Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Auðvelt og skemmtilegt konfekt

7.11.2007 Hér gerum við skemmtilegt konfekt að franskri fyrirmynd Valrhona skólans í Rónardalnum.  Meira »

Graflaxsósa

17.4.2007 Allir þekkja graflaxsósuna en kunna allir að laga hana?  Meira »

Skemmtilegar samlokur með kæfu og banana, bláberjum og ostarúllur með gúrku

14.3.2007 Hvernig getum fengið börnin til að smakka á nýjum og hollum hráefnum, það gæti þurft nokkrar tilraunir og það þarf að hugsa um að bera nýjungar fram á skemmtilegan hátt! Meira »

Grillpinnar með kjúklingalundum og nautakjöti

4.9.2007 Einfaldari pinnamatur er vandfundinn: kjöt á pinna, sett á grillið í góðum kryddlegi og veislan er klár!  Meira »

Flott skraut að hætti Karls Viggo landliðsbakara

4.12.2007 Það er hægt að gera skemmtilegt og einfalt skraut sem lyftir eftirréttinum á hærra plan  Meira »

Mandarínumauk

23.4.2007 Mandarínumauk er ný útfærsla af sætu meðlæti sem smellpassar með svínakjöti  Meira »

Smjörsoðnar rófur

8.5.2007 Rófur er hluti að matarmeningu íslendinga og ætti að prófa þær við fleiri tilefni en í rófustöppu  Meira »