Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Kínverskar núðlur – Lo Mein
Uppskriftir | vinotek.is | 22. maí

Kínverskar núðlur – Lo Mein

Lo Mein er núðluréttur úr kantónska eldhúsinu sem nýtur mikilla vinsælda í kínversk-bandaríska eldhúsinu og er fastur liður á mörgum kínverskum veitingahúsum á Vesturlöndum. Uppistaðan er snöggsteikt grænmeti (sem hægt er að setja saman á margvíslega vegu), sósa úr soja, sesamolíu og stundum ostrusósu og núðlur. Síðan er auðvitað hægt að blanda saman við pönnusteiktu kjúklingakjöti, risarækjum og jafnvel humar. Meira
Fullkomnar franskar
Uppskriftir | vinotek.is | 18. maí

Fullkomnar franskar

Franskar kartöflur eru hugsanlega ekki franskar að uppruna. Uppruni þeirra er ekki alveg ljós en sterk rök hafa verið færð fyrir því að þessi aðferð við að elda kartöflur, skera þær í litla bita og djúpsteikja sé upprunnin í Belgíu en ekki Frakklandi. Þá eru jafnvel kenningar uppi um að það hafi verið Spánverjar sem hafi byrjað að djúpsteikja kartöflur en þangað bárust kartöflur fyrst á sínum tíma frá Ameríku. Meira
Steik og franskar með Béarnaise – “Steak Frites”
Uppskriftir | vinotek.is | 18. maí

Steik og franskar með Béarnaise – “Steak Frites”

Líklega er ekki til það brasserie í Frakklandi sem ekki er með “steak frites” á matseðlinum sínum og þá oftar en ekki með Béarnaise-sósu, má segja að þetta sé einn af þjóðarréttum Frakka. Þetta er ein af þessum sígildu og fullkomnu samsetningum sem aldrei klikka – ef passað er upp á að hráefnin séu góð. Og það eru ekki bara Frakkar sem elska þessa samsetningu, um allan hinn vestræna heim hefur steikin með frönskum sinn fasta sess. Meira
Víetnamskar grísakótilettur á grillið
Uppskriftir | vinotek.is | 17. maí

Víetnamskar grísakótilettur á grillið

Víetnamskar grísakótilettur eða Suon Nong eru frábærar á grillið eftir að hafa legið í lemongrass-marineringunni. Þær eiga að vera mjög þunnar og því þarf að berja þær aðeins til með kjöthamri eða þá að biðja starfsfólkið í kjötborðinu um að skera niður mjög þunnar sneiðar. Meira
Taco bleikja með Guacamole-sósu
Uppskriftir | vinotek.is | 14. maí

Taco bleikja með Guacamole-sósu

Þessi uppskrift er eins konar tilbrigði við tex mex-eldhúsið þó að aðalhráefnið sé ekki hefðbundið á þeim slóðum. Bleikjan smellur vel að margvíslegum kryddsamsetningum og hér kryddum við hana með Taco-kryddblöndu og Chipotle-mauki áður en hún er grilluð. Það má líka allt eins nota laxaflök. Grillsósan með fylgir sama stefi – köld sósa í guacamolestíl með sýrðum rjóma. Meira
Unaðslegt kartöflusalat með grilluðum paprikum
Uppskriftir | vinotek.is | 11. maí

Unaðslegt kartöflusalat með grilluðum paprikum

Kartöflusalat getur verið svo unaðslega gott og fátt getur keppt við vel heppnað kartöflusalat með grillsteikinni. Í þessu salati notum við fullt af ítölsku hráefni, sólþurrkaða tómata, grillaðar paprikur og flatlaufa steinselju. Meira
Pasta með kálfaragú
Uppskriftir | vinotek.is | 30. apríl

Pasta með kálfaragú

Það sem við myndum kalla kjötsósu með pasta kalla Ítalír ragú. Þekktasta ragú-sósan er auðvitað ragú alla Bolognese en uppskrift að klassísku Spaghetti Bolognese má finna hér. Það er hægt að gera ragú með margvíslegu kjöti og að sjálfsögðu eru til nokkur afbrigði úr kálfakjöti. Kálfahakk má fá hjá hjálpsömum kjötborðum með smá fyrirvara (Melabúðin hefur reynst vel) og síðan er auðvitað hægt að kaupa hvaða kálfavöðva sem er og hakka hann niður. Meira
Pizza með Merguez og geitaosti
Uppskriftir | vinotek.is | 25. apríl

Pizza með Merguez og geitaosti

Það eru norður-afrískir tónar í þessari bragðmiklu pizzu. Merguez eru pylsur úr lambahakki sem eru mjög vinsælar í Alsír, Túnis og Marokkó. Þær eru ekki seldar hér en með því að blanda lambahakki saman við krydd náum við rétta bragðinu. Ef þið finnið ekki lambahakk er minnsta mál að kaupa kjötbita og hakka sjálfur. Harissa er norður-afrískt chlimauk sem fæst í flestum stórmörkuðum. Meira
Lambahryggur fylltur með sólþurrkuðum tómötum og feta
Uppskriftir | vinotek.is | 18. apríl

Lambahryggur fylltur með sólþurrkuðum tómötum og feta

Þrátt fyrir að fátt sé algengara í íslenskum kjötborðum en lambakjöt er ekki hefð fyrir því að vinna mikið úr kjötinu. Hryggurinn er sneiddur niður í kótilettur eða skipt upp í file og lundir. Það er hins vegar ekki algengt að sjá svokallaðar “lambakórónur” í kjötborðum þar sem snyrt hefur verið frá beinunum og fitan ofan á hryggnum jafnframt skorin af. Þessi aðferð er frönsk að uppruna og yfirleitt kölluð “frenching” eða “french trimming” á ensku. En það er með ... Meira
Hildigunnur bloggar – Indverskur rækjuréttur
Uppskriftir | vinotek.is | 16. apríl

Hildigunnur bloggar – Indverskur rækjuréttur

Þessi birtist fyrir langalöngu í Þjóðviljanum heitnum. Búin að elda hann oftar en ég hef tölu á. Naanbrauðin eru í sífelldri þróun reyndar, þessi á myndinni eru ættuð úr Matreiðslubók Nönnu og steikt á flatri pönnu frekar en í ofni en það má vel kaupa bara brauð hjá næsta indverska veitingahúsi ef maður nennir ekki að standa í að baka eða steikja. Meira
Síða 5 af 75