Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isSteikt hrísgrjón að hætti Szechuan

22.3. Héraðið Szechuan í suðvesturhluta Kina er þekkt fyrir matargerð sína. Hún er bragðmikil, sterkkrydduð og hrikalega góð og eitt helsta einkenni hennar er mikið af hvítlauk, mikið af chili og síðan szechuan pipar. Meira »

Sætkartöflufranskar í hnetusmjöri

19.3. Það hefur verið ansi vinsælt að skipta venjulegum kartöflum út fyrir sætar kartöflur til að gera “franskar kartöflur”. Þær eru þá bakaðar en ekki djúpsteiktar sem að gerir þær extra hollar. Það má síðan taka þessar sætkartöflufrönskur skrefinu lengra og velta þeim upp úr hnetusmjöri áður en þær eru bakaðar. Og hvaða skyldi sú hugmynd koma nema frá Bandaríkjunum. Við mælum með að nota gróft eða “crunchy” hnetusmjör. Meira »

Spaghetti-pizza með pepperoni

15.3. Það eru stundum ótrúlegustu hlutir sem að maður rekst á þegar að bandarískur matreiðslusíður eru skoðaðar. Sumir hlutir eru eiginlega svo ótrúlegir að maður verður að prófa þá. Það á við um þennan rétt. Hverjum hefur eiginlega dottið það  í hug fyrst að blanda saman tveimur vinsælum réttum – pizzu og pasta í einn? Meira »

Þorskur með fetaosti og kóríander

10.3. Það er grískur andi í þessum ofnbakaða fiskrétti. Þorskurinn er fullkominn með en það má líka nota ýsu.  Meira »

Nutella-snúðar með glasúr

8.3. Það er rúm hálf öld liðin frá því að ítalska fyrirtækið Ferrero kynnti Nutella til sögunnar og þetta unaðslega heslihnetu- og súkkulaðikrem hefur notið ótrúlegra vinsælda síðan. Það sést kannski best á því að um fjórðungur allrar framleiðslu af heslihnetum í heiminum er notaður af Ferrero. Meira »

Kjúklingur í sítrónu- og rósmarínsósu með Orecchiette-pasta

7.3. Orecchiette mætti þýða sem litlu eyrun en þessi pastategund er dæmigerð fyrir héraðið Púglía allra syðst á Ítalíuskaganum. Það hentar mjög vel með margs konar pastasósum þar sem “litli eyrun” eru einstaklega lúnkin við að fiska upp sósuna. Meira »

Blómkálssúpa með Cheddarosti

26.2. Þetta er ekta vetrarsúpa, matarmikil og bragðgóð. Blómkál hentar afskaplega vel til súpugerðar og þroskaður og fínn Cheddar-ostur fullkomnar súpuna  ásamt sítrónuberkinum. Meira »

Appelsínukjúklingur

18.2. Appelsínuönd er auðvitað sígildur réttur úr franska eldhúsinu en þessi appelsínuönd sækir meira til þess asíska eða kannski öllu bandarísk-kínverska eldhússins. Meira »