Guðdómlegt pasta í öll mál

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Óskar Finnsson heldur áfram að kenna Íslendingum að elda fljótlegan og bragðgóðan kvöldmat og ekki síður hvernig á að nýta afganga. Á mbl.is eldaði Óskar dýrindis sjávarréttapasta með tígrisrækju og fiski en uppistaðan í sósunni var Gríms humarsúpa bætt með hvítlauk, rjóma og chilli. Óskar mælir með að gera ríflega af pasta því nýta má það í aðra rétti sem hér eru sýndir. 

Óskar Finnsson heldur áfram að kenna Íslendingum að elda fljótlegan og bragðgóðan kvöldmat og ekki síður hvernig á að nýta afganga. Á mbl.is eldaði Óskar dýrindis sjávarréttapasta með tígrisrækju og fiski en uppistaðan í sósunni var Gríms humarsúpa bætt með hvítlauk, rjóma og chilli. Óskar mælir með að gera ríflega af pasta því nýta má það í aðra rétti sem hér eru sýndir.

Pastasalat

Takið pastaafganga og notið í gómsætt salat. Blandið saman við pestó úr krukku, setjið smá auka hvítlauk og rífið parmesan yfir. Notið grænmeti úr ísskápnum að eigin vali, t.d. papriku, tómata, ruccola en einnig má setja út í parmaskinku eða annað sniðugt úr ísskápnum. Berið fram með heitu brauði. Frábært að setja í lokað plastílát og hafa með sem nesti í vinnuna eða skólann.
Ásdís Ásgeirsdóttir

Ostarjómapasta

Í þessari einföldu uppskrift mælir Óskar með því að nota afganginn af soðnu pasta og búa til ljúffengan rétt sem allir í fjölskyldunni munu elska. Hitið upp pastaafganga. Takið osta úr ísskáp eða frysti og bræðið þá í potti í 3 mín. með einum kjúklingateningi og hálfum dl rjóma. Blandið öllu saman og berið fram með hvítlauksbrauði eða heitu baguette-brauði. Skreytið með skornum tómötum og basil. Frábært að setja í plastílát og hafa með sem nesti í vinnuna.

Trufflupasta

Hér gefur Óskari Finnsson uppskrift af veislumáltíð sem tekur aðeins 10 mínútur að matbúa. Notaðu afgangs pasta eða sjóddu nýtt. Steiktu sveppi upp úr smjöri með smá salti og pipar, helltu svo smá rjóma á pönnuna og láttu krauma. Helltu þessu yfir pasta og blandaðu vel. Skvettu teskeið til matskeið af truffluolíu yfir og þá ertu kominn með veislumat. Berðu fram með góðu baguette brauði.

Smelltu HÉR til að sjá fleiri þætti af Korter í kvöldmat

Ásdís Ásgeirsdóttir
Óskar Finnsson.
Óskar Finnsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert