Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isÍtalskur hátíðarkjúklingur

14.12. Þótt að rautt kjöt tengist oft okkar hátíðarhefðum á það sama ekki við alls staðar. Á Ítalíu er t.d. algengt að bera á borð fisk eða kjúklingarétti í tengslum við kristilegar hátíðir á borð við jól og páska. Hér er ítölsk uppskrift að hátíðarlegum kjúkling. Í upprunalegu uppskriftinni er notað þurrt Marsala, sem að er styrkt vín frá Sikiley. Þess í stað notum við blöndu úr þurru sérrí og hvítvíni. Það væri líka hægt að nota þurrt hvítt Vermouth ásamt hvítvíni. Meira »

Rósakál með parmesan og hvítlauk

7.12. Rósakál er vinsælt vetrargrænmeti og hentar vel sem meðlæti með margskonar réttum. Það á vel við margskonar kjötrétti, hvort sem er lambakjöt eða villibráð á borð við gæs og hreindýr. Meira »

Kornhænur með jólalegum brag

3.12. Kornhænur eru afskaplega vinsæll matur víða í Evrópu. Bretar kalla þessa fugla quail, Frakkar nefna þá caille og Ítalír tala um quaglia. Kornhænur eru ansi matarmiklar miðað við stærð og afskaplega bragðgóðar. Þær má elda með margvíslegum hætti en í þessari uppskrift erum við á svipuðum slóðum og Danir með jólaöndina sína og eldum kornhænuna með sveskjum og kartöflum. Meira »

Andarbringur með hunangsgljáa

30.11. Andarbringur eru alltaf vinsælar og hér berum við þær fram með  ótrúlega fljótlegum hunangs- og balsamikgljáa. Það er hægt að fá frosnar franskar andarbringur í flestum stórmörkuðum og það er miklu minna mál að elda þær en margir halda. Meira »

Franskur kjúklingapottréttur “að hætti ömmu”

16.11. Frakkar elda gjarnan pottrétti og það eru til margar útgáfur af kjúklingapottréttum “að hætti ömmu” eða Poulet en Cocotte “grand-mére”. Hér er ein klassísk útgáfa með hrísgrjónum. Meira »

Sænskar kjötbollur

9.11. Ætli kjötbollur séu ekki það sem flestum detti í hug þegar sænsk matargerð er nefnd. Kjötbollurnar eru taldar hafa borist til Svíþjóðar við upphaf nítjándu aldar er Karl tólfti Svíakonungur sneri aftur frá ríki Ottómana. Þangað hafði hann leitað hörfað árið 1709 eftir að hafa orðið undir í orrustu við Rússa og dvaldi með hersveitum sínum í Bender (sem nú er hluti af Moldóvu) til ársins 1713. Svíarnir kynntust ýmsu á þessum tíma, þar á meðal kjötbollunum sem síðan hafa verið órjúfanlegur hluti af hinu sænska alþýðueldhúsi eða husmandskost. Meira »

Wallenbergare – sænsk lúxusbuff

30.10. Wallenbergare er sígildur sænskur réttur. Réttur með rætur  í sænska alþýðueldhúsinu – eða það sem Svíar kalla “husmanskost” sem hefur verið tekinn upp í hið virðulega eldhús borgarastéttarinnar. Þetta er ekki venjulegt buff heldur ekta lúxusbuff með kálfakjöti, eggjarauðum og rjóma. Meira »

Manchego-gratínerað brokkólí

25.10. Manchego er spænskur ostur frá héraðinu La Mancha á spænsku hásléttunni. Þetta er afbragðs góður ostur og það er líka tilvalið að nota hann í gratín sem þetta. Spánverjar nota oft Manchego í staðinn fyrir Parmesan og því má auðvitað snúa við. Ef þið finnið ekki Manchego (sem er þó til í ostaborðum og helstu stórmörökuðum) þá má alveg nota Parmesan í staðinn. Meira »