Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Sósa fyrir Foie gras (Franska andalifur) að hætti Sjávarkjallarans

19.6.2007 Þetta er sælkerasósa sem skemmtilegt er að prófa  Meira »

Humarhalar að hætti Grillsins með hvítvínsfroðu

9.10.2007 Humarinn er einn flottasti forrétturinn sem völ er á og hér er hann útbúinn á skemmtilegan hátt.  Meira »

Fylltar kartöflur með beikoni

16.7.2007 Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur  Meira »

Létteldaður lax með asíu ívafi

16.7.2007 Lax er ekki bara ódýr heldur líka hollur, góður og léttur í maga og passar því vel þegar fólk ætlar að lyfta sér upp  Meira »

Tómatsalsa

28.3.2007 Tómatsalsa er vel þekkt en ferskt tómatsalsa er ferskleiki í skál og ætti að prófa með ýmsum réttum  Meira »

Steikt bleikja undir stökku brauði

28.2.2008 Skemmtileg útfærsla á steiktum fisk þar sem brauðið verður stökkt með mjúkum fisk undir.  Meira »

Grillpinnar með kjúklingalundum og nautakjöti

4.9.2007 Einfaldari pinnamatur er vandfundinn: kjöt á pinna, sett á grillið í góðum kryddlegi og veislan er klár!  Meira »

Hafragrautur í sparifötunum

23.4.2007 Hafragrautur ætti að vera undirstaðan í hverjum morgunmat en hér er hann settur í sparifötin og ættu flestir að vilja borða þennan rétt á sunnudögum eða þegar á að töfra fram fljótlegan og hollan rétt. Meira »