Suðrænn og seiðandi skötuselur með ferskum brögðum

Hráefni
» 1stk Skötuselsflak
» 200ml Extra virgin ólífuolía
» 1stk Rautt grape
» 1 stk Saxaður laukur
» 1stk Saxað chili (kjarnhreinsað)
» Risotto
» Tilbúið kryddað risotto (grjón + Krydd)
» 50g Marscapone ostur
» 50g Parmisijan ostur
» 100ml Rjómi (má sleppa)
» Ferskt Kóríander eftir smekk
» Hvítlaukur (má sleppa)

Fyrir 2 - 4

Þessi réttur er ættaður frá Los Capos í Mexico, hér er hægt að elda sér til hita með því að borða framandi en ferskan rétt á köldum íslenskum vetrarkvöldum

Aðferð

Skerið dökku himnuna af skötselnum og skerið í bita.

Steikið skötuselinn á pönnu með olíu, snúið við og setjið rauðgreip yfir, saxaðan lauk og chili og hvítlauk ef fólk vill.

Látið eldast á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er farinn að stífna við viðkomu, færið upp á disk og notið olíuna og safann af pönnunni sem sósu.

Kryddið með salti og pipar ásamt ferskum kóríander.

Gott að gefa risotto (leiðbeinigar á pakka) og ferskt salat með.

Ávaxta-sushi

24.9.2007 Hrísgrjónabúðing er hægt að gera skemmtilegri með því að skera þunnar sneiðar af ávöxtum og leggja þær ofan á búðing sem búið er að kæla og móta í bita. Þetta má svo framreiða með prjónum og dýfa ofan í balsamsíróp í stað sojasósu. Ef þú vilt fara alla leið er hægt að útbúa súkkulaði-maki-rúllur úr hrísgrjónabúðingnum – það gæti verið punkturinn yfir i-ið í veislunni ... Meira »

Suður-Afríku lambalæri kryddað með lauk, hvítlauk og suðrænum kryddum

4.4.2007 Þegar þetta lamb er sett í ofninn fyllist eldhúsið af suðurafrískri kryddlykt sem sendir mann hálfa leið til Jóhannesarborgar. Meira »

Ris a la mande - jólabúðingurinn góði

18.12.2007 Sumir tala um að það séu ekki jólin nema Ris a la mande sé á jólaborðum og hér er auðveld uppskrift frá Matreiðslumanni ársins 2007, Þráni Frey Vigfússyni. Meira »

Sítrus og dill-grafinn lax með graflaxsósu

17.4.2007 Graflax er lostæti sem flestir þekkja og hver veiðimaður ætti að grafa sinn fisk sjálfur. Hér er auðveld og skemmtileg aðferð til að galdra fram þennan létta og ljúffenga rétt. Meira »

Satay jarðhnetusósa

4.9.2007 Ekki er hægt að hafa alvöru Satay grill nema hafa góða Satay sósu með.  Meira »

Smálúða með fennelsalati og hægsoðnu eggi að hætti Sigga Gísla

12.6.2007 Smálúða er einn besti fiskur okkar Íslendinga og hér er hann matreiddur á skemmtilegan hátt  Meira »

Auðvelt og skemmtilegt konfekt

7.11.2007 Hér gerum við skemmtilegt konfekt að franskri fyrirmynd Valrhona skólans í Rónardalnum.  Meira »