Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Grænmetis Sósa TLH (tómatur, Laukur, Hvítlaukur)

27.6.2007 Þetta er skemmtileg Sósa með kjöt, fisk eða pastaréttum  Meira »

Steiktar kartöflur

8.5.2007 Nýjar kartöflur steiktar í ólífuolíu eru algjört sælgæti  Meira »

Beikonvafinn skötuselur með klettasalati

29.8.2007 Skötuselur á grillið er sönn hátíð því betri grillfisk er erfitt að finna.  Meira »

Kartöflu og sveppa-gratín

6.6.2007 Sveppir og Kartöflur það hljómar alltaf vel er það ekki?  Meira »

Kartöflusalat með blaðlauk, spergil og papriku

2.5.2007 Þetta er kartöflusalat sem fólk ætti að þekkja og klikkar ekki  Meira »

Auðvelt og skemmtilegt konfekt

7.11.2007 Hér gerum við skemmtilegt konfekt að franskri fyrirmynd Valrhona skólans í Rónardalnum.  Meira »

Appelsínu og rúsínu-balsamico

30.5.2007 Sætsósa með ferskum appelsínukeim  Meira »

Lauksulta

8.5.2007 Lauksulta er skemmtilegt meðlæti og er ódýrt í þokkabót  Meira »