándýrt súkkulaði

Ungur herramaður vegur og metur bragðgæði hágæða súkkulaðis.
Ungur herramaður vegur og metur bragðgæði hágæða súkkulaðis. Skjáskot af Youtube

Hvað gerist þegar krökkum er gefið rándýrt hágæðasúkkulaði? Svarið er að finna í meðfylgjandi myndbandi frá vefsíðunni bon appétit.

Það þarf lítið að koma á óvart að krílin kunna ekki sérlega vel að meta dökkt hágæðasúkkulaðið. Það er samt bara hið besta mál, enda þýðir það bara meira súkkulaði fyrir okkur hin.

Augljóslega er því sérlega hentugt að fylla nammiskúffuna af fokdýru súkkulaði, í stað hins hefðbundna. Í það minnsta á maður ekki á hættu að koma að skúffunni tómri þegar sætindaþörfin gerir vart við sig.



85% súkkulaðið frá Green&Blacks.
85% súkkulaðið frá Green&Blacks.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert