Lamb með sikileyskri sósu

Sikileyska matargerðin er oft bragðmikil og þar má finna áhrif frá norðurhluta Afríku rétt eins og meginlandi Ítalíu. Þessi stórkostlega og bragðmikla sósa með möndlum, papriku og chili sækir einmitt töluvert til afrísku matargerðinnar. Harissa er norður-afrísk chilisósa og hana má fá í dósum í flestum betri stórmörkuðum.

  • 4 rauðar paprikur
  • 2 dl, möndlur, grófmuldar í matvinnsluvél
  • 2 msk Harissa-sósa
  • 4  tsk rauðvínsedik
  • 1 dl ólífuolía
  • sjávarsalt

Fyrsta skrefið er að grilla paprikurnar. Það er hægt að gera á útigrilli eða með því að nota grillið í ofninum og hafa paprikurnar mjög nálægt hitanum. Leiðbeiningar um hvernig grilla á paprikur finnið þið með því að smella hér. Svo er auðvitað hægt að kaupa tilbúnar grillaðar paprikur í dós í öllum verslunum. Þá þarf um tvær dósir í þessa uppskrift.

Þegar búið er að grilla paprikurnar og hreinsa sviðið hýðið frá eru paprikurnar skornar gróft í bita og settar í matvinnsluvél ásamt ólífuolíunni og edikinu. Maukið saman.

Setjið í skál og blandið Harissa og muldum möndlum saman við. Ef sósan er ekki nógu þykk er hægt að blanda meira af möndlum saman við.

IMG_2752

Sósan er frábær með t.d. pönnusteiktum eða grilluðum lambakótilettum.

Með þessu er síðan tilvalið að hafa gott suður-ítalskt rauðvin.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert