Réttur ársins 2015 er „Eðlan“

Hérna er „eðlan“ tekin á næsta stig.
Hérna er „eðlan“ tekin á næsta stig. www.raininghotcoupons.com

Á þessum árstíma er fólk svolítið í því að fara yfir farinn veg, vega og meta, og reyna kannsi örlítið að átta sig á því hvað hefði mátt fara betur á árinu sem er að líða. Eitt af því sem hefur mest áhrif á líf fólks er mataræði þess. Það er því ekki úr vegi að skoða vinsælustu uppskriftir ársins 2015. Matur segir nefnilega svo miklu meira um tíðarandann og hagfræðina en við gerum okkur almennt grein fyrir. 

Eðlan tekin á næsta stig

Osta­dýfu­rétt­ur­inn sem unga kyn­slóðin kýs að kalla „eðlu“ hef­ur náð aukn­um vin­sæld­um á und­an­förn­um miss­er­um eft­ir til­komu face­book­hóp­anna Beautytips og Sjomlatips. Þeir sem kunna vel að meta þenn­an rétt, sem í heyr­ist „ts­ssss“ þegar hann er tek­inn út úr ofn­in­um, ættu kannski að prófa að taka hann á næsta stig.

Uppskriftin að þessari „eðlu“ gerði allt vitlaust á Smartlandi Mörtu Maríu um miðjan janúar. Það hefði verið hægt að ímynda sér að þjóðin hefði verið á kafi í chia-grautum og einhverju slíku á þessum tíma ársins en svo var nú ekki ef marka má vinsældir uppskriftarinnar. 

Mexí­kósk­ur kjúk­linga­rétt­ur sem ylj­ar

Nachos kjúklingaréttur með osti og rjóma og öllu tilheyrandi.
Nachos kjúklingaréttur með osti og rjóma og öllu tilheyrandi. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berg­lind Guðmunds­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og mat­ar­blogg­ari á Gul­ur, rauður, grænn og salt mat­reiddi afar huggu­leg­an kjúk­linga­rétt á dög­un­um á mexí­kóska vísu. Þetta er ekta svona rétt­ur til þess að borða á laug­ar­dög­um eða sunnu­dög­um. Sér­stak­lega þegar það er kalt í veðri því þetta er rétt­ur sem ylj­ar.

Mexíkóskur kjúklingaréttur sem yljar

„Heims­ins besta kaka“ kem­ur frá Nor­egi

„Heimsins besta kaka“ á rætur sínar að rekja til Noregs.
„Heimsins besta kaka“ á rætur sínar að rekja til Noregs. www.grgs.is

„Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún læt­ur kannski ekki mikið yfir sér en látið ekki blekkj­ast, hún bragðast ómót­stæðilega. Kak­an á ræt­ur að rekja til Nor­egs þar sem hún hef­ur verið bökuð í fjölda­mörg ár og við hin ýmsu til­efni eins og brúðkaup, skírn­ar­veisl­ur, af­mæli og já í raun flest þau til­efni sem kalla á köku. Ég hafði ekki bragðað þessa fyrr en ný­lega og hún fær öll mín bestu meðmæli og er nú orðin ein af mín­um upp­á­halds,“ seg­ir Berg­lind sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu Gul­urRauðurGrænnogSalt.

„Heimsins besta kaka“ kemur frá Noregi

Mexí­kósk kjúk­lingasúpa Evu Lauf­eyj­ar

Mexíkósk súpa.
Mexíkósk súpa. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Þessi súpa er búin að vera ofarlega á listum yfir vinsælustu réttina síðan Smartland Mörtu Maríu birti þessa uppskrift 2013. Það er ekkert skrýtið svo sem. Eva Laufey er afar fínn kokkur sem býr til girnilegar uppskriftir sem hentar allri fjölskyldunni.

„Ég er mik­il súpu kona og finnst fátt betra en góð súpa. Þessi kjúk­lingasúpa er í miklu upp­á­haldi, mér finnst hún best þegar að hún er búin að malla lengi. Það er best að taka sér góðan tíma til þess að dúlla sér við súpu­gerð. Það er líka svo nota­legt að hafa góða súpu­lykt ilma um heim­ilið,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir mat­ar­blogg­ari. 

Mexíkósk kjúklingasúpa Evu Laufeyjar

Morgunverður kraftlyftingaþjálfarans

Þessi réttur sló algerlega í gegn á árinu. Um er að ræða morgunmat sem inniheldur þrjú innihaldsefni; egg, hnetusmjör og banana. Öll þessi innihaldsefni eru án aukefna og flokkast þessi morgunverður sem hrein fæða. Fólk sem stundar íþróttir af kappi þarf að hugsa vel um mataræði sitt og þess vegna sló þessi réttur í gegn. Þeir sem ætla að hlaða byssurnar á nýja árinu ættu að fara að skófla þessum rétti í sig. Morgunverður kraftlyfingaþjálfarans

Unaðslegt karamellusúkkulaði

Súkkulaðikaramella frá Berglindi Guðmundsdóttur.
Súkkulaðikaramella frá Berglindi Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Við erum al­veg að keyra á holl­ust­una „full force“ þessa dag­ana. Það þýðir hins­veg­ar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sæt­ind­in eru bara í holl­ari kant­in­um. Þetta hrá­fæði-kar­mellusúkkulaði er hreinn unaður.  Kar­mellusúkkulaðið er ein­falt að gera, mein­hollt og hef­ur nú þegar slegið í gegn,“ seg­ir Berg­lind Guðmunds­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og mat­ar­blogg­ari á gulu, rauður, grænn og salt. 

Karamellusúkkulaðigotteríið sló heldur betur í gegn á árinu sem er að líða. Unaðslegt karamellusúkkulaði

Morgunmaturinn sem fullkomnar daginn

Það er augljóst að lesendur Smartlands Mörtu Maríu hafa mikinn áhuga á morgunmat. Það er allavega raunin þegar vinsælustu uppskriftir ársins eru skoðaðar. Morgunmaturinn sem fullkomnar daginn flokkast sem „hrein fæða“ en í þessum morgunmat eru ekki aukefni eða neitt slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert