Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isHildigunnur bloggar: Indversk kúrbítsbuff

19.5. Einnig er hægt að djúpsteikja buffin í olíu, það þarf þá mun styttri tíma og þau verða áreiðanlega enn betri en þar fer minna fyrir hollustunni, vist. Meira »

Röbb á Porterhouse og T-Bone

2.5. Sumar grillsteikur eru gott að marinera. Aðrar þurfa ekkert slíkt svo sem góðar T-Bone og Portherhouse-steikur. Þær þarf einungis að krydda, þess vegna einungis með salti og pipar. Til að auka bragðið enn frekar má líka þyrrkrydda þær eða “röbba” með kryddblöndu og hér er ein sem er frábær fyrir nákvæmlega þessar steikur. Meira »

Steinseljuaioli…nú eða basil

28.4. Aioli er suður-evrópsk sósa sem oft er tengd við Provence í Frakklandi en er líka algeng í Katalóníu og raunar alveg niður til Valencia. Heitið kemur úr katalónsku orðunum all e oli, hvítlaukur og olía og þetta er í raun hvítlauksmajonnes. Hér blöndum við líka kryddjurtum saman við og úr verð þessi líka fína kalda sósa með grillmatnum. Það er er hægt að nota steinselju eða basil. Meira »

Rósmarínkartöflur

27.4. Þetta eru fantagóðar kartöflur með grillsteikinni og afskaplega fljótlegt og einfalt að undirbúa þær. Það sem þarf í þessar rósmarínkartöflur er: Meira »

Valhnetu- og rósmarínpestó

25.4. Það eru til nokkrar samsetningar sem að eru nær fullkomnar. Valhnetur og rósmarín eru ein af þeim. Það er hægt að nota þessa góðu samsetningu á marga vegu og ekki síst er tilvalið að búa til pestó en valhnetu- og rósmarínpestó með pasta fellur frábærlega að lambakjöti, t.d. kótilettum eða file. Meira »

Lax í austurlenskri kókoskarrýsósu

18.4. Kókosmjólk og Red Curry paste mynda góða sósu með suðaustur-asískum blæ í þessari uppskrift með laxi.  Meira »

Piparsteik Szechuan

12.4. Piparsteik Szechuan er “fusion”-afbrigði af hinni klassísku piparsteik þar sem að kínversk krydd eru notuð til að fá austurlenska tóna í þennan vestræna rétt. Þarna gegnir Szechuan-piparinn lykilatriði en hann er hægt að fá t.d. í asísku búðunum. Best er að nota þykkar Ribeye-steikur sem síðan má grilla eða steikja á hefðbundinn hátt. Meira »

Kung Pao kjúklingur

11.4. Kung Pao kjúklingur er einn af þekktustu réttum Szechuan-héraðsins í suðvestur Kína og eru helstu hráefnin kjúklingur, jarðhnetur, þurrkaðir chilibelgir og Szechuan-pipar. Síðastnefnda hráefnið, Szechuan pipar, er í raun ekki pipar og þetta eru ekki eiginleg piparkorn heldur þurrkuð ber af tiltekinni tegund af aski. Ég hef séð Szechuan pipar einstöku sinnum í stórmörkuðum en það getur reynst nauðsynlegt að þræða hillurnar í asísku búðunum. Það sama á við um þurrkaða chilipiparinn. Meira »