Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Fljótlegt suður-franskt Cassoulet
Uppskriftir | vinotek.is | 10. febrúar

Fljótlegt suður-franskt Cassoulet

Cassoulet – sem er borið fram “kassúle” er einn af þekktustu réttum hins forna Occitane-svæðis í Suður-Frakklandi sem eitt sinn teygði sig frá Atlantshafströndinni og yfir til Ítalíu. Fyrir þá sem eru forvitnir um landafræði og sögu verður að taka fram að Oc-ið í Languedoc er einmitt Oc-ið í Occitane. Cassoulet eru hægeldaðir réttir sem draga nafn sitt af brúnu, djúpu leirpottunum sem þeir eru eldaðir í samkvæmt hefðinni og nefnast cassole. Meira
Ítölsk baunasúpa
Uppskriftir | vinotek.is | 1. febrúar

Ítölsk baunasúpa

Einhverja bestu baunasúpu sem ég hef bragðað fékk ég í Piemonte á Norður-Ítalíu á köldu janúarkvöldi árið 2012 í heimboði með feðgunum Paolo og Luca de Marchi. Þar ræddu þeir um endurreisn víngerðarinnar í Lessona og fjölskyldubúgarðsins Proprieta Sperina á meðan eiginkona Luca framreidd þessa undursamlegu baunasúpu. Hér er gerð tilraun til að endurskapa þá súpu. Hér eru notaðar Cannellini-baunir eða hvítar nýrnabaunir. Það er hægt að forsjóða þurrkaðar baunir eða nota niðursoðnar baunir. Meira
Marokkóskur kjúklingur með sveskjum og apríkósum
Uppskriftir | vinotek.is | 25. janúar

Marokkóskur kjúklingur með sveskjum og apríkósum

Réttir frá Marokkó byggja mikið á kryddum og oft eru þurrkaðir ávextir notaðir líka, t.d. sveskjur og apríkósur eins og hér. Réttinn má elda í svokallaðri “tagine” sem er eins konar panna með sívölu loki sem má setja inn í ofn. Meira
Súrsætur kjúklingur
Uppskriftir | vinotek.is | 18. janúar

Súrsætur kjúklingur

Súrsætur kjúklingur er sígildur austurlenskur réttur í vestræna eldhúsinu. Þessi aðferð er kínversk að uppruna og þar má finna margar útgáfur af súrsætri sósu. Á Vesturlöndum hefur súrsæta sósan notið mikilla vinsælda og þá oft með djúpsteiktum kjúkling eða rækjum. Þessi uppskrift er hins vegar nær hinum asísku og við erum ekki að djúpsteikja neitt. Það má nota allt beinlaust kjúklingakjöt í réttinn, t.d. læri. Meira
Taílenskur kjúklingur með kókos og jarðhnetusmjöri
Uppskriftir | vinotek.is | 11. janúar

Taílenskur kjúklingur með kókos og jarðhnetusmjöri

Yndislegur kjúklngur með taílensku yfirbragði þar sem kókósmjólk og hnetusmjör gefa mikið og gott bragð. Ómissandi líka að hafa fínt saxaðan kóríander með. Meira
Hildigunnur bloggar – Rósmarín- og hvítlaukspasta
Uppskriftir | vinotek.is | 7. janúar

Hildigunnur bloggar – Rósmarín- og hvítlaukspasta

Eftir jólin er kominn tími á að slaka á í steikunum (klisjur hvað?) og þetta pasta er ekki sérlega dýrt, einfalt og hreint ágætt. Samt svolítið smjör sem mætti væntanlega skipta út fyrir góða olíu. Meira
Grafin bleikja með sinnepssósu
Uppskriftir | vinotek.is | 4. janúar

Grafin bleikja með sinnepssósu

Það munu hafa verið norrænir sjómenn sem byrjuðu að “grafa” fisk á miðöldum með því að hjúpa fiskinn með kryddpækli og grafa í sandinn í flæðarmálinu. Grafinn lax er sígildur norrænn réttur en það má líka grafa fleiri fiska eins og til dæmis bleikju. Algengast er að nota dil, sykur og salt þegar lax er grafinn en það má líka nota fleiri krydd. Meira
Rjúpa með klassískri sósu
Uppskriftir | vinotek.is | 21. desember

Rjúpa með klassískri sósu

Rjúpan er eftirsótt villibráð og hefur löngum verði á borðum okkar Íslendinga fyrir jólin. Hefðbundna leiðin er sú að sjóða rjúpurnar lengi heilar. Okkur finnst hins vegar hæfa þessu frábæra hráefni miklu betur að skera bringurnar frá og steikja. Meira
Ítalskur hátíðarkjúklingur
Uppskriftir | vinotek.is | 14. desember

Ítalskur hátíðarkjúklingur

Þótt að rautt kjöt tengist oft okkar hátíðarhefðum á það sama ekki við alls staðar. Á Ítalíu er t.d. algengt að bera á borð fisk eða kjúklingarétti í tengslum við kristilegar hátíðir á borð við jól og páska. Hér er ítölsk uppskrift að hátíðarlegum kjúkling. Í upprunalegu uppskriftinni er notað þurrt Marsala, sem að er styrkt vín frá Sikiley. Þess í stað notum við blöndu úr þurru sérrí og hvítvíni. Það væri líka hægt að nota þurrt hvítt Vermouth ásamt ... Meira
Rósakál með parmesan og hvítlauk
Uppskriftir | vinotek.is | 7. desember

Rósakál með parmesan og hvítlauk

Rósakál er vinsælt vetrargrænmeti og hentar vel sem meðlæti með margskonar réttum. Það á vel við margskonar kjötrétti, hvort sem er lambakjöt eða villibráð á borð við gæs og hreindýr. Meira
Síða 5 af 79