Dásamlegir súkkulaði-snjóboltar

Verulega girnilegt.
Verulega girnilegt. Ljósmynd/ www.crazyforcrust.com

Þessir æðislegu súkkulaði-snjóboltar ættu að koma hverjum sem er í smá jólaskap. Þá er einfalt að búa til og þeir bragðast dásamlega.

Hráefni:

  • einn bolli mjúkt smjör
  • ½ bolli flórsykur
  • ¼ bolli kakóduft
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 2 ¼ bolli hveiti
  • ½ teskeið salt
  • ¾ bolli súkkulaðispænir
  • auka flórsykur til að rúlla kúlunum upp úr

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 190° og settu bökunarpappír á bökunarplötur.
  2. Blandaðu smjöri, flórsykri, kakói og vanilludropum saman með þeytara. Bættu þá hveiti og salti saman við og blandaði þar til úr verður þétt deig. Þá er súkkulaðispænunum hrært saman við með sleif. Gott ráð er að láta deigið inn í kæli í smá stund svo það sé auðvelt að móta það.
  3. Mótaðu svo hæfilega stórar kúlur (u.þ.b. ein matskeið hver) úr deiginu og komdu þeim fyrir á bökunarpappírinn.
  4. Bakaðu kúlurnar í 7-10 mínútur. Taktu kúlurnar úr ofninum og láttu kólna í nokkrar mínútur áður en þú veltir þeim upp úr flórsykri.

Þá eru litlu súkkulaði-snjóboltarnir tilbúnir! Uppskriftin kemur af vefnum CrazyForCrust.com.

Þetta nammi kemur fólki í jólaskap.
Þetta nammi kemur fólki í jólaskap. Ljósmynd/ www.crazyforcrust.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert