Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Tómatsalsa

28.3.2007 Tómatsalsa er vel þekkt en ferskt tómatsalsa er ferskleiki í skál og ætti að prófa með ýmsum réttum  Meira »

Léttreykt holulambalæri með íslensku smjöri, kryddjurtum og hvítlauk

16.7.2007 Það er mjög gaman að gera holulæri og er hægt að létta sér lífið í bústaðnum með að henda lærinu í holuna og sækja það, ljúffengt nokkru síðar. Meira »

Peru- og eplamauk grunnskólameistaranna

22.5.2007 Ferskara verður það ekki en ávextir með lime - hægt að nota með flestum mat en meistararnir nota maukið inn í lax  Meira »

Grillað fiski og skelfisksspjót

22.8.2007 Þetta er skemmtilegt grillspjót sem hægt er að breyta um fiskitegundir að vild, enn það er ekki gott að nota fiska einsog þorsk, ýsu eða karfa , þeir eiga það til að hrynja í sundur við grillun. Meira »

Graflaxsósa

17.4.2007 Allir þekkja graflaxsósuna en kunna allir að laga hana?  Meira »

Lax með mangósalsa og ferskri jógúrtsósu

28.3.2007 Lax er mjög hollur, fæst í fiskborðum stórmarkaðanna allt árið og er ekki of dýr. Því er tilvalið að bera hann fram með fersku suðrænu hráefni hvenær árs sem er til að fá sumar í magann. Meira »

Matsuhisa dressing að hætti grunnskólameistaranna

22.5.2007 Fersk sósa með asískum blæ.  Meira »

Ertu í mat? Kokkalandsliðið á bak við tjöldin (Þáttur 2)

26.1.2010 Annar þáttur um kokkalandsliðið sem ber heitið "Ertu í mat?" er kominn á netið, en hann sýnir undirbúning hjá kokkalandsliðinu fyrir ÓL 2008 í Erfurt. Sjón er sögu ríkari. Meira »