Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Jógúrt hræringur

23.4.2007 Þeir sem vilja hollan og kraftmikinn morgunmat hræra gjarna saman skyr i og hafragraut, og er það jafnan kallað hræringur. Hér kemur skemmtileg útgáfa sem kalla mætti "jógúrt-hræring" Meira »

Sósa fyrir Foie gras (Franska andalifur) að hætti Sjávarkjallarans

19.6.2007 Þetta er sælkerasósa sem skemmtilegt er að prófa  Meira »

Sætar kartöflur með indversku ívafi

10.4.2007 Sætar kartölur eru ekki aðeins hollar heldur líka skemmtileg tilbreyting við þessar venjulegu. Þær má líka að krydda skemmtilega eins og hér er gert. Meira »

Innbakaður íslenskur lax að hætti Grunnskóla meistaranna 2007

22.5.2007 Gullrétturinn í keppni grunnskólanna, þarf að segja meira?  Meira »

Suðrænn rækju kokteill

9.4.2007 Rækju kokteill var vinsælasti rétturinn á íslandi í mörg ár en hægt er að ferska þenna góða rétt með sýrðum rjóma í stað gömlu kaloríu bombunnar sem þekkt er sem kokteill sósa, framandi ávöxtum og kryddum Meira »

Matsuhisa dressing að hætti grunnskólameistaranna

22.5.2007 Fersk sósa með asískum blæ.  Meira »

Humarhalar með hvítlauk

16.5.2007 Humar er alltaf toppurinn á skemmtilegri máltíð   Meira »

Mexíkó Grill

25.7.2007 Það er hægt að krydda til grillveisluna með ýmsum réttum og kemur matur ættaður frá Mexíkó sterkur inn.  Meira »