Kalkúnafyllingin sem fullkomnar fuglinn

Hermann Þór Marinósson.
Hermann Þór Marinósson. mbl.is/Smartland Mörtu Maríu

Her­mann Þór Marinós­son mat­reiðslumaður kenndi mér að út­búa hina full­komnu kalk­úna­fyll­ingu. Ég get staðfest að hún er góm­sæt.

40 g smjör
2 stk. vor­lauk­ur
1 stilk­ur sell­erí
1 grein ferskt rós­marín
1 grein ferskt estragon
1 tsk. estragon
1 epli
1 pera

Aðferð: 

Þetta er allt flysjað og skorið í litla ten­inga og jurtirn­ar saxaðar fínt. Blandað sam­an með bræddu smjöri og 2 msk. af matarol­íu.

400 g súr­deigs­brauð (fæst í betri bakarí­um) skorið í litla ten­inga og blandað sam­an við fyll­ing­una.

250 g sæt­ar kart­öfl­ur, flysjaðar og skorn­ar í netta ten­inga. Þær eru bakaðar við 180 gráður í 16 mín­út­ur áður en þær fara í fyll­ing­una. 

4 msk. olívu­olía

2 msk. sal­vía

salt og pip­ar eft­ir smekk


Soja­hnet­ur

50 g hersli­hnet­ur

50 g pek­an­hnet­ur

50 g val­hnet­ur

2 msk. sojasósa

3 msk. púður­syk­ur

Aðferð:

Hnet­urn­ar eru ristaðar við 180 gráður í 10 mín­út­ur. Sojasós­an og púður­syk­ur­inn eru soðin sam­an og þegar hnet­urn­ar koma úr ofn­in­um fara þær beint í pott­inn. Þetta er sett á smjörpapp­ír og kælt við stofu­hita. Mulið niður eða sett heilt út í fyll­ing­una.

1 greipald­in, hýðið er skorið í burtu og kjötið skorið í litla ten­inga.

2 egg

Aðferð: 

Þessu er síðan öllu blandað vel sam­an. Hægt er að setja ½ fyll­ing­una í mat­vinnslu­vél ef þið viljið hafa hana fínni og blanda henni sam­an við hitt þá er hún orðin aðeins fínni.

HÉR er hægt að horfa á Hermann gera fyllinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert