Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Andarbringur með perum
Uppskriftir | vinotek.is | 23. febrúar

Andarbringur með perum

Önd með ávöxtum er að finna í eldhúsi margra þjóða Evrópu og ekki síst í Mið-Evrópu þaðan sem þessi uppskrift er komin er fyrir því löng hefð allt aftur á miðaldir eða lengur að elda öndina með þessum hætti. Hér eru það perur sem gefa sýru og sætu í réttinn. Hann nýtur sín allra best með því að nota perubrandí á borð við Poire Williams í sósuna en það má einnig nota venjulegt brandí, koníak eða jafnvel dökkt romm. Meira
Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu
Uppskriftir | vinotek.is | 20. febrúar

Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu

Einföld sósa með hvítvíni, steinselju og frönsku Dijon-sinnepi gefur grísakótilettunum franskt yfirbragð í þessari fljótlegu og einföldu uppskrift. Meira
Grísasamloka – Pulled Pork
Uppskriftir | vinotek.is | 16. febrúar

Grísasamloka – Pulled Pork

Hægeldað grísakjöt sem síðan er “tætt” í sundur áður en það er borið fram er kallað “pulled pork” í Bandaríkjunum og til í fjölmörgum mismunandi útgáfum eftir ríkjum. Í Tennessee er hefðin sú að blanda kjötinu saman við BBQ-sósu og bera fram í brauði líkt og hamborgara. Þetta hefur verið kallað grísasamloka á íslensku og var einn vinsælasti rétturinn matseðli Hard Rock Café í Kringlunni hér í den. Meira
Farro með steiktu blómkáli og pancetta
Uppskriftir | vinotek.is | 16. febrúar

Farro með steiktu blómkáli og pancetta

Margir hafa fordóma gagnvart blómkáli sem er miður enda frábært hráefni. Kannski má rekja það til þess að við venjum því soðnu. Á Ítalíu og víðar um Miðjarðarhafið er það hins vegar oftast steikt eða bakað með ólífuolíu sem breytir bragði þess – gerir það hnetukenndara. Við gerum það einmitt hér og blöndum saman við ítalskt beikon (pancetta) og farro. Það má nota venjulegt beikon í staðinn fyrir pancetta og bygg í staðinn fyrir farro. Gott meðlæti t.d. með grilluðu ... Meira
Ítölsk grænmetissúpa
Uppskriftir | vinotek.is | 10. febrúar

Ítölsk grænmetissúpa

Klassísk ítölsk grænmetissúpa með baunum þar sem að pancetta og fennel gefa aukna dýpt og bragð. Þetta er matarmikil og góð vetrarsúpa. Meira
LKL-kjúklingur með Chorizo
Uppskriftir | vinotek.is | 9. febrúar

LKL-kjúklingur með Chorizo

Það er mikill fengur að því að geta fengið spænskar Chorizo-pylsur í búðum og þær er hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Það er einmitt Chorizo sem gefur mesta bragðið í þessum rétti ásamt indónesíska chilimaukinu Sambal Oelek, sem einnig má fá í flestum verslunum. Við mælum með því að nota heilar Chorizo sem þú skerð sjálfur niður í grófa bita fremur en Chorizo sem búið er að skera niður í áleggssneiðar. Bragðmikill réttur í anda LKL. Meira
Kjúklingur með ítalskri fyllingu
Uppskriftir | vinotek.is | 4. febrúar

Kjúklingur með ítalskri fyllingu

Góðgæti úr ítalska eldhúsinu, pancetta og pecorino er hér notað ásamt spínati til að gera kjúklng að algjörum veislumat. Meira
Kartöflusalat með grænum baunum
Uppskriftir | vinotek.is | 2. febrúar

Kartöflusalat með grænum baunum

Kartöflur og baunir eru vinsælt hráefni. Ferskar grænar baunir eru vandfundar hér og því notum við frosnar í þessu kartöflusalati. (Ekki nota baunir úr dós). Mælum líka með að nota pancetta, ítalskt beikon sem fæst t.d. í Hagkaup, en það má líka nota venjulegt beikon ef þið finnið það ekki. Meira
Kjúklingur með kryddraspi og chilismjöri
Uppskriftir | vinotek.is | 1. febrúar

Kjúklingur með kryddraspi og chilismjöri

Krydd og kryddjurtir gera þennan kjúkling bragðmikinn og spennandi og kryddraspið fulllkomnar samsetninguna. Meira
Kálfasneiðar Parmigiano
Uppskriftir | vinotek.is | 28. janúar

Kálfasneiðar Parmigiano

Kálfasneiðar í parmesan er útgáfa ítalsk-ameríska eldhússins af Scaloppini Milanese og kölluð “veal parmesan” þar vestra. Þunnar kálfasneiðar (snitsel) í raspi með tómatasósu en ólíkt Ítölunum sem bera tómatasósuna fram með sneiðunum og pasta þá eru þær hér bakaðar með sósunni og osti. Meira
Síða 5 af 72