Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Pasta með kálfaragú
Uppskriftir | vinotek.is | 30. apríl

Pasta með kálfaragú

Það sem við myndum kalla kjötsósu með pasta kalla Ítalír ragú. Þekktasta ragú-sósan er auðvitað ragú alla Bolognese en uppskrift að klassísku Spaghetti Bolognese má finna hér. Það er hægt að gera ragú með margvíslegu kjöti og að sjálfsögðu eru til nokkur afbrigði úr kálfakjöti. Kálfahakk má fá hjá hjálpsömum kjötborðum með smá fyrirvara (Melabúðin hefur reynst vel) og síðan er auðvitað hægt að kaupa hvaða kálfavöðva sem er og hakka hann niður. Meira
Pizza með Merguez og geitaosti
Uppskriftir | vinotek.is | 25. apríl

Pizza með Merguez og geitaosti

Það eru norður-afrískir tónar í þessari bragðmiklu pizzu. Merguez eru pylsur úr lambahakki sem eru mjög vinsælar í Alsír, Túnis og Marokkó. Þær eru ekki seldar hér en með því að blanda lambahakki saman við krydd náum við rétta bragðinu. Ef þið finnið ekki lambahakk er minnsta mál að kaupa kjötbita og hakka sjálfur. Harissa er norður-afrískt chlimauk sem fæst í flestum stórmörkuðum. Meira
Lambahryggur fylltur með sólþurrkuðum tómötum og feta
Uppskriftir | vinotek.is | 18. apríl

Lambahryggur fylltur með sólþurrkuðum tómötum og feta

Þrátt fyrir að fátt sé algengara í íslenskum kjötborðum en lambakjöt er ekki hefð fyrir því að vinna mikið úr kjötinu. Hryggurinn er sneiddur niður í kótilettur eða skipt upp í file og lundir. Það er hins vegar ekki algengt að sjá svokallaðar “lambakórónur” í kjötborðum þar sem snyrt hefur verið frá beinunum og fitan ofan á hryggnum jafnframt skorin af. Þessi aðferð er frönsk að uppruna og yfirleitt kölluð “frenching” eða “french trimming” á ensku. En það er með ... Meira
Hildigunnur bloggar – Indverskur rækjuréttur
Uppskriftir | vinotek.is | 16. apríl

Hildigunnur bloggar – Indverskur rækjuréttur

Þessi birtist fyrir langalöngu í Þjóðviljanum heitnum. Búin að elda hann oftar en ég hef tölu á. Naanbrauðin eru í sífelldri þróun reyndar, þessi á myndinni eru ættuð úr Matreiðslubók Nönnu og steikt á flatri pönnu frekar en í ofni en það má vel kaupa bara brauð hjá næsta indverska veitingahúsi ef maður nennir ekki að standa í að baka eða steikja. Meira
Ítalskur saltfiskur – Stoccofisso Vicentina
Uppskriftir | vinotek.is | 16. apríl

Ítalskur saltfiskur – Stoccofisso Vicentina

Þótt saltfiskur sé ekki jafnvinsæll á Ítalíu og á Spáni og Portúgal er löng og mikil hefð fyrir saltfiskneyslu á Ítalíu rétt eins og annars staðar í hinum kaþólska heimi. Ítalir kalla saltfiskinn stoccofisso og stoccofisso vicentina er ein vinsælasta uppskriftin. Hún kemur frá Veneto á Norður-Ítalíu og er kennd við borgina VIcenza. Einhver besta saltfiskuppskrift sem hægt er að hugsa sér. Meira
Kjúklingur í sinneps- og estragonsósu
Uppskriftir | vinotek.is | 15. apríl

Kjúklingur í sinneps- og estragonsósu

Sumt á betur saman en annað og það á t.d. við um franskt Dijon-sinnep og estragon en það er einmitt grunnurinn í sósunni með þessum franskættaða kjúkling. Meira
Klettasalat með maís, sítrónu og feta
Uppskriftir | vinotek.is | 12. apríl

Klettasalat með maís, sítrónu og feta

Maís, valhnetur og klettasalat eru kjarninn í þessu létta og sumarlega salati og sítróna og sítrónubörkur gefa salatinu ferskleika. Hægt að hafa eitt og sér eða sem meðlæti með ýmsu, t.d. grilluðum fisk eða kjúkling. Meira
Lax með sinnepsgljáa
Uppskriftir | vinotek.is | 9. apríl

Lax með sinnepsgljáa

Laxinn er alltaf vinsæll á grillið og í þessari uppskrifter notaður gómsætur gljái með hlynsírópi og grófu sinnepi.. Réttinn má gera hvort heldur sem er í ofni eða á grilli. Meira
Romaine-salat í Sesarstíl
Uppskriftir | vinotek.is | 5. apríl

Romaine-salat í Sesarstíl

Romaine er grænmetistegund sem loksins er fáanleg hér á landi reglulega. Romaine er bragðmikið salat, gott og ekki spillir fyrir að það er með hollari grænum salötum. Hér er Romaine-salat með unaðslegri hvítlauksdressingu, sem er svolítið í “sesar”-stílnum. Ef þið viljið gera klassískt Caesar-salat þá finnið þið uppskrift af því hér. Meira
Pizza Bianca með ítalskri salami
Uppskriftir | vinotek.is | 4. apríl

Pizza Bianca með ítalskri salami

Það er alls ekkert alltaf þörf á að setja tómatasósu á pizzuna. Pizzur án sósu eru kallaðar Pizza Bianca eða hvítar pizzur og þetta er ein þeirra. Ítalska salami í sneiðum má fá í flestum stórmörkuðum en einnig má nota aðrar niðursneiddar ítalskar pylsur. Meira
Síða 5 af 74