Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Hummus með stökku nanbrauði

15.11.2007 Einfalt snakk eða hluti af pinnaveislu.  Meira »

Humar að hætti Hrefnu á Sjávarkjallaranum

19.6.2007 Einn vinsælasti réttur Sjávarkjallarans eldaður að hætti Hrefnu sem er að fara opna nýtt veitingahús, Fiskimarkaðinn.   Meira »

Snitta með lifrarkæfu, stökku beikoni ,steiktum sveppum og hindberjum

12.12.2007 Klassískur danskur matur uppfærður í snittu  Meira »

Las Vegas steik með bernaisesósu

20.11.2007 Leitin að bestu steikinni endaði í Las vegas! Hún er hvítlauksristuð nauta T-bein steik, balsamic ediks gljáð, framreidd með bernaisesósu og stemmningu einnar skemmtilegustu borgar heims. Meira »

Parmaskinkuvafinn humar með pestó

12.12.2007 Skemmtilegur pinnamatur á undan máltíð eða í standandi pinnapartý.  Meira »

Léttreykt holulambalæri með íslensku smjöri, kryddjurtum og hvítlauk

16.7.2007 Það er mjög gaman að gera holulæri og er hægt að létta sér lífið í bústaðnum með að henda lærinu í holuna og sækja það, ljúffengt nokkru síðar. Meira »

Spínat- og kotasælufylltar torilla kökur með tómatsalsa

28.3.2007 Hægt er að sameina matreiðsluhefðir nokkurra landa til að gera skemmtilegan rétt. Til að gera hollan skyndibita er tekin fylling ættuð frá Ítalíu og sett inn í suður-amerískar pönnukökur með skemmtilegum árangri. Meira »

Beikonvafinn skötuselur með klettasalati

29.8.2007 Skötuselur á grillið er sönn hátíð því betri grillfisk er erfitt að finna.  Meira »