Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Kornhænur með jólalegum brag
Uppskriftir | vinotek.is | 3. desember

Kornhænur með jólalegum brag

Kornhænur eru afskaplega vinsæll matur víða í Evrópu. Bretar kalla þessa fugla quail, Frakkar nefna þá caille og Ítalír tala um quaglia. Kornhænur eru ansi matarmiklar miðað við stærð og afskaplega bragðgóðar. Þær má elda með margvíslegum hætti en í þessari uppskrift erum við á svipuðum slóðum og Danir með jólaöndina sína og eldum kornhænuna með sveskjum og kartöflum. Meira
Andarbringur með hunangsgljáa
Uppskriftir | vinotek.is | 30. nóvember

Andarbringur með hunangsgljáa

Andarbringur eru alltaf vinsælar og hér berum við þær fram með ótrúlega fljótlegum hunangs- og balsamikgljáa. Það er hægt að fá frosnar franskar andarbringur í flestum stórmörkuðum og það er miklu minna mál að elda þær en margir halda. Meira
Franskur kjúklingapottréttur “að hætti ömmu”
Uppskriftir | vinotek.is | 16. nóvember

Franskur kjúklingapottréttur “að hætti ömmu”

Frakkar elda gjarnan pottrétti og það eru til margar útgáfur af kjúklingapottréttum “að hætti ömmu” eða Poulet en Cocotte “grand-mére”. Hér er ein klassísk útgáfa með hrísgrjónum. Meira
Sænskar kjötbollur
Uppskriftir | vinotek.is | 9. nóvember

Sænskar kjötbollur

Ætli kjötbollur séu ekki það sem flestum detti í hug þegar sænsk matargerð er nefnd. Kjötbollurnar eru taldar hafa borist til Svíþjóðar við upphaf nítjándu aldar er Karl tólfti Svíakonungur sneri aftur frá ríki Ottómana. Þangað hafði hann leitað hörfað árið 1709 eftir að hafa orðið undir í orrustu við Rússa og dvaldi með hersveitum sínum í Bender (sem nú er hluti af Moldóvu) til ársins 1713. Svíarnir kynntust ýmsu á þessum tíma, þar á meðal kjötbollunum sem síðan hafa ... Meira
Wallenbergare – sænsk lúxusbuff
Uppskriftir | vinotek.is | 30. október

Wallenbergare – sænsk lúxusbuff

Wallenbergare er sígildur sænskur réttur. Réttur með rætur í sænska alþýðueldhúsinu – eða það sem Svíar kalla “husmanskost” sem hefur verið tekinn upp í hið virðulega eldhús borgarastéttarinnar. Þetta er ekki venjulegt buff heldur ekta lúxusbuff með kálfakjöti, eggjarauðum og rjóma. Meira
Manchego-gratínerað brokkólí
Uppskriftir | vinotek.is | 25. október

Manchego-gratínerað brokkólí

Manchego er spænskur ostur frá héraðinu La Mancha á spænsku hásléttunni. Þetta er afbragðs góður ostur og það er líka tilvalið að nota hann í gratín sem þetta. Spánverjar nota oft Manchego í staðinn fyrir Parmesan og því má auðvitað snúa við. Ef þið finnið ekki Manchego (sem er þó til í ostaborðum og helstu stórmörökuðum) þá má alveg nota Parmesan í staðinn. Meira
Pasta með sveppum og beikoni
Uppskriftir | vinotek.is | 18. október

Pasta með sveppum og beikoni

Pasta með sveppum og beikoni í rjómasósu er auðvitað klassík. Fljótlegt og einfalt og alltaf jafngott. Með því að nota einnig hvítvín í sósuna, hvítlauk og chiliflögur fær hún meiri dýpt og bragð. Langbest er að nota ítalskt Pancetta í staðinn fyrir hefðbundið beikon. Meira
Kjúklingur í appelsínukarrýsósu
Uppskriftir | vinotek.is | 8. október

Kjúklingur í appelsínukarrýsósu

Kjúklingur í karrý hefur löngum verið vinsæll. Hér er á ferðinni svolítið öðruvísi karrýsósa, full af spennandi framandi kryddum og með ferskum appelsínusafa og grísku jógúrti. Meira
Saltimbocca-kjúklingur
Uppskriftir | vinotek.is | 28. september

Saltimbocca-kjúklingur

Saltimbocca alla Romana er heitið á þekktum ítölskum rétti þar sem þunnar kálfasneiðar eru eldaðar með Parmaskinku og salvíu. Stundum eru sneiðunum rúllað upp, stundum ekki. (Við erum með uppskrift af þessum klassíska rétti hér.) Það er líka hægt að leika sama leik með kjúklingabringur. Það sem við þurfum er: Meira
Lasagna með ostasósu
Uppskriftir | vinotek.is | 25. september

Lasagna með ostasósu

Lasagna er hægt að gera á nær endalausa vegu. Klassískt lasagna er með kjötsósu og hvítri Béchamel-sósu. Hér gerum við hins vegar ostasósu með ferskum mozzarellakúlum. Meira
Síða 5 af 78