Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isÓreganó kryddað lambafile með Pilaf

í gær Við Miðjarðarhafið hafa menn löngu uppgötvað að fátt á betur við lambakjöt en óreganó, sítróna og hvítlaukur. Við mælum með lambafile en það má líka nota aðra bita, s.s. kótilettur. Með þessu höfum við pilaf úr örlitlum pastabitum í staðinn fyrir að gera klassískt pilaf úr hrísgrjónum. Því miður er Orzo-pasta yfirleitt ekki fáanlegt hér á landi en litla stafapastað eða “alphabet”-pasta gerir sama gagn. Meira »

Grísahnakki BBQ með kínversku lagi

21.8. Grísahnakki er kjöt sem fer mjög vel á að grilla og tekur vel við margvíslegu kryddi og marineringu. Hér er uppskrift að BBQ-marineringu og sósu með kínversku yfirbragði sem slær alltaf í gegn. Það er síðan frábært að hafa steikt hrisgrjón með. Meira »

Fylltar paprikur

11.8. Fylltar paprikur eru réttur sem er vinsæll hjá öllum kynslóðum. Þetta er sígild fylling með hakki og hrísgrjónum sem að við gerum bragðmeiri með tómatasósu, kryddjurtum og parmesanosti. Meira »

Kryddjurtahúðað lambalæri á grillið

9.8. Lamb er vinsælt í Suður-Frakklandi og þar eru gjarnan notaðar ferskar kryddjurtir til að hjúpa lambið. Ef við ætlum að grilla lamb með þeim hætti er best að úrbeina lambið, forgrilla og elda síðan áfram á óbeinum hita til að tryggja að kryddhjúpurinn brenni ekki. Meira »

Barbie kjúklingur

3.8. Krakkar geta verið afskaplega matvandir og vilja oftar en ekki borða neitt annað en það sem duttlungar þeirra segja til um hverju sinni. Þannig hefur það verið með yngstu dótturina á þessu heimili sem á tímabili virtist ætla að taka matvendni í nýjar hæðir. Það var þó eitt sinn sem að réttur vakti athygli þeirrar stuttu en það var þegar boðið var upp á barbíkjú-kjúkling og henni heyrðist að nú væri Barbie-kjúklingur að koma á borðið. Þó svo að Barbie-dúkkur hafi aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá henni varð þessi kjúklingur allt í einu afskaplega spennandi. Meira »

Mexíkóskt maíssalat

2.8. Þetta maíssalat er í anda mexíkóskrar matargerðar og er frábært með til dæmis grilluðum kjúkling. Maískornin er ristuðu á pönnu áður en þeim er blandað saman við dressinguna sem gefur þeim meira bragð. Það er um að gera að nota fersku maísstönglana sem má finna í flestum betri verslunum en það er auðvitað líka hægt að nota frosin maís. Meira »

Maíssalat með feta

28.7. Maís er frábært meðlæti með margs konar mat, ekki síst grilluðu kjöti. Þetta salat á t.d. sérstaklega vel við grillaðan kjúkling. Það er best að nota ferska maísstöngla sem yfirleitt má fá í búðum en það er einnig hægt að nota frosin maís eða jafnvel úr dós. Miðið þá við um 400 grömm af maís. Meira »

Lambafile harissa með möndlu og rúsínu-tabbouleh

21.7. Harissa sem er í lykilhlutverki í þessari uppskrift er chili-mauk sem er mjög mikið notað í matargerð Maghreb-svæðisins í Norður-Afríkur, það er Túnis, Alsír og Marokkó. Það er hægt að fá harissa í dósum í nær öllum stórmörkuðum (það sem fæst hér er ekki eins sterkt og það sem yfirleitt er notað í t.d. Túnis) og það er líka hægt að gera sitt eigið harissa. Uppskrift af harissa finnið þið með því að smella hér. Meira »