Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Las Vegas steik með bernaisesósu

None
20.11.2007 Leitin að bestu steikinni endaði í Las vegas! Hún er hvítlauksristuð nauta T-bein steik, balsamic ediks gljáð, framreidd með bernaisesósu og stemmningu einnar skemmtilegustu borgar heims. Meira »

Létt hvít súkkulaðimús með hindberjum að hætti Hafliða Ragnarssonar í Mosfellsbakarí

None
16.10.2007 Hafliði þekkir súkkulaði út og inn og er meistari í Konfekti (HR konfekt)og eftirréttum. Hann sýnir okkur hér auðvelda súkkulaðimús úr hvítu súkkulaði. Meira »

Peru, osta og engiferfylltur kalkúnn með kryddjurtum og íslensku smjöri

None
26.12.2007 Kalkúnn er sniðugur í stærri matarboð og hér er leynivopnið afhjúpað til að ná mjúkum bringum og safaríkum lærum.  Meira »

Tómatsalsa

28.3.2007 Tómatsalsa er vel þekkt en ferskt tómatsalsa er ferskleiki í skál og ætti að prófa með ýmsum réttum  Meira »

Hrísgrjónafylltur tómatur

None
22.8.2007 Meiriháttar gott meðlæti með öllum fisk, og sniðugt fyrir þá sem vilja vera búnir að undirbúa vel fyrir tímann.  Meira »

Matsuhisa dressing að hætti grunnskólameistaranna

None
22.5.2007 Fersk sósa með asískum blæ.  Meira »

Tómat og banana chutney og kókos sýrður rjómi

None
13.8.2007 þetta er ný og framandi útgáfa af salsa og kokos sýrður rjóma  Meira »

Auðvelt og skemmtilegt konfekt

None
7.11.2007 Hér gerum við skemmtilegt konfekt að franskri fyrirmynd Valrhona skólans í Rónardalnum.  Meira »