Fylltar kartöflur með beikoni

Hráefni
» 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
» 100g Beikon (forsteikt stökt)
» 1 rif hvítlaukur í olíu
» 1 búnt söxuð steinselja
» salt og pipar
» ögn saxaður chili

Fyrir 4

Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur

Aðferð

Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.

Borið fram með sýrðum rjóma

Sashimiplatti

14.2.2008 Sashimi er þunnt skorinn fiskur og borðaður með soyasósu ,pikkluðu engiferi og wasabi. Best er að hafa alveg splunkunýjan fisk þar sem fiskurinn er borðaður hrár, einnig er hægt að vera með skelfisk eins og rækjur, humar, hörpuskel svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Ertu í mat? Kokkalandsliðið á bak við tjöldin (Þáttur 2)

26.1.2010 Annar þáttur um kokkalandsliðið sem ber heitið "Ertu í mat?" er kominn á netið, en hann sýnir undirbúning hjá kokkalandsliðinu fyrir ÓL 2008 í Erfurt. Sjón er sögu ríkari. Meira »

Ofnbakaðar kartöflur með rósmarin

2.5.2007 Bakaðar kartöflur eru góðar en enn betri eru kartöflur sem búið er að skera í og krydda með skemmtilegum kryddum  Meira »

Humarfyllt Nautalund með skemtilegum kryddum

9.8.2007 Þessi er svona smá spariútgáfa af grillaðri nautalund vel kryddaðri sem er fyllt með mildum humri.   Meira »

Steiktur saltfiskur með brúnuðu kryddsmjöri að hætti Eyþórs

8.5.2007 Landliðsmaðurinn Eyþór Rúnarsson yfirmatreiðslumaður á veitingarstað Sigga Hall sýnir okkur hvernig best er að steikja saltfisk að spænskum hætti Meira »

Ofur einföld súkkulaðimús að hætti Karls Viggo landsliðsbakara

4.12.2007 Einfaldara er ekki hægt að gera lúxus súkkulaðimús á nokkrum mínútum  Meira »

Hrísgrjónafylltur tómatur

22.8.2007 Meiriháttar gott meðlæti með öllum fisk, og sniðugt fyrir þá sem vilja vera búnir að undirbúa vel fyrir tímann.  Meira »

Suður-Afríku lambalæri kryddað með lauk, hvítlauk og suðrænum kryddum

4.4.2007 Þegar þetta lamb er sett í ofninn fyllist eldhúsið af suðurafrískri kryddlykt sem sendir mann hálfa leið til Jóhannesarborgar. Meira »