Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Fylltar kartöflur með beikoni

16.7.2007 Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur  Meira »

Appelsínu og rúsínu-balsamico

30.5.2007 Sætsósa með ferskum appelsínukeim  Meira »

Stelpunesti Maríu Lívar

14.3.2007 Átta ára jazzballettstelpa velur sér nesti sem fulltrúi ungu kynslóðarinar.  Meira »

Fylltar tortillakökur með skinku og ost, fersku epli og krakkadrykk

14.3.2007 Viljum byrja á að kynna fyrir börnum hollan íslenskan nútímamat í bland við íslenska osta og aðrar mjólkurafurðir, kjöt, fisk og framandi ávexti og grænmeti. Þá hafa börnin kraft til að mæta framtíðinni með íslenskan mat sem eldsneyti en ekki skyndibitamat að erlendri fyrirmynd! Meira »

Kryddbrauð með fetaosti

16.5.2007 Kryddbrauð er mjúkt brauð sem auðvelt er að nota til að hreinsa leifar af góðri sósu af disk eða hvítlauksmjöri með humar svo ekkert fari til spillis Meira »

Ofur einföld súkkulaðimús að hætti Karls Viggo landsliðsbakara

4.12.2007 Einfaldara er ekki hægt að gera lúxus súkkulaðimús á nokkrum mínútum  Meira »

Parmaskinkuvafinn humar með pestó

12.12.2007 Skemmtilegur pinnamatur á undan máltíð eða í standandi pinnapartý.  Meira »