Jólasteik grænmetisætunnar

Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Móður Náttúru.
Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Móður Náttúru. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Móður Náttúru, sem framleiðir grænmetisrétti, er mikil gourmet-kona og sættir sig aldrei við neitt nema það allra besta. Hún er sérfræðingur þegar kemur að hnetusteikum, sem er jólamatur grænmetisætunnar, og veit upp á hár hvað er best að hafa með hnetusteikinni. Stundum býr hún líka til hnetubuff úr hnetusteikinni en hér fyrir neðan er uppskrift að því:

Hnetubuff með sveppafyllingu

Uppskrift: fyrir 2

1 Hnetusteik frá Móður Náttúru

Fylling

Smjörklípa

4 sveppir

2 skarlottulaukar

2 döðlur

1 msk trönuber

Hnetusteikin slær alltaf í gegn.
Hnetusteikin slær alltaf í gegn.

Bakið hnetusteikina í 40 mín 160c* og látið hana kólna

Sneiðið hnetusteikina í 8 sneiðar

Saxið skarlottulauk, sveppi, döðlur, og trönuber og steikið létt í smjöri, látið kólna.

Leggið 4 sneiðar á eldfastmót, setjið fyllingu á hverja sneið. Lokið buffinu með annarri sneið og þrýstið köntunum saman og mótið fallegt buff.

Setjið eplabát ofan á hvert buff og bakið í 15 mín við 180c*

Gott er að bera fram sinnepssósu ferskt salat eða heimalagað rauðkál og bakaðar kartöflur með hnetubuffi.

Sinnepssósa

2 msk olía

4 skarlottulaukar

2 msk Dijon sinnep

1 grænmetisteningur

¼ tsk rosmarin

½ lítri matreiðslurjómi

Svartur pipar eftir smekk

Hitið olíu í potti, setjið lauk, rosmarin og pipar út í. Látið mýkjast við vægan hita í ca 5 mín, Bætið út í grænmetiskrafti og sinnepi og hrærið saman. Hellið út í matvinnslurjóma og látið suðuna koma upp.

Valentína skirfar pistla á Smartland Mörtu Maríu og HÉR er hægt að lesa þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert