Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Fersk hörpuskel og blómkál að hætti Texture restaurant í London

31.10.2007 Hér erum við gestir á einu virtasta nýja veitingahúsi í London Hörpuskel og blómkál er í aðalhlutverki og leikstjóri er Agnar Sverrisson meistarakokkur. Meira »

Appelsínugrafinn lambavöðvi

30.5.2007 Ferskur forréttur sem gott er að eiga þegar gesti ber að garði  Meira »

Hrísgrjónafylltur tómatur

22.8.2007 Meiriháttar gott meðlæti með öllum fisk, og sniðugt fyrir þá sem vilja vera búnir að undirbúa vel fyrir tímann.  Meira »

Humar að hætti Hrefnu á Sjávarkjallaranum

19.6.2007 Einn vinsælasti réttur Sjávarkjallarans eldaður að hætti Hrefnu sem er að fara opna nýtt veitingahús, Fiskimarkaðinn.   Meira »

Vanillubúðingur með sýrðum rjóma

24.9.2007 Í þennan einfalda eftirrétt væri tilvalið að nota haustuppskeruna, nýtínd íslensk bláber eða krækiber – en nú er berjatíminn liðinn og erlend ber henta einnig vel. Einnig má nota frosin ber en þá þarf að sía af þeim safann sem rennur úr þeim er þau þiðna Meira »

Mangóklessa

6.3.2007 Gott að borða!  Meira »

Lauksulta

8.5.2007 Lauksulta er skemmtilegt meðlæti og er ódýrt í þokkabót  Meira »

Niðursneiddar nautalundir í kryddblöndu

12.9.2007 Frábært sem forréttur t.d. í máltíð þar sem fiskur er aðalréttur eða sem einn réttur á hlaðborði.   Meira »