Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isKálfasneiðar Cordon Bleue

12.11. Cordon Bleue er sígildur réttur sem stundum verður voðalega mikið í tísku (rétt eins og aðrir klassíkerar á borð við Béarnaise-sósu og hana í víni) en heldur sig þess á milli til hlés þótt hann eigi ávallt dyggan hóp aðdáenda. Þótt nafnið vísi til frönsku kokkaakademíunnar og bláa borðans er rétturinn líklega svissneskur að uppruna. Í Bandaríkjunum varð síðan á sjöunda áratug síðasta aldar til afbrigði af þessum rétti þar sem notaður er kjúklingur og hefur verið óhemju vinsæll þar vestra. Meira »

Lamb með sikileyskri sósu

8.11. Sikileyska matargerðin er oft bragðmikil og þar má finna áhrif frá norðurhluta Afríku rétt eins og meginlandi Ítalíu. Þessi stórkostlega og bragðmikla sósa með möndlum, papriku og chili sækir einmitt töluvert til afrísku matargerðinnar. Harissa er norður-afrísk chilisósa og hana má fá í dósum í flestum betri stórmörkuðum. Meira »

Græn sósa að hætti Frakka, Sauce Vert

1.11. Það eru til margar útgáfur af grænum sósum. Á Ítalíu er salsa verde vinsæl kryddjurtasósu með olíu, ediki og kapers, í Frankfurt í Þýskalandi er að finna hina frægu Frankfurter Grune Sosse, sem í eru m.a. egg, sýrður rjómi og sjö kryddjurtategundir en í hinni mexiósku salsa verdu eru það tomatillos sem gefa græna litinn. Meira »

Klikkað góð asísk Baby Back-rif

18.10. Góðvinur síðunnar gaukaði að okkur þessari geggjuðu uppskrift að asískum “baby back”-rifjum sem eru marineruð í asískum kryddlegi og síðan elduð í bjór áður en þau eru grilluð. Meira »

Macaroni Milanaise

6.10. Auguste Escoffier er einn frægasti ef ekki frægasti matreiðslumaður Frakka í gegnum tíðina. Escoffier, sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar, flokkaði og skráði margar af grunnuppskriftum franska eldhússins og byggði þar ekki síst á þeirri vinnu sem matreiðslumeistarinn Marie-Antoine Careme hafði lagt grunn að á nítjándu öld. Ein af uppskriftunum hans er Macaroni Milanaise sem Escoffier setur fram sem meðlæti með lambi. Hér er staðfærð útgáfa af Macaroni Milanaise, við sleppum t.d. trufflum sem að Escoffier notar. Meira »

Fiski taco með lime og kóríander “Crema”

22.9. Íbúar vesturstrandar Mexíkó hafa líklega borðað fisk sem tortilla-pönnukökur hafa verið vafnar um í einhverjar aldir. Það var hins vegar fyrir um hálfri öld sem að fiski taco fór að slá í gegn í Baja California og litlir veitingastaðir sem buðu upp á þennan rétt spruttu upp eins og gorkúlur. Á síðustu ár hafa Bandaríkjamenn einnig tekið þennan rétt upp á arma sína. Meira »

Andarbringur með franskri grænpiparsósu

20.9. Frakkar kalla sósu sem þessa sauce au poivre vert og þær er hægt að gera á margan hátt, með og án rjóma. Grænpiparsósurnar eru vinsælar með nautakjöti en ekki síður er önd og grænpiparsósa klassísk samsetning. Ef þið viljið taka grænpiparsósuna með öndinni alla leið þá mælum við með uppskriftinni sem þið finnið með því að smella hér. Ef þið viljið hins vegar gera einfalda, ljúffenga og fljótlega grænpiparsósu þá er uppskriftin hér á eftir málið. Meira »

Kálfasteik fyllt með parmaskinku og pecorino

14.9. Kálfakjötið er vinsælt í ítalska eldhúsinu. Hér er notuð svipuð hugmynd og í Cordon Bleue-kjúklingi þar sem skinka og ostur er settur á milli tveggja kjötsneiða. Meira »

Óskar Finnsson - Korter í kvöldmat