Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Kjúklingasalat með engifer, hvítlauk og lime

7.3.2007 Þetta salat er sniðugt eftir kjúklingaveislu gærdagsins eða þegar lítil tími er til eldamennsku. Þá er fljótlegt að grípa eldaðan kjúkling í stórmarkaðnum, rífa niður á 5 mínútum og blanda við fersk bragð ættað frá Asíu - breyta þreyttum afgöngum í spennandi ferðalag bragðlaukanna! Meira »

Sítrus og dill-grafinn lax með graflaxsósu

17.4.2007 Graflax er lostæti sem flestir þekkja og hver veiðimaður ætti að grafa sinn fisk sjálfur. Hér er auðveld og skemmtileg aðferð til að galdra fram þennan létta og ljúffenga rétt. Meira »

Fersk lime sósa

9.4.2007 Sósan er mjög fersk og passar með öllum grillmat ásamt skelfisk eða fiskréttum.  Meira »

Caesar salat

23.1.2008 Þetta er upprunalega útgáfan af salatinu sem er orðið vinsælasta salat í heimi.  Meira »

Fennelsalat að hætti Sigga Gísla

12.6.2007 Fennel hefur anís bragð og er því sérstaklega gott með fisk  Meira »

Mangóklessa

6.3.2007 Gott að borða!  Meira »

Sashimiplatti

14.2.2008 Sashimi er þunnt skorinn fiskur og borðaður með soyasósu ,pikkluðu engiferi og wasabi. Best er að hafa alveg splunkunýjan fisk þar sem fiskurinn er borðaður hrár, einnig er hægt að vera með skelfisk eins og rækjur, humar, hörpuskel svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Steiktur saltfiskur með brúnuðu kryddsmjöri að hætti Eyþórs

8.5.2007 Landliðsmaðurinn Eyþór Rúnarsson yfirmatreiðslumaður á veitingarstað Sigga Hall sýnir okkur hvernig best er að steikja saltfisk að spænskum hætti Meira »