Frískandi vatnsmelónu-mojito

Sumarið er tími girnilegra kokteila.
Sumarið er tími girnilegra kokteila. Ljósmynd / skjáskot Bolig

Sumarið er loksins komið, með tilheyrandi grillveislum og kokteilaþambi.

Á vef Bolig er að finna sérlega girnilega uppskrift að sumarlegum kokteil, svokölluðum vatnsmelónu-mojito.

Drykkurinn á eftir að slá í gegn á sætum sumarkvöldum, en þetta er það sem til þarf:

  • 4 cl ljóst romm
  • 8 -12 myntublöð
  • ½ ferskt súraldin skorið í báta
  • Sódavatn eftir þörfum
  • Muldir ísmolar
  • Hrásykur eftir smekk (u.þ.b. 5 grömm)
  • Vatnsmelóna, maukuð í blandara

Blandið drykkinn líkt og um hefðbundinn mojito sé að ræða. Fyllið síðan hálft glasið með sódavatni, bætið því næst melónumaukinu við, hrærið og skreytið að vild.

Melónu-mojito mun ábyggilega slá í gegn í næstu grillveislu.
Melónu-mojito mun ábyggilega slá í gegn í næstu grillveislu. Ljósmynd / skjáskot Bolig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert