Fylltar kartöflur með beikoni

Hráefni
» 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
» 100g Beikon (forsteikt stökt)
» 1 rif hvítlaukur í olíu
» 1 búnt söxuð steinselja
» salt og pipar
» ögn saxaður chili

Fyrir 4

Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur

Aðferð

Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.

Borið fram með sýrðum rjóma

Steiktar kartöflur

8.5.2007 Nýjar kartöflur steiktar í ólífuolíu eru algjört sælgæti  Meira »

Spínat- og kotasælufylltar torilla kökur með tómatsalsa

28.3.2007 Hægt er að sameina matreiðsluhefðir nokkurra landa til að gera skemmtilegan rétt. Til að gera hollan skyndibita er tekin fylling ættuð frá Ítalíu og sett inn í suður-amerískar pönnukökur með skemmtilegum árangri. Meira »

Blómkálsmauk

23.4.2007 Blómkálsmauk er skemmtilegt meðlæti og ætti að slá í gegn bæði með fiski og kjöti  Meira »

Grillað fiski og skelfisksspjót

22.8.2007 Þetta er skemmtilegt grillspjót sem hægt er að breyta um fiskitegundir að vild, enn það er ekki gott að nota fiska einsog þorsk, ýsu eða karfa , þeir eiga það til að hrynja í sundur við grillun. Meira »

Fennelsalat að hætti Sigga Gísla

12.6.2007 Fennel hefur anís bragð og er því sérstaklega gott með fisk  Meira »

Kryddbrauð með fetaosti

16.5.2007 Kryddbrauð er mjúkt brauð sem auðvelt er að nota til að hreinsa leifar af góðri sósu af disk eða hvítlauksmjöri með humar svo ekkert fari til spillis Meira »

Sveppir og kartöflusmælki á grill spjóti

9.7.2007 það er hægt að setja margt á grill spjót tildæmis meðlæti eins og kartöflur og sveppi  Meira »

Jógúrtsósa

28.3.2007 Auðveldasta sósa í heimi.  Meira »