Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Hildigunnur bloggar: Marsipankaka með vínberjum
Uppskriftir | vinotek.is | 24. mars

Hildigunnur bloggar: Marsipankaka með vínberjum

Bakaði einu sinni sem oftar fyrir föstudagskaffið í Listaháskólanum. Í þetta skiptið varð gamall standard hjá okkur fyrir valinu. Reyndar bakar bóndinn þessa oftar en ég. Meira
Sikileyskt pasta – Busiate al pesto Trapanese
Uppskriftir | vinotek.is | 24. mars

Sikileyskt pasta – Busiate al pesto Trapanese

Sikiley er syðsta eyja Ítalíu og matargerðin er einföld, bragðmikil og undir margvíslegum áhrifum. Pesto Trapanese er ein þekktustu pastasósum Sikileyjar, eins konar pestó úr möndlum, hvítlauk og kryddjurtum. Trapanese er til í margvíslegum útgáfum en hér er stuðst við uppskrift úr bókinni Made in Sicily eftir Giorgo Locatelli. Hann er ítalskur að uppruna en fluttist til Bretlands. Þar sló hann í gegn með Zafferano og rekur nú Michelin-stjörnustaðinn Locanda Locatelli í London, sem er af mörgum telst vera besta ... Meira
Grillaðar grískar kótilettur með dilli og Tzatziki
Uppskriftir | vinotek.is | 23. mars

Grillaðar grískar kótilettur með dilli og Tzatziki

Lambakjöt og þá ekki síst grillað er mjög algengt í gríska eldhúsinu.Hér marinerum við kótilettur upp úr kryddlegi með fersku dilli (það er líka hægt að nota þurrkað) og hvítlauk. Gríska jógúrtsósan Tzatziki er auðvitað á sínum stað og hér bragðbætt með dilli. Meira
Ítölsk tómatasósa
Uppskriftir | vinotek.is | 18. mars

Ítölsk tómatasósa

Tómatasósa er grunnurinn að ótrúlega mörgum ítölskum uppskriftum og allar ítalskar húsmæður eiga sína uppskrift af sinni fullkomnu tómatasósu eða sugo di pomodoro- stundum kallaðar marinara-sósur. Við notum tómatasósur mikið í uppskriftunum okkar, þær eru notaðar í pastaréttum á pizzur og á margvíslegan annan hátt. Meira
Klassískar hreindýrabollur með rjómasósu
Uppskriftir | vinotek.is | 9. mars

Klassískar hreindýrabollur með rjómasósu

Hreindýrahakkið má nota í ýmislegt og þá ekki síst í gómsætar hreindýrabollur. Hér er klassísk uppskrift að slíkum bollum þar sem villibráðabragð hreindýrsins nýtur sín til fulls með einiberjum og öðrum kryddum ásamt mildri rjómasósu sem dregur fram bragð þeirra. Meira
Hollandaise-sósa
Uppskriftir | vinotek.is | 6. mars

Hollandaise-sósa

Franska eldhúsið byggir mikið á grunnuppskriftum sem hægt er að teygja og toga á margvíslega vegu. Þannig byggir klassíska franska eldhúsið á fimm sósum sem eru grunnurinn að mörgum öðrum. Upphaflega var það kokkurinn Careme sem setti saman listann en það var Auguste Escoffier sem að fullkomnaði hann og bætti við fimmtu sósunni – Hollandaise. Meira
Kjötbollur úr kálfakjöti með sítrónu
Uppskriftir | vinotek.is | 1. mars

Kjötbollur úr kálfakjöti með sítrónu

Ítalskar kjötbollur eru hvað bestar ef í þær er notað kálfakjöt. Kálfahakk er sjaldséð í íslenskum kjötborðum en það er hægt að nota hvaða kálfakjöt sem er og hakka niður sjálfur. Það tekur ekki margar mínútur. Þessar ítölsku kjötbollur eru bragðbættar með smá sítrónuberki, parmesan og steinselja. Meira
Risotto með chorizo og kjúkling
Uppskriftir | vinotek.is | 25. febrúar

Risotto með chorizo og kjúkling

Risotto er magnað fyrirbæri. Rétt eins og með pasta er hægt að gera það í óteljandi útgáfum. Og þótt risotto sé með því (norður) ítalskasta sem hægt er að finna má vel nota spænsk hráefni á borð við chorizo-pylsur. Þetta er mjög bragðmikið risotto með rósmarín, chorizo, kjúkling og tómötum bökuðum í balsamikediki. Meira
Andarbringur með perum
Uppskriftir | vinotek.is | 23. febrúar

Andarbringur með perum

Önd með ávöxtum er að finna í eldhúsi margra þjóða Evrópu og ekki síst í Mið-Evrópu þaðan sem þessi uppskrift er komin er fyrir því löng hefð allt aftur á miðaldir eða lengur að elda öndina með þessum hætti. Hér eru það perur sem gefa sýru og sætu í réttinn. Hann nýtur sín allra best með því að nota perubrandí á borð við Poire Williams í sósuna en það má einnig nota venjulegt brandí, koníak eða jafnvel dökkt romm. Meira
Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu
Uppskriftir | vinotek.is | 20. febrúar

Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu

Einföld sósa með hvítvíni, steinselju og frönsku Dijon-sinnepi gefur grísakótilettunum franskt yfirbragð í þessari fljótlegu og einföldu uppskrift. Meira
Síða 5 af 73