Maís salsa

Hráefni
» 1 dós maiskorn í dós
» 1/2 laukur
» 1 tómatur
» 1/2 rauð paprika
» 1/2 mangó vel þroskað
» 1/2 tsk hvítlauksmauk
» 1 msk kóríander ferskt
» 1/2 safi úr 1/2 lime
» 3 msk ólívuolía
» salt og pipar

Fyrir 4

Þessa fersku og einföldu Salsa má alveg leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið,
frábær með hvaða grillmat sem er.

Aðferð

Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessi uppskrift er notuð í Mexíkó Grill

Meðlæti

Mexíkó Grill

Hráefni
» 4stk tortilla pönnukökur
» 100g góður ostur
» 2stk paprikur
» 1 búnt kóríander
» nokkrar risarækjur
» 1 rif hvítlaukur
» 1 stór sæt kartafla
» 1stk saxaður laukur til dæmis rauðlaukur
» 1stk saxaður chili
» sýrður rjómi
» Nachos flögur

Fyrir 4 | skoða myndskeið

Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.

Aðferð

Kryddið rækjurnar með hvítlauk, grillið tortilla pönnukökur með osti, papriku, rækjum og kóríander á milli laga, snúið við og grillið hinum megin.
Eldið sæta kartöflu í örbylgjuofni í 10 mín eða bakið á grilli í a.m.k. 45mín, skerið í tvennt, bakið á grillinu með söxuðum lauk, papriku, chili, osti eða því sem ykkur dettur í hug.
Látið ostinn bráðna yfir nachos flögurnar og gefið meira með á kantinn.

Sósa fyrir Foie gras (Franska andalifur) að hætti Sjávarkjallarans

19.6.2007 Þetta er sælkerasósa sem skemmtilegt er að prófa  Meira »

Humarfyllt Nautalund með skemtilegum kryddum

9.8.2007 Þessi er svona smá spariútgáfa af grillaðri nautalund vel kryddaðri sem er fyllt með mildum humri.   Meira »

Exotískur ananas og hunangs-dijon gljáður hamborgarhryggur

18.12.2007 Hægt er að krydda til hamborgarhrygg með því að bæta ferskum og framandi brögðum án þess að brjóta fjölskylduhefðirnar  Meira »

Steiktur saltfiskur með brúnuðu kryddsmjöri að hætti Eyþórs

8.5.2007 Landliðsmaðurinn Eyþór Rúnarsson yfirmatreiðslumaður á veitingarstað Sigga Hall sýnir okkur hvernig best er að steikja saltfisk að spænskum hætti Meira »

Skemmtilegar samlokur með kæfu og banana, bláberjum og ostarúllur með gúrku

14.3.2007 Hvernig getum fengið börnin til að smakka á nýjum og hollum hráefnum, það gæti þurft nokkrar tilraunir og það þarf að hugsa um að bera nýjungar fram á skemmtilegan hátt! Meira »

Grillaðir portobello sveppir

9.8.2007 Þessir sveppir eru skemmtilegt meðlæti ,eða sem aðalatriðið í grænmetisrétti.  Meira »

Ofnbakaðar spergil- og camenbertfylltar rauðspretturúllur

6.6.2007 Mjúkur camenbert passar vel með mildri áferð rauðsprettunar og ferskum spergli  Meira »

Vanillubúðingur með sýrðum rjóma

24.9.2007 Í þennan einfalda eftirrétt væri tilvalið að nota haustuppskeruna, nýtínd íslensk bláber eða krækiber – en nú er berjatíminn liðinn og erlend ber henta einnig vel. Einnig má nota frosin ber en þá þarf að sía af þeim safann sem rennur úr þeim er þau þiðna Meira »