Borðaðu eins og Marc Jacobs

Tískurisinn Marc Jacobs lætur ekki hvað sem er inn fyrir …
Tískurisinn Marc Jacobs lætur ekki hvað sem er inn fyrir sínar varir. Skjáskot Instagram / Marc Jacobs

Marc Jacobs er að sjálfsögðu með einkakokk, eins og sannri stórstjörnu sæmir. Svo heppilega vill til fyrir okkur hin að einkakokkurinn, Lauren Gerrie, var svo elskuleg að deila nokkrum girnilegum uppskriftum með lesendum Vogue.

Jacobs hefur að sjálfsögðu lagt blessun sína yfir uppskriftirnar sem á eftir fara.

Gulrótar- og engifersúpa

Innihaldsefni:
1 poki lífrænar smágulrætur (e. baby carrots)
3-4 tsk. ferskur, rifinn engifer
¼ bolli brædd kókosolía
vatn
salt

Leiðbeiningar:
Fyllið meðalstóran pott með vatni og hitið að suðu. Saltið duglega.

Bætið gulrótunum út í vatnið og sjóðið þar til það er auðveldlega hægt að stinga þær í gegn með gaffli, í um það bil 20 mínútur. Sigtið vatnið frá og geymið.

Setjið gulræturnar í blandara, ásamt engifer, kókosolíu og hálfum bolla af soði.

Stillið blandarann á lægsta kraft og blandið rólega saman. Setjið viskastykki yfir lokið á blandaranum til að koma í veg fyrir að heit súpan sullist út.

Ef þú vilt þynnri súpu skaltu bæta við meira soði af gulrótunum. Smakkaðu svo til með salti.

Seljurótarsúpa

Innihaldsefni:
1 stór seljurót (e. celery root)
5-6 hvítlauksgeirar, afhýddir
2 kaffir lime lauf
1 lárviðarlauf
möndlumjólk
salt
pipar
vlfrjálst – smjör eða ólífuolía

Leiðbeiningar:
Hreinsaðu seljurótina með því að skera af ysta hýðið. Skerðu því næst rótina í stóra bita.

Settu seljurótina, ásamt hvítlauknum, í meðalstóran pott. Bættu möndlumjólk út í og láttu fljóta yfir.

Bættu kaffir- og lárviðarlaufunum í pottinn, ásamt tveimur vel útilátnum klípum af salti og pipar. Hitaðu að suðu og láttu malla við miðlungshita í 15-20 mínútur.

Sigtið vökvann frá og setjið til hliðar. Hendið laufunum.

Blandaðu súpuna í blandara. Ef þú vilt þynnri súpu skaltu bæta við möndlumjólk. Ef þú vilt getur þú einnig blandað örlítilli ólífuolíu, eða smjörklípu út í súpuna.

Smakkaðu til með salti og pipar.

Fleiri uppskriftir má lesa hér.

Gulróta- og engifersúpa sem sæmir stórstjörnum.
Gulróta- og engifersúpa sem sæmir stórstjörnum. Lauren Gerrie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert