Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isIndverskt lambafile á grillið

í gær Það breytist matargerðin hjá mörgum yfir sumarið og færist meira út á pallinn, svalirnar, garðinn eða hvar sem grillið kann nú að vera staðsett. Það er hins vegar engin ástæða til að takmarka grillmatargerðina við hefðbundnar BBQ-sósur og marineringar. Hvers vegna ættum við ekki að borða indverskt þótt við séum að grilla? Meira »

Grillað lambalæri með basil og lime-jógúrtsósu

28.6. Blandið saman. Látið kjötið liggja í marineringunni í að minnsta kosti eina  til tvær klukkustundir. Gjarnan lengur, þess vegna yfir nótt í ísskáp. Meira »

Tikka Masala á grillið og hvítlaukssmjörs Naan

15.6. Tikka Masala er sá indverski réttur sem flestir utan  Indlands tengja við indverska matargerð. Líklega varð hann hins vegar til í veitingahúsi á Bretlandi en ekki Bombay. Tikka Masala er gerður úr kjúklingabitum (tikka) sem bornir eru fram í kryddaðri jógúrtsósu (masala).  Uppskriftin að klassísku Tikka Masala sem að þið finnið með því að smella hér hefur verið gífurlega vinsæl og við ákváðum að reyna eina sumarlega útgáfu sem hægt væri að grilla á pallinum. Og auðvitað verður að bjóða upp á hvítlauks Naan-brauð með og auðvitað grillum við það líka. Meira »

Kjúklingur í hunangs- og sinnepssósu

9.6. Sumir réttir eru svo einfaldir að þeir nánast elda sig sjálfir. Og auðvitað er það allra besta þegar hægt er að elda virkilega ljúffenga rétti með lítilli sem engri fyrirhöfn. Tökum þennan kjúklnigarétt sem dæmi, það þarf bara kjúkling, hunang og sinnep og setja inn í ofn. Á meðan kjúklingurinn eldast mynda hunangið og sinnepið ljúffenga sósu. Og með þessu leggjum við nokkra rósmarínstöngla til að gefa aukið bragð. Meira »

Geggjaður lambaborgari í Miðjarðarhafsstíl

7.6. Lamb, rósmarín, fennel og hvítlaukur eru algeng samsetning við Miðjarðarhafið og því er líka tilvalið að taka þessa máltíð alla leið. Bera “lambaborgarana” fram á grilluðu pita-brauði með góðu tómatasalati og tzatziki-jógúrtsósu. Þetta er alveg geggjuð samsetning Meira »

Avókadó Tzatziki

4.6. Gríska jógúrtsósan tzatziki hefur lengi verið ein uppáhalds grillsósan hjá okkur eða allt frá því að maður kynntist henni í Grikklandsferðum fyrir afskaplega mörgum árum. Hún er fersk, bragðgóð og passar með svo mörgu, t.d. flestu grilluðu kjöti og fiski eða þá með grilluðu brauði. Við erum auðvitað mning eð uppskrift að klassísku og ekta tzatziki sem að þið finnið með því að smella hér en í þessari uppskrift tökum við smá snúning á þessum klassiker og umbreytum sósunni í avókadó tzatziki. Meira »

Pasta með beikoni og baunum

31.5. Beikon, grænar baunir, sítróna og steinselja eru uppistaðan í þessari pastasósu og rjóminn gefur henni góða mýkt. Það er ekki hægt að fá ferskar grænar baunir í búðum hér og því notum við frosnar grænar baunir (peas) í þessari uppskrift. Meira »

Hildigunnur bloggar: Indversk kúrbítsbuff

19.5. Einnig er hægt að djúpsteikja buffin í olíu, það þarf þá mun styttri tíma og þau verða áreiðanlega enn betri en þar fer minna fyrir hollustunni, vist. Meira »