Daiquiri með kerfil-sírópi að hætti Andra

Andri Davíð Pét­urs­son bar sig­ur úr být­um í World Class-kokteila­keppn­inni.
Andri Davíð Pét­urs­son bar sig­ur úr být­um í World Class-kokteila­keppn­inni. Ljósmynd/Þorgeir Ólafsson

Andri Davíð Pét­urs­son bar sig­ur úr být­um í World Class-kokteila­keppn­inni sem fór fram í Hörpu á miðvikudaginn og er því á leið út í lokakeppnina til Miami í haust, þar eru yfir 60 lönd skráð til leiks. „Það er rosalega stórt að vinna þessa keppni, þetta er gríðarlegt tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri og læra meira,“ segir Andri sem deilir með lesendum uppskrift að einum kokteilnum sem tryggði honum sigur.

„Sem barþjónn áttu alltaf að hafa á bak við eyrað að maður þarf alltaf að vera að læra eitthvað nýtt, daginn sem sú hugsun gleymist er dagurinn sem þú átt hætta. Ég hef haft sérstakan áhuga á bragðsamsetningum síðan ég byrjaði í faginu fyrir 11 árum síðan og hef mikið pælt í drykkjum síðan þá,“ segir Andri sem kveðst stöðugt vera að lesa sér til um kokteilagerð og allt sem því tengist.

Meðfylgjandi er uppskrift að einum af átta kokteilum sem Andri gerði í hraðakeppninni í Hörpu.

Kerfil Daiquiri

Innihald:

  • 45 ml Ron Zacapa 23
  • 10 ml Grand Marnier
  • 25 ml Lime safi
  • 15 ml Kerfil-síróp

Aðferð:

Hrist saman og borið fram í kældu cocktail-glasi. Skreyttur með kerfilblaði.

Kerfil síróp

Hráefni:

  • 500 gr vatn
  • 500 gr hvítur sykur
  • 50 gr blöð af kerfli

Aðferð:

Allt sett í blender og síað í gegnum kaffipoka, geymist best í kæli. Hafa skal í huga að það vaxa tvær tegundir af kerfli á Íslandi, skógarkerfill og spánarkerfill og er það sá síðarnefndi sem er notaður.

Andri Davíð er besti barþjónninn

Andri notaði spánarkerfil í kokteilinn sinn.
Andri notaði spánarkerfil í kokteilinn sinn. Ljósmynd/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert