Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isLax á tíu mínútum

í gær Það þarf ekki að taka langan tíma að búa til góða máltíð. Þessi laxaréttur sem sækir brögðin í asíska eldhúsið tekur til dæmis ekki nema um það bil tíu mínútur að undirbúa og elda. Meira »

Hildigunnur bloggar – Villisveppapasta

20.8. Lofaði þessum í gær en hafði hreinlega ekki tekið eftir því hvað þessir tveir árstíðabundnu réttir eru í raun líkir. Þessi hentar þó grænmetisætum sem kjúklingarétturinn í gær gerði víst ekki. Meira »

Salat með ristuðum möndlum og sítrónu- og hunangsvinaigrette

9.8. Þetta er afskaplega sumarlegt og gott salat. Ristuðu möndlurnar gefa því bit og salatsósan með hunangi og sítrónu mikinn ferskleika. Það er tilvalið að nota jöklasalat, Romaine eða Salanova. Meira »

Rauðvínslegin grísagrillspjót með mynturaíta

19.7. Kebabspjót eru vinsæl við austurhluta Miðjarðarhafsins og marineringin með óreganó og kanil ásamt jógúrtsósunni er sótt þangað. Það er best að nota grísagúllas og þarf að gera ráð fyrir um 150 g af kjöti á mann. Meira »

Kartöflusalat með dilli og púrrulauk

13.7. Dill gefur þessu kartöflusalati bragðið og það hentar mjög vel með t.d. grilluðum fiski og grilluðum kjúkling.  Meira »

Hildigunnur bloggar – Pastasalat sem leynir á sér

9.7. Bjó til ansi gott pastasalat um daginn, ættað frá Pioneer Woman í Ameríkunni. Ástæðan fyrir nafninu er edik og piparsósa í uppskriftinni, salatið lítur sakleysislega út en það bítur aðeins í bragðlaukana þegar smakkað er á því. Meira »

Smassað smælki

8.7. Það á við um kartöflur eins og annað að eftir því sem að þær eru nýrri eru þær betri. Og best er auðvitað nýupptekið smælki. Það er hægt að gera margt við kartöflur og hér er ein frábær leið til að leyfa nýjum kartöflum að njóta sín til fulls. Meira »

Klassískur parmesankjúklingur “parmigiana”

1.7. Ítalska eldhúsið á marga rétti sem eldaðir eru með tómatasósu og parmesanosti og eru þá yfirleitt nefndir “parmigiana”. Hvaðan þeir koma upphaflega er ekki alveg öruggt en íbúar bæði Kampaníu og Sikileyjar gera tilkall til þess að hafa fundið þessa aðferð upp. Réttir eldaðir “parmigiana” hafa síðan færst með innflytjendum um allan heim og eru vinsælir t.d. í Bandaríkjunum og Ástralíu. Þar er til dæmis Parmesankjúklingurinn eða “Chicken Parmigiana” einstaklega vinsæll. Kjúklingur í parmesanraspi bakaður í tómatasósu og með mozzarella-osti sem síðan er borinn fram með pasta, yfirleitt spaghetti. Meira »