Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Ávaxta-sushi

24.9.2007 Hrísgrjónabúðing er hægt að gera skemmtilegri með því að skera þunnar sneiðar af ávöxtum og leggja þær ofan á búðing sem búið er að kæla og móta í bita. Þetta má svo framreiða með prjónum og dýfa ofan í balsamsíróp í stað sojasósu. Ef þú vilt fara alla leið er hægt að útbúa súkkulaði-maki-rúllur úr hrísgrjónabúðingnum – það gæti verið punkturinn yfir i-ið í veislunni ... Meira »

Kryddbrauð með fetaosti

16.5.2007 Kryddbrauð er mjúkt brauð sem auðvelt er að nota til að hreinsa leifar af góðri sósu af disk eða hvítlauksmjöri með humar svo ekkert fari til spillis Meira »

Parmaskinkuvafinn humar með pestó

12.12.2007 Skemmtilegur pinnamatur á undan máltíð eða í standandi pinnapartý.  Meira »

Lambastrimlar í pudina-tikkasósu með couscous og tortillakökum

7.3.2007 Með því að skera afganginn af lambakjötinu í strimla, hræra saman við það bragðmikilli sósu og vefja í tortillaköku með með couscous og grænmeti er hægt að búa til ævintýralegan hollan mat á einfaldan hátt. Meira »

Flott skraut að hætti Karls Viggo landliðsbakara

4.12.2007 Það er hægt að gera skemmtilegt og einfalt skraut sem lyftir eftirréttinum á hærra plan  Meira »

Hvað er súkkulaði?

16.10.2007 Hafliði Ragnarsson fræðir okkur um súkkulaði  Meira »

Humarhalar með hvítlauk

16.5.2007 Humar er alltaf toppurinn á skemmtilegri máltíð   Meira »

Satay jarðhnetusósa

4.9.2007 Ekki er hægt að hafa alvöru Satay grill nema hafa góða Satay sósu með.  Meira »