Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Jógúrt hræringur

23.4.2007 Þeir sem vilja hollan og kraftmikinn morgunmat hræra gjarna saman skyr i og hafragraut, og er það jafnan kallað hræringur. Hér kemur skemmtileg útgáfa sem kalla mætti "jógúrt-hræring" Meira »

Humarhalar að hætti Grillsins með hvítvínsfroðu

9.10.2007 Humarinn er einn flottasti forrétturinn sem völ er á og hér er hann útbúinn á skemmtilegan hátt.  Meira »

Ris a la mande - jólabúðingurinn góði

18.12.2007 Sumir tala um að það séu ekki jólin nema Ris a la mande sé á jólaborðum og hér er auðveld uppskrift frá Matreiðslumanni ársins 2007, Þráni Frey Vigfússyni. Meira »

Jógúrt cumin sósa

12.9.2007 Jógúrt er skemmtileg tilbreyting við sýrðan rjóma í kaldar sósur.  Meira »

Súkkulaði Brownie

14.1.2008 Gott súkkulaði getur verið syndsamlega gott, og er súkkulaði Brownie gott dæmi um synd sem allir verða að leyfa sér öðru hvoru. Meira »

Fersk lime sósa

9.4.2007 Sósan er mjög fersk og passar með öllum grillmat ásamt skelfisk eða fiskréttum.  Meira »

Peru- og eplamauk grunnskólameistaranna

22.5.2007 Ferskara verður það ekki en ávextir með lime - hægt að nota með flestum mat en meistararnir nota maukið inn í lax  Meira »

Hvað er súkkulaði?

16.10.2007 Hafliði Ragnarsson fræðir okkur um súkkulaði  Meira »