Sykurlausar vatnsdeigsbollur

Sykurlausar vatnsdeigsbollur.
Sykurlausar vatnsdeigsbollur. Ljósmynd/Dísukökur
Fólk sem reynir að lifa nokkuð sykurlausu lífi getur alveg upplifað það að langa í bollu á sjálfan Bolludaginn. Á blogginu Dísukökur er að finna uppskrift að sykurlausum vatnsdeigsbollum sem eru ansi girnilegar. Á blogginu kemur fram að uppskriftinni hafi upphaflega verið póstað á LKL síðunni af Þórunni Berndsen en uppskriftinni hafi verið örlítið breytt. 

Vatnsdeigsbollur

125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
4 lítil egg eða 3 stór
1 tsk xhantan gum
15 dropar Via-Health stevíu vanillu eða original
Hægt að setja 20 g möndlumjöl á móti 20 g af kókoshveiti ef fólk vill minna kókosbragð og aðeins grófari bollur. Hinsvegar fann ég ekki kókosbragð og er viss um að stevían kemur til bjargar þar.

Ef þið viljið sleppa öllum mjólkurvörum sökum ofnæmis eða óþols er hægt að nota smjörlíki í stað smjörs og þeytta kókosmjólk í stað rjóma :) Búið til súkkulaði úr kakó, sukrin melis og smjörlíki
Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti og möndlumjöl bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið. Í lokin eru stevía dropum bætt við.
Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 190 gráður í ca 30 mínútur.
Ég bræddi svo sykurlaust súkkulaði og setti á bollurnar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert