Fylltar kartöflur með beikoni

Hráefni
» 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
» 100g Beikon (forsteikt stökt)
» 1 rif hvítlaukur í olíu
» 1 búnt söxuð steinselja
» salt og pipar
» ögn saxaður chili

Fyrir 4

Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur

Aðferð

Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.

Borið fram með sýrðum rjóma

Grillaðir portobello sveppir

9.8.2007 Þessir sveppir eru skemmtilegt meðlæti ,eða sem aðalatriðið í grænmetisrétti.  Meira »

Suðrænn rækju kokteill

9.4.2007 Rækju kokteill var vinsælasti rétturinn á íslandi í mörg ár en hægt er að ferska þenna góða rétt með sýrðum rjóma í stað gömlu kaloríu bombunnar sem þekkt er sem kokteill sósa, framandi ávöxtum og kryddum Meira »

Ofnbakaður stóri Dímon með brauðstöngum

15.11.2007 Skemmtilegur partýréttur fyrir öll tilefni.   Meira »

Brokkkálmauk

2.10.2007 Hér er auðveld lausn fyrir þá sem vilja minnka notkun á rjómasósum en hafa í þeirra stað hollt, bragðmikið og framandi meðlæti úr ódýru hráefni. Meira »

Íslenskur þorskur að hætti Agnars Sverrissonar á Texture í London

23.10.2007 Agnar er einn af okkar fremstu kokkum og gaman er að sjá menn með mikla ástríðu fyrir matargerð. Agnar hefur ásamt Óskari Finnssyni og fleirum stofnað veitingastað í London sem vert er að skoða http://www.texture-restaurant.co.uk/ Meira »

Hafragrautur í sparifötunum

23.4.2007 Hafragrautur ætti að vera undirstaðan í hverjum morgunmat en hér er hann settur í sparifötin og ættu flestir að vilja borða þennan rétt á sunnudögum eða þegar á að töfra fram fljótlegan og hollan rétt. Meira »

Satay jarðhnetusósa

4.9.2007 Ekki er hægt að hafa alvöru Satay grill nema hafa góða Satay sósu með.  Meira »