Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Matsuhisa dressing að hætti grunnskólameistaranna

22.5.2007 Fersk sósa með asískum blæ.  Meira »

Pastakoddar að hætti Grillsins á Hótel Sögu

2.10.2007 Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óþrjótandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann! Meira »

Heilsteiktur kjúklingur á dós með sætum chili gljáa

3.7.2007 Það er mjög vinsælt erlendis að troða bjórdós upp í óæðri endann á kjúklingi og grilla á útigrilli, Því þá situr kjúklingurinn á hásæti sýnu og grillast jafnt og gufan úr dósinni gerir kjúklinginn að mjúku lostæti, en hér er skemmtileg fjölskylduvæn útgáfa Meira »

Flott skraut að hætti Karls Viggo landliðsbakara

4.12.2007 Það er hægt að gera skemmtilegt og einfalt skraut sem lyftir eftirréttinum á hærra plan  Meira »

Mangó- og sætkartöflusalsa

28.3.2007 Mangósalsa er mjög ferskt, en hægt er að skipta út mangó fyrir aðra ávexti eða grænmeti.  Meira »

Steiktar kartöflur

8.5.2007 Nýjar kartöflur steiktar í ólífuolíu eru algjört sælgæti  Meira »

Suður-Afríku lambalæri kryddað með lauk, hvítlauk og suðrænum kryddum

4.4.2007 Þegar þetta lamb er sett í ofninn fyllist eldhúsið af suðurafrískri kryddlykt sem sendir mann hálfa leið til Jóhannesarborgar. Meira »

Grillpinnar með kjúklingalundum og nautakjöti

4.9.2007 Einfaldari pinnamatur er vandfundinn: kjöt á pinna, sett á grillið í góðum kryddlegi og veislan er klár!  Meira »