Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Pastakoddar að hætti Grillsins á Hótel Sögu

2.10.2007 Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óþrjótandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann! Meira »

Lambastrimlar í pudina-tikkasósu með couscous og tortillakökum

7.3.2007 Með því að skera afganginn af lambakjötinu í strimla, hræra saman við það bragðmikilli sósu og vefja í tortillaköku með með couscous og grænmeti er hægt að búa til ævintýralegan hollan mat á einfaldan hátt. Meira »

Beikonvafinn skötuselur með klettasalati

29.8.2007 Skötuselur á grillið er sönn hátíð því betri grillfisk er erfitt að finna.  Meira »

Ofnbakaður stóri Dímon með brauðstöngum

15.11.2007 Skemmtilegur partýréttur fyrir öll tilefni.   Meira »

Sítrónu kryddað kartöflumauk:

2.5.2007 Kartöflumauk úr ekta kartöflum er erfitt að toppa með tilbúinni kartöflumús úr poka, en hér er auðveld og góð lausn sem passar með flestum mat Meira »

Chillisambal

19.6.2007 Sterk og góð chili sulta að hætti Sjávarkjallarans  Meira »

Kransakaka að hætti Örvars Birgissonar landsliðsbakara

20.3.2007 Þessi kransakaka er fyrir 15 manns og sýnir Örvar auðvelda leið án þess að nota form eða leggja í dýra fjárfestingar við meistaraverkið. Meira »

Fennelsalat að hætti Sigga Gísla

12.6.2007 Fennel hefur anís bragð og er því sérstaklega gott með fisk  Meira »