Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isFranskur kjúklingapottréttur “að hætti ömmu”

16.11. Frakkar elda gjarnan pottrétti og það eru til margar útgáfur af kjúklingapottréttum “að hætti ömmu” eða Poulet en Cocotte “grand-mére”. Hér er ein klassísk útgáfa með hrísgrjónum. Meira »

Sænskar kjötbollur

9.11. Ætli kjötbollur séu ekki það sem flestum detti í hug þegar sænsk matargerð er nefnd. Kjötbollurnar eru taldar hafa borist til Svíþjóðar við upphaf nítjándu aldar er Karl tólfti Svíakonungur sneri aftur frá ríki Ottómana. Þangað hafði hann leitað hörfað árið 1709 eftir að hafa orðið undir í orrustu við Rússa og dvaldi með hersveitum sínum í Bender (sem nú er hluti af Moldóvu) til ársins 1713. Svíarnir kynntust ýmsu á þessum tíma, þar á meðal kjötbollunum sem síðan hafa verið órjúfanlegur hluti af hinu sænska alþýðueldhúsi eða husmandskost. Meira »

Wallenbergare – sænsk lúxusbuff

30.10. Wallenbergare er sígildur sænskur réttur. Réttur með rætur  í sænska alþýðueldhúsinu – eða það sem Svíar kalla “husmanskost” sem hefur verið tekinn upp í hið virðulega eldhús borgarastéttarinnar. Þetta er ekki venjulegt buff heldur ekta lúxusbuff með kálfakjöti, eggjarauðum og rjóma. Meira »

Manchego-gratínerað brokkólí

25.10. Manchego er spænskur ostur frá héraðinu La Mancha á spænsku hásléttunni. Þetta er afbragðs góður ostur og það er líka tilvalið að nota hann í gratín sem þetta. Spánverjar nota oft Manchego í staðinn fyrir Parmesan og því má auðvitað snúa við. Ef þið finnið ekki Manchego (sem er þó til í ostaborðum og helstu stórmörökuðum) þá má alveg nota Parmesan í staðinn. Meira »

Pasta með sveppum og beikoni

18.10. Pasta með sveppum og beikoni í rjómasósu er auðvitað klassík. Fljótlegt og einfalt og alltaf jafngott. Með því að nota einnig hvítvín í sósuna, hvítlauk og chiliflögur fær hún meiri dýpt og bragð. Langbest er að nota ítalskt Pancetta í staðinn fyrir hefðbundið beikon. Meira »

Kjúklingur í appelsínukarrýsósu

8.10. Kjúklingur í karrý hefur löngum verið vinsæll. Hér er á ferðinni svolítið öðruvísi karrýsósa, full af spennandi framandi kryddum og með ferskum appelsínusafa og grísku jógúrti. Meira »

Saltimbocca-kjúklingur

28.9. Saltimbocca alla Romana er heitið á þekktum ítölskum rétti þar sem þunnar kálfasneiðar eru eldaðar með Parmaskinku og salvíu. Stundum eru sneiðunum rúllað upp, stundum ekki. (Við erum með uppskrift af þessum klassíska rétti hér.) Það er líka hægt að leika sama leik með kjúklingabringur. Það sem við þurfum er: Meira »

Lasagna með ostasósu

25.9. Lasagna er hægt að gera á nær endalausa vegu. Klassískt lasagna er með kjötsósu og hvítri Béchamel-sósu. Hér gerum við hins vegar ostasósu með ferskum mozzarellakúlum. Meira »