Fylltar kartöflur með beikoni

Hráefni
» 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
» 100g Beikon (forsteikt stökt)
» 1 rif hvítlaukur í olíu
» 1 búnt söxuð steinselja
» salt og pipar
» ögn saxaður chili

Fyrir 4

Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur

Aðferð

Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.

Borið fram með sýrðum rjóma

Fylltur lambahryggur á beini með apríkósum, fetaosti, furuhnetum og cumminkryddi.

9.4.2007 Margir hafa lent í því að lambalundirnar, sem eru einn besti vöðvinn á hryggnum, vilja verða ofeldaðar og þurrar þegar hryggurinn er tilbúinn . Séu þær hinsvegar teknar af og notaðar til fyllingar ásamt apríkósum, furuhnetum og cumin kryddi, ásamt mjúkum fetaosti, þá er allur hryggurinn tilbúinn á sama tíma og kjötið safaríkt eftir því. Meira »

Litlar hafragrauts-pönnukökur

23.4.2007 Amerískar pönnukökur er fastur liður vestan hafs en hér erum við með hollari útgáfu sem gott er að borða með jógúrt hræring og ferskum berjum Meira »

Grillað grænmetis og ávaxta salsa

9.8.2007 Litríkt, ferskt og gott með öllum grillmat, má einnig nota hvaða annað grænmeti sem manni langar ef eitthvað í uppskriftinni er ekki til. Meira »

Steiktar kartöflur

8.5.2007 Nýjar kartöflur steiktar í ólífuolíu eru algjört sælgæti  Meira »

Fersk hörpuskel og blómkál að hætti Texture restaurant í London

31.10.2007 Hér erum við gestir á einu virtasta nýja veitingahúsi í London Hörpuskel og blómkál er í aðalhlutverki og leikstjóri er Agnar Sverrisson meistarakokkur. Meira »

Vanillubúðingur með sýrðum rjóma

24.9.2007 Í þennan einfalda eftirrétt væri tilvalið að nota haustuppskeruna, nýtínd íslensk bláber eða krækiber – en nú er berjatíminn liðinn og erlend ber henta einnig vel. Einnig má nota frosin ber en þá þarf að sía af þeim safann sem rennur úr þeim er þau þiðna Meira »

Kryddaðir Kjúklingavængir

9.7.2007 Ekkert er betra en að naga vel kryddaða kjúklingavængi út í sólinni  Meira »

Ofnbakaðar kartöflur með rósmarin

2.5.2007 Bakaðar kartöflur eru góðar en enn betri eru kartöflur sem búið er að skera í og krydda með skemmtilegum kryddum  Meira »