Ekta Wellington nautalund

Ekta Wellington nautalund.
Ekta Wellington nautalund.

Það hefur færst í vöxt að fólk matbúi Wellington nautalund þegar mikið liggur við. Hér kemur uppskrift frá fagfólkinu í Kjöthöllinni sem er með áratugareynslu. Eins og þessi uppskrift sýnir verður ekkert mál að slá um sig í eldhúsinu um áramótin ef þessari uppskrift er fylgt eftir. 

Ekta Wellington nautalund, fyrir fjóra, eða 800 g nautalund

salt og nýmalaður pipar

500 gr. smjördeig, helst útflatt
200 gr. sveppir
1 laukur
150 gr. skinka eða hráskinka
100 gr. smjör
1/2 dl vatn + 1 msk kjötkraftur
Brauðmylsna (helst franskbrauð)
1 msk. söxuð steinselja

1. Saxið sveppi, lauk og skinku smátt og steikið í smjörinu ásamt steinseljunni, bætið við vatni og kjötkrafti og þykkið með brauðmylsnu.

2. Kryddið lundina með salti og nýmöluðum pipar og brúnið á pönnu rétt til að loka kjötinu.

3. Fletjið smjördegið út í ca. 1/2 cm þykka köku.
Smyrjið fyllingunni á deigið, leggið lundina á fyllinguna og lokið deiginu utan um allt saman.

4. Þrýstið brúnum deigsins saman með gaffli, skreytið með afskurðinum og penslið deigið með þeyttu eggi.

5. Bakið í 25 mín. í 150°C heitum ofni.

Mjög gott er að bera fram með bernése eða brúnni sósu, bökuðum kartöflum og grænmeti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert