Fylltar kartöflur með beikoni

Hráefni
» 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
» 100g Beikon (forsteikt stökt)
» 1 rif hvítlaukur í olíu
» 1 búnt söxuð steinselja
» salt og pipar
» ögn saxaður chili

Fyrir 4

Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur

Aðferð

Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.

Borið fram með sýrðum rjóma

Grillað fiski og skelfisksspjót

22.8.2007 Þetta er skemmtilegt grillspjót sem hægt er að breyta um fiskitegundir að vild, enn það er ekki gott að nota fiska einsog þorsk, ýsu eða karfa , þeir eiga það til að hrynja í sundur við grillun. Meira »

Innbakaður íslenskur lax að hætti Grunnskóla meistaranna 2007

22.5.2007 Gullrétturinn í keppni grunnskólanna, þarf að segja meira?  Meira »

Miðjarðarhafsgrænmeti á grillið

3.7.2007 Þetta grænmeti stendur alltaf fyrir sínu bæði hér og við miðjarðahafið  Meira »

Ertu í mat? Kokkalandsliðið á bak við tjöldin (þáttur 1)

26.1.2010 Landslið Klúbbs matreiðslumeistara "Kokkalandsliðið" hefur hafið undirbúning sinn fyrir næsta stórmót! Að þessu sinni er það heimsmeistaramótið í matreiðslu í Lúxemborg 2010 sem stefnan er sett á Undirbúningur fyrir heimsmeistaramót í matreiðslu sem haldið verður á næsta ári stendur nú sem hæst. Til að kynna sögu liðsins og frábæran árangur íslenskra matreiðslumanna á erlendri grundu, hefur Klúbbur matreiðslumeistara ákveðið að framleiða 3 sjónvarpsþætti um Kokkalandsliðið okkar. Þar sem matreiðsla og efni um mat nýtur gríðarlegra vinsælda í sjónvarpi þykir okkur tímabært að almenningur fái tækifæri til að kynnast starfi Kokkalandsliðsins heima í stofu. Meira »

Niðursneiddar nautalundir í kryddblöndu

12.9.2007 Frábært sem forréttur t.d. í máltíð þar sem fiskur er aðalréttur eða sem einn réttur á hlaðborði.   Meira »

Hvað er súkkulaði?

16.10.2007 Hafliði Ragnarsson fræðir okkur um súkkulaði  Meira »

Mangó- og sætkartöflusalsa

28.3.2007 Mangósalsa er mjög ferskt, en hægt er að skipta út mangó fyrir aðra ávexti eða grænmeti.  Meira »

Skemmtilegar samlokur með kæfu og banana, bláberjum og ostarúllur með gúrku

14.3.2007 Hvernig getum fengið börnin til að smakka á nýjum og hollum hráefnum, það gæti þurft nokkrar tilraunir og það þarf að hugsa um að bera nýjungar fram á skemmtilegan hátt! Meira »