Fylltar kartöflur með beikoni

Hráefni
» 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
» 100g Beikon (forsteikt stökt)
» 1 rif hvítlaukur í olíu
» 1 búnt söxuð steinselja
» salt og pipar
» ögn saxaður chili

Fyrir 4

Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur

Aðferð

Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.

Borið fram með sýrðum rjóma

Sashimiplatti

14.2.2008 Sashimi er þunnt skorinn fiskur og borðaður með soyasósu ,pikkluðu engiferi og wasabi. Best er að hafa alveg splunkunýjan fisk þar sem fiskurinn er borðaður hrár, einnig er hægt að vera með skelfisk eins og rækjur, humar, hörpuskel svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Fylltar tortillakökur með skinku og ost, fersku epli og krakkadrykk

14.3.2007 Viljum byrja á að kynna fyrir börnum hollan íslenskan nútímamat í bland við íslenska osta og aðrar mjólkurafurðir, kjöt, fisk og framandi ávexti og grænmeti. Þá hafa börnin kraft til að mæta framtíðinni með íslenskan mat sem eldsneyti en ekki skyndibitamat að erlendri fyrirmynd! Meira »

Miðjarðarhafsgrænmeti á grillið

3.7.2007 Þetta grænmeti stendur alltaf fyrir sínu bæði hér og við miðjarðahafið  Meira »

Saumaklúbbakaka Örvars landliðsbakara

27.11.2007 Hér kemur girnileg og spennandi kaka sem gaman væri að prófa!  Meira »

Skyrfrauð með ferskum bláberjum

27.6.2007 Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum eins og bláberjum  Meira »

Mangóklessa

6.3.2007 Gott að borða!  Meira »

Hummus með stökku nanbrauði

15.11.2007 Einfalt snakk eða hluti af pinnaveislu.  Meira »

Exotískur ananas og hunangs-dijon gljáður hamborgarhryggur

18.12.2007 Hægt er að krydda til hamborgarhrygg með því að bæta ferskum og framandi brögðum án þess að brjóta fjölskylduhefðirnar  Meira »