Hægeldaðir lambaskankar

Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru frábært hráefni sem helda vel til langtímaeldunar. Sú aðferð dregur fram bragð hráefnisins á einstakan hátt.

  • 4 skankar
  • 2 gulrætur skrældar og skornar hæfilega fínt
  • 2 sellerý stilkar skornir í bita
  • 1 laukur saxaður
  • 5 dl rauðvín
  • 3 bollar lamba soðkraftur
  • 2-3 greinar ferskt rósmarín
  • salt og pipar
  • olía
Kryddið skankana vel með salti og pipar og brúnið síðan vel olíu á pönnu, setjið þá í góðan pott sem má fara inn í ofn. Steikið næst gulræturnar, sellerý og laukinn í olíunni í 8-10 mín, bætið þá víninu út í og sjóðið það nisett ður um helming (ca 10 mín). Þessu er svo hellt yfir skankana ásamt lambasoðinu og rósmarínstilkunum, lokið á og potturinn settur inn í 150 ° heitan ofninn í 4 klukkustundir.

Eftir 4 klst eru skankarnir teknir upp úr pottinum, mjög varlega annars detta þeir í sundur. Setjið pottinn næst á eldavél og sjóðið soðið aðeins niður ef þarf, smakkið það og kryddið eftir þörfum. Mjög gott er að hafa með þessu góða kartöflumús eða þá ofnbakað rótargrænmeti.

Hér eiga virkilega kröftug rauðvín við, vönduð vín frá Toskana eða Bordeaux.

Sjá einnig vinotek.isValhnetu- og rósmarínpestó

í gær Það eru til nokkrar samsetningar sem að eru nær fullkomnar. Valhnetur og rósmarín eru ein af þeim. Það er hægt að nota þessa góðu samsetningu á marga vegu og ekki síst er tilvalið að búa til pestó en valhnetu- og rósmarínpestó með pasta fellur frábærlega að lambakjöti, t.d. kótilettum eða file. Meira »

Lax í austurlenskri kókoskarrýsósu

18.4. Kókosmjólk og Red Curry paste mynda góða sósu með suðaustur-asískum blæ í þessari uppskrift með laxi.  Meira »

Piparsteik Szechuan

12.4. Piparsteik Szechuan er “fusion”-afbrigði af hinni klassísku piparsteik þar sem að kínversk krydd eru notuð til að fá austurlenska tóna í þennan vestræna rétt. Þarna gegnir Szechuan-piparinn lykilatriði en hann er hægt að fá t.d. í asísku búðunum. Best er að nota þykkar Ribeye-steikur sem síðan má grilla eða steikja á hefðbundinn hátt. Meira »

Kung Pao kjúklingur

11.4. Kung Pao kjúklingur er einn af þekktustu réttum Szechuan-héraðsins í suðvestur Kína og eru helstu hráefnin kjúklingur, jarðhnetur, þurrkaðir chilibelgir og Szechuan-pipar. Síðastnefnda hráefnið, Szechuan pipar, er í raun ekki pipar og þetta eru ekki eiginleg piparkorn heldur þurrkuð ber af tiltekinni tegund af aski. Ég hef séð Szechuan pipar einstöku sinnum í stórmörkuðum en það getur reynst nauðsynlegt að þræða hillurnar í asísku búðunum. Það sama á við um þurrkaða chilipiparinn. Meira »

Öndin frá Pichon

2.4. Það var vorið 1997 sem að ég fór í fyrsta skipti í svokallaða en primeur-smökkun í Bordeaux en þá kynna stóru vínhúsin í fyrsta skipti nýjan árgang – einhverjum dögum eða vikum áður en þau gefa síðan út fyrsta verð í forsölu (en primeur). Meira »

Ítalskt páskalamb

1.4. Lambakjöt er víða tengt páskunum og það á t.d. við um Ítalíu. Það eru til margar suður-ítalskar uppskriftir af lambalæri eða Cosciotto di Agnello er eldað í stórum potti í ofni sem annað hvort eru bornar fram á Pasqua (páskadag) eða “litlu páskunum” Pasquetta (öðrum í páskum). Meira »

Köld Béarnaise-sósa á 5 mínútum

30.3. Béarnaise-sósan er ein af sígildu frönsku sósunum og hefur svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum og nýtur nú vinsælda sem aldrei fyrr. Hún byggir á samspili eggjarauðna, smjörs, ediks og estragons. Galdurinn er að binda fituna í smjörinu við önnur hráefni þannig að úr verði þykk sósa. Efnafræðin á bak við byggir á svokallaðri ýrulausn (emulsion) þar sem egg er notað sem bindiefni með þeytingu. Meira »

Steikt hrísgrjón að hætti Szechuan

22.3. Héraðið Szechuan í suðvesturhluta Kina er þekkt fyrir matargerð sína. Hún er bragðmikil, sterkkrydduð og hrikalega góð og eitt helsta einkenni hennar er mikið af hvítlauk, mikið af chili og síðan szechuan pipar. Meira »