Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Smassað smælki
Uppskriftir | vinotek.is | 8. júlí

Smassað smælki

Það á við um kartöflur eins og annað að eftir því sem að þær eru nýrri eru þær betri. Og best er auðvitað nýupptekið smælki. Það er hægt að gera margt við kartöflur og hér er ein frábær leið til að leyfa nýjum kartöflum að njóta sín til fulls. Meira
Klassískur parmesankjúklingur “parmigiana”
Uppskriftir | vinotek.is | 1. júlí

Klassískur parmesankjúklingur “parmigiana”

Ítalska eldhúsið á marga rétti sem eldaðir eru með tómatasósu og parmesanosti og eru þá yfirleitt nefndir “parmigiana”. Hvaðan þeir koma upphaflega er ekki alveg öruggt en íbúar bæði Kampaníu og Sikileyjar gera tilkall til þess að hafa fundið þessa aðferð upp. Réttir eldaðir “parmigiana” hafa síðan færst með innflytjendum um allan heim og eru vinsælir t.d. í Bandaríkjunum og Ástralíu. Þar er til dæmis Parmesankjúklingurinn eða “Chicken Parmigiana” einstaklega vinsæll. Kjúklingur í parmesanraspi bakaður í tómatasósu og með mozzarella-osti ... Meira
Dillkartöflur
Uppskriftir | vinotek.is | 30. júní

Dillkartöflur

Kartöflur og kryddjurtir eru fínasta samsetning og þessar dillkartöflur eru tilvalið meðlæti með bæði kjöti og fiski. Þær eru til að mynda hreinasta afbragð með grillaðri bleikju eða laxi. Meira
Kjúklingur grænu gyðjunnar
Uppskriftir | vinotek.is | 30. júní

Kjúklingur grænu gyðjunnar

Græna gyðjan eða “Green Goddess” er salatsósa sem náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum á síðustu öld. Eiginlega er þetta tilbrigði við klassíska franska “sauce au vert” eða græna sósu sem að upphaflega var sköpuð af kokki við hirð Loðvíks þrettánda. Sagan segir að Græna gyðjan hafi fyrst verið sett á borð í matsal Palace-hótelsins í San Francicsco árið 1923 og síðan hefur hún borist víða. Þetta er ennþá afskaplega fín dressing fyrir salöt en ekki síður góð sósa (með bleikju ... Meira
Hamborgari “Caprese”
Uppskriftir | vinotek.is | 27. júní

Hamborgari “Caprese”

Caprese eða salat að hætti íbúa Capri er líklega þekktasta salat Ítala og óhemju vinsælt um allan heim. Samsetningin er sáraeinföld, tómatar, mozzarella, basil og ólífuolía. Uppskrift að klassísku Caprese finnið þið hér: Meira
Sinnepsmarineraðar lambakótilettur
Uppskriftir | vinotek.is | 22. júní

Sinnepsmarineraðar lambakótilettur

Þetta er bragðmikil og örlítið sæt BBQ-sósa sem er tilvalin á lambakótilettur en má auðvitað líka nota fyrir t.d. lærissneiðar eða sirloin Meira
Saltfiskur í saffranrisotto
Uppskriftir | vinotek.is | 19. júní

Saltfiskur í saffranrisotto

Spánverjar og Ítalir eru snillingar í saltfiski og hér er matarhefðum þessara tveggja matarmenningarþjóða splæst saman í unaðslegum saltfiskrétti þar sem saffran gefur undirliggjandi bragð og mascarpone og parmesan gefa réttinum rjómakennda mýkt. Meira
Butterfly-kjúklingur með chili og lime
Uppskriftir | vinotek.is | 15. júní

Butterfly-kjúklingur með chili og lime

Það eru margar aðferðir sem koma til greina þegar grillaður kjúklingur er annars vegar. Ef þið eigið grilltein er það auðvitað tilvalin leið fyrir heilan kjúkling en uppskriftir fyrir kjúkling á teini eru hér. Einhver fljótlegasta og þægilegasta leiðin er hins vegar að skera kjúklinginn í butterfly og grilla síðan. Leiðbeiningar fyrir þá aðferð finnið þið hér. Þegar búið er að skera/klippa kjúklinginn er þessi kryddblanda gerð: rifinn börkur af einni lime pressaður safi úr 1 lime 1 dl ólífuolía ... Meira
Cemitas – mexíkósk hamborgarabrauð
Uppskriftir | vinotek.is | 3. júní

Cemitas – mexíkósk hamborgarabrauð

Cemitas eru bollur frá Puebla í Mexíkó sem eru eins konar blanda af venjulegum brauðbollum og brioche sem njóta mikilla vinsælda ekki bara í heimalandinu heldur einnig í Bandaríkjunum. Cemitas-samlokur eru gjarnan með einhvers konar kjöti, t.d. kjúklingi eða svínakjöti, oft krydduðu með chilisósu og síðan sneiðum af avókadó. Í Bandaríkjunum hafa Cemitas ekki síður getið sér orð fyrir að vera einstaklega góð sem hamborgarabrauð og þau eru líka góð með Pulled Pork samlokum. Meira
Grillaður Halloumi með Quinoa-salati
Uppskriftir | vinotek.is | 2. júní

Grillaður Halloumi með Quinoa-salati

Halloumi er ostur frá Kýpur sem hefur verið afskaplega vinsæll á Norðurlöndunum sem minnir svolítið á þéttan og saltan mozzarellaost. Norður á bóginn barst hann fyrst með grískum innflytjendum en æ fleiri hafa uppgötvað eiginleika Halloumi. Osturinn er mjög þéttur raunar það hátt bræðslumark að hægt er að grilla hann eða steikja án þess að hann leki niður og bráðni. Það eru ekki síst grilleiginleikar Halloumi sem hafa aflað ostinum vinsælda en ost þennan má fá í kæliborðum flestra betri ... Meira
Síða 5 af 76