Ótrúlega einfaldur saltfiskréttur

Rétturinn sem Óskar Finnsson töfrar fram í þætti dagsins, Korter í kvöldmat, er ótrúlega einfaldur. „Tíminn sem tekur að búa þetta til er í raun tíminn sem tekur að sjóða kartöflurnar, það tekur 20 mínútur og á 20 mínútum gerum við réttinn og hann er tilbúinn á borðið,“ segir Óskar. 

Áður en hafist er handa við fiskinn eru kartöflur settar yfir og ofninn hitaður í 180°.

Kasjúhneturnar eru settar á þurra pönnu og ristaðar í nokkrar mínútur. Þær eru settar til hliðar og út á pönnuna fer niðurskorið fennel, paprika og chili sem er steikt í stutta stund upp úr ólífuolíu. Því næst er rauðlauk, engifer og hvítlauk bætt út á pönnuna. Grænmetið er ekki brúnað á pönnunni heldur bara mýkt, eða svitað eins og það er oft kallað.

  • Chili pipar er mis kraftmikill, það borgar sig að setja minna í byrjun og bæta við eftir smekk.

Þegar grænmetið er orðið mjúkt fara niðursoðnu tómatarnir á pönnuna ásamt ólífum og pipar og látið malla í nokkrar mínútur. Það er óþarfi að salta nokkuð því fiskurinn færir réttinum allt það salt sem þarf.

Kasúhnetunum er bætt út í sósuna ásamt rúsínum og smá tabasco sósu. Magnið af rúsínunum og tabasco sósunni er smekksatriði, en þar sem Óskar er sérlega hrifinn af báðu setur hann vel af hvoru út í.

Sósan er sett í ofnfast mót og fiskurinn er lagður ofan á sósuna. Yfir fiskinn fer svo 1 ½ -2 matskeiðar af parmesanosti.

Fatið fer beinustu leið inn í ofn og fær að malla þar í 12-14 mínútur. Að þeim tíma liðnum ættu kartöflurnar að vera tilbúnar og ekkert eftir nema að bera fram.

Byrjum á að setja vatn yfir kartöflur og hita ofninn í 180°. Á meðan kartöflurnar sjóða þurrsteikjum við kasjúhneturnar og setjum þær til hliðar þegar tilbúnar. Söxum við paprikuna, chili og fennel og steikjum á pönnu í stutta stund.

Bætum við söxuðum lauk, engifer og hvítlauk á pönnuna. Bætum við tómötum og ólífum og kryddum með pipar og smá tabasco ef vill

Leyfa sósunni að malla í smá stund. Bæta við steiktar hnetur og rúsínur. Hella sósunni í eldfast fat. Raða fiskflökum ofaná og rífa parmesan yfir fiskinn. Bakað í ofni á 180 í 12-14 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert