Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Hollandaise-sósa
Uppskriftir | vinotek.is | 6. mars

Hollandaise-sósa

Franska eldhúsið byggir mikið á grunnuppskriftum sem hægt er að teygja og toga á margvíslega vegu. Þannig byggir klassíska franska eldhúsið á fimm sósum sem eru grunnurinn að mörgum öðrum. Upphaflega var það kokkurinn Careme sem setti saman listann en það var Auguste Escoffier sem að fullkomnaði hann og bætti við fimmtu sósunni – Hollandaise. Meira
Kjötbollur úr kálfakjöti með sítrónu
Uppskriftir | vinotek.is | 1. mars

Kjötbollur úr kálfakjöti með sítrónu

Ítalskar kjötbollur eru hvað bestar ef í þær er notað kálfakjöt. Kálfahakk er sjaldséð í íslenskum kjötborðum en það er hægt að nota hvaða kálfakjöt sem er og hakka niður sjálfur. Það tekur ekki margar mínútur. Þessar ítölsku kjötbollur eru bragðbættar með smá sítrónuberki, parmesan og steinselja. Meira
Risotto með chorizo og kjúkling
Uppskriftir | vinotek.is | 25. febrúar

Risotto með chorizo og kjúkling

Risotto er magnað fyrirbæri. Rétt eins og með pasta er hægt að gera það í óteljandi útgáfum. Og þótt risotto sé með því (norður) ítalskasta sem hægt er að finna má vel nota spænsk hráefni á borð við chorizo-pylsur. Þetta er mjög bragðmikið risotto með rósmarín, chorizo, kjúkling og tómötum bökuðum í balsamikediki. Meira
Andarbringur með perum
Uppskriftir | vinotek.is | 23. febrúar

Andarbringur með perum

Önd með ávöxtum er að finna í eldhúsi margra þjóða Evrópu og ekki síst í Mið-Evrópu þaðan sem þessi uppskrift er komin er fyrir því löng hefð allt aftur á miðaldir eða lengur að elda öndina með þessum hætti. Hér eru það perur sem gefa sýru og sætu í réttinn. Hann nýtur sín allra best með því að nota perubrandí á borð við Poire Williams í sósuna en það má einnig nota venjulegt brandí, koníak eða jafnvel dökkt romm. Meira
Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu
Uppskriftir | vinotek.is | 20. febrúar

Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu

Einföld sósa með hvítvíni, steinselju og frönsku Dijon-sinnepi gefur grísakótilettunum franskt yfirbragð í þessari fljótlegu og einföldu uppskrift. Meira
Grísasamloka – Pulled Pork
Uppskriftir | vinotek.is | 16. febrúar

Grísasamloka – Pulled Pork

Hægeldað grísakjöt sem síðan er “tætt” í sundur áður en það er borið fram er kallað “pulled pork” í Bandaríkjunum og til í fjölmörgum mismunandi útgáfum eftir ríkjum. Í Tennessee er hefðin sú að blanda kjötinu saman við BBQ-sósu og bera fram í brauði líkt og hamborgara. Þetta hefur verið kallað grísasamloka á íslensku og var einn vinsælasti rétturinn matseðli Hard Rock Café í Kringlunni hér í den. Meira
Farro með steiktu blómkáli og pancetta
Uppskriftir | vinotek.is | 16. febrúar

Farro með steiktu blómkáli og pancetta

Margir hafa fordóma gagnvart blómkáli sem er miður enda frábært hráefni. Kannski má rekja það til þess að við venjum því soðnu. Á Ítalíu og víðar um Miðjarðarhafið er það hins vegar oftast steikt eða bakað með ólífuolíu sem breytir bragði þess – gerir það hnetukenndara. Við gerum það einmitt hér og blöndum saman við ítalskt beikon (pancetta) og farro. Það má nota venjulegt beikon í staðinn fyrir pancetta og bygg í staðinn fyrir farro. Gott meðlæti t.d. með grilluðu ... Meira
Ítölsk grænmetissúpa
Uppskriftir | vinotek.is | 10. febrúar

Ítölsk grænmetissúpa

Klassísk ítölsk grænmetissúpa með baunum þar sem að pancetta og fennel gefa aukna dýpt og bragð. Þetta er matarmikil og góð vetrarsúpa. Meira
LKL-kjúklingur með Chorizo
Uppskriftir | vinotek.is | 9. febrúar

LKL-kjúklingur með Chorizo

Það er mikill fengur að því að geta fengið spænskar Chorizo-pylsur í búðum og þær er hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Það er einmitt Chorizo sem gefur mesta bragðið í þessum rétti ásamt indónesíska chilimaukinu Sambal Oelek, sem einnig má fá í flestum verslunum. Við mælum með því að nota heilar Chorizo sem þú skerð sjálfur niður í grófa bita fremur en Chorizo sem búið er að skera niður í áleggssneiðar. Bragðmikill réttur í anda LKL. Meira
Kjúklingur með ítalskri fyllingu
Uppskriftir | vinotek.is | 4. febrúar

Kjúklingur með ítalskri fyllingu

Góðgæti úr ítalska eldhúsinu, pancetta og pecorino er hér notað ásamt spínati til að gera kjúklng að algjörum veislumat. Meira
Síða 5 af 73