Pastaréttur Tinnu Alavis

Pastarétturinn hennar Tinnu Alavis lítur vel út.
Pastarétturinn hennar Tinnu Alavis lítur vel út. Ljósmynd/Tinna Alavis

Fyrirsætan og lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis er hér með uppskrift að girnilegu pasta með kjúklingi.

„Allt sem inniheldur ost, pasta og rjóma klikkar seint! Ég tala nú ekki um þegar osturinn er crispy eins og í þessari djúsí uppskrift,“ segir hún á bloggi sínu.

Í uppskriftina notar Tinna heilan grillaðan kjúkling auk þess sem talið er upp hér að neðan:

50 g conchigliette-pasta frá Gestus
100 g ferskt tortellini með skinku- og ostafyllingu
1 poki gratínostur
100 g parmesanostur
1 peli af rjóma
1 lítill brokkolíhaus
2 egg
2 msk. rasp
4 msk. ólífuolía
1 msk. fersk steinselja

Hitið ofninn í 180°C.

„Sjóðið pasta í saltvatni í 5 mín. og bætið þá brokkólíi út í pottinn í aðrar 5 mín.
Eftir það kemur ferska tortellinipastað í 2 mín. til viðbótar. Samtals 12 mín.
Næst er að láta allt vatn leka vel af pastanu og brokkolíinu og færa yfir í eldfast mót.

Setjið kjúkling og steinselju yfir pastað.

Þá er komið að því að píska saman egg, rjóma og gratínost.
Blandan er krydduð vel með salti og pipar áður en henni er hellt yfir pastað og kjúklinginn.

Í lokin blanda ég saman ólífuolíu, parmesan og raspi og helli yfir allt.

Bakið við 180°C í 40 mín.,“ segir Tinna. 

Svona lítur rétturinn út áður en hann fer inn í …
Svona lítur rétturinn út áður en hann fer inn í ofn. Ljósmynd/Tinna Alavis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert