Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isÍtalskar kálfasteikur í sítrónusósu

17.9. Kálfasneiðar í sítrónu eða Vitello alla lemone er einn af þessum dæmigerðu ítölsku réttum sem að hefur þróast áfram víða um heim ekki síst í Bandaríkjunum. Okkar útgáfa hér er á ítölskum grunni en við mýkjum sítrónu aðeins með smá rjóma.  Það er hægt að nota tilbúnar kálfasnitsel-sneiðar eða taka sneiðar af t.d. læri og berja í “snitsel” eða það sem Ítalir myndu kalla scallopini. Meira »

Tacoterta

5.9. Tacotertan er öðruvísi og spennandi leið til að nota tortilla-pönnukökur og taco-sósu. Þetta er réttur sem er tilvalin á föstudagi og mun sömuleiðis alveg örugglega slá í gegn í saumaklúbbnum. Meira »

Pasta e Fagiole – pasta og baunir að hætti Ítala

4.9. Ítalir elska bæði pasta og baunir og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að “pasta e fagiole” eða pasta og baunir er einhver algengasti og ástælasti rétturinn á borðum Ítala. Hann er til í óteljandi útgáfum um alla Ítalíu. Rétt eins og með íslensku kjötsúpuna má segja að til sé einstök útgáfa á hverju ítölsku heimili og allir auðvitað sannfærðir um að sín útgáfa sé sú allra besta. Meira »

Tom Kha Kai -Taílensk kjúklingasúpa

1.9. Þessi súpa á rætur sínar að rekja til Suðaustur-Asíu en Thom Kha Kai-súpur má finna bæði í eldhúsi Taílands og Laos. Þetta eru súpur þar sem kókosmjólk myndar grunninn en önnur hráefni sem yfirleitt eru alltaf notuð eru kaffirlimeblöð, Galangalrót, chili, lemongrass og fiskisósa. Meira »

Mjólkureldaður kjúklingur með sítrónu og salvíu

31.8. Þótt það kunni í fyrstu að hljóma undarlega að elda kjöt í mjólk þá er þetta aðferð sem víða er notuð. Á Ítalíu, ekki síst í norðurhluta landsins, er algengt að grísakjöt sé eldað í mjólk þar til að kjötið er orðið yndislega mjúkt og mjólkin myndar himneska sósu. Sama má segja um saltfisk eins og hina klassísku uppskrift Stoccofisso Vicentina. Meira »

Lax á tíu mínútum

21.8. Það þarf ekki að taka langan tíma að búa til góða máltíð. Þessi laxaréttur sem sækir brögðin í asíska eldhúsið tekur til dæmis ekki nema um það bil tíu mínútur að undirbúa og elda. Meira »

Hildigunnur bloggar – Villisveppapasta

20.8. Lofaði þessum í gær en hafði hreinlega ekki tekið eftir því hvað þessir tveir árstíðabundnu réttir eru í raun líkir. Þessi hentar þó grænmetisætum sem kjúklingarétturinn í gær gerði víst ekki. Meira »

Salat með ristuðum möndlum og sítrónu- og hunangsvinaigrette

9.8. Þetta er afskaplega sumarlegt og gott salat. Ristuðu möndlurnar gefa því bit og salatsósan með hunangi og sítrónu mikinn ferskleika. Það er tilvalið að nota jöklasalat, Romaine eða Salanova. Meira »