Hæfilega þroskaðar lárperur hvenær sem er

Lárperur eru algert lostæti.
Lárperur eru algert lostæti. Thinkstock / Getty Images

Lárperur eru sérlega ljúffengar, auk þess sem þær eru hreint ótrúlega hollar. Það er þó einn hængur á máli, stundum er hrikalega erfitt að nálgast þroskaðar lárperur sem ekki eru grjótharðar og ólystugar.

Sem betur fer má ráða bót á vandanum, þeir sem eru þolinmóðir geta einfaldlega beðið í nokkra daga og notið lárperunnar síðar. Þeir sem eru ögn óþolinmóðari geta komið lárperunni fyrir í skál, við hlið banana eða eplis, en slíkir ávextir gefa frá sér etýlen-gas, sem flýtir enn frekar fyrir þroska lárperunnar.

Þeir sem eru glorsoltnir og geta alls ekki hugsað sér að bíða geta þó gripið til töfrabragðs sem birtist á vef Mindbodygreen. Það tekur aðeins örfáar mínútur, og virkar stórvel.

Svona berðu þig að:

  • Hitið ofninn í 100°
  • Vefðu lárperuna í álpappír
  • Skelltu henni í ofninn og bakaðu í 10 mínútur

Þegar lárperan er tekin út ætti hún að vera orðin mjúk og girnileg.

Það er ekki úr vegi að prufa ráðið, næst þegar …
Það er ekki úr vegi að prufa ráðið, næst þegar henda á í guacamole. Skjáskot Mindbodygreen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert