Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Saltfiskur í saffranrisotto
Uppskriftir | vinotek.is | 19. júní

Saltfiskur í saffranrisotto

Spánverjar og Ítalir eru snillingar í saltfiski og hér er matarhefðum þessara tveggja matarmenningarþjóða splæst saman í unaðslegum saltfiskrétti þar sem saffran gefur undirliggjandi bragð og mascarpone og parmesan gefa réttinum rjómakennda mýkt. Meira
Butterfly-kjúklingur með chili og lime
Uppskriftir | vinotek.is | 15. júní

Butterfly-kjúklingur með chili og lime

Það eru margar aðferðir sem koma til greina þegar grillaður kjúklingur er annars vegar. Ef þið eigið grilltein er það auðvitað tilvalin leið fyrir heilan kjúkling en uppskriftir fyrir kjúkling á teini eru hér. Einhver fljótlegasta og þægilegasta leiðin er hins vegar að skera kjúklinginn í butterfly og grilla síðan. Leiðbeiningar fyrir þá aðferð finnið þið hér. Þegar búið er að skera/klippa kjúklinginn er þessi kryddblanda gerð: rifinn börkur af einni lime pressaður safi úr 1 lime 1 dl ólífuolía ... Meira
Cemitas – mexíkósk hamborgarabrauð
Uppskriftir | vinotek.is | 3. júní

Cemitas – mexíkósk hamborgarabrauð

Cemitas eru bollur frá Puebla í Mexíkó sem eru eins konar blanda af venjulegum brauðbollum og brioche sem njóta mikilla vinsælda ekki bara í heimalandinu heldur einnig í Bandaríkjunum. Cemitas-samlokur eru gjarnan með einhvers konar kjöti, t.d. kjúklingi eða svínakjöti, oft krydduðu með chilisósu og síðan sneiðum af avókadó. Í Bandaríkjunum hafa Cemitas ekki síður getið sér orð fyrir að vera einstaklega góð sem hamborgarabrauð og þau eru líka góð með Pulled Pork samlokum. Meira
Grillaður Halloumi með Quinoa-salati
Uppskriftir | vinotek.is | 2. júní

Grillaður Halloumi með Quinoa-salati

Halloumi er ostur frá Kýpur sem hefur verið afskaplega vinsæll á Norðurlöndunum sem minnir svolítið á þéttan og saltan mozzarellaost. Norður á bóginn barst hann fyrst með grískum innflytjendum en æ fleiri hafa uppgötvað eiginleika Halloumi. Osturinn er mjög þéttur raunar það hátt bræðslumark að hægt er að grilla hann eða steikja án þess að hann leki niður og bráðni. Það eru ekki síst grilleiginleikar Halloumi sem hafa aflað ostinum vinsælda en ost þennan má fá í kæliborðum flestra betri ... Meira
Pizza með chorizo og kúrbít
Uppskriftir | vinotek.is | 30. maí

Pizza með chorizo og kúrbít

Kúrbítur eða zucchini er kannski ekki það fyrsta sem að manni dettur í hug sem álegg á pizzu. Þetta er hins vegar einstaklega góð blanda, sneiðar af bragðmikilli spænskri chorizo og kúrbít. Meira
Kínverskar núðlur – Lo Mein
Uppskriftir | vinotek.is | 22. maí

Kínverskar núðlur – Lo Mein

Lo Mein er núðluréttur úr kantónska eldhúsinu sem nýtur mikilla vinsælda í kínversk-bandaríska eldhúsinu og er fastur liður á mörgum kínverskum veitingahúsum á Vesturlöndum. Uppistaðan er snöggsteikt grænmeti (sem hægt er að setja saman á margvíslega vegu), sósa úr soja, sesamolíu og stundum ostrusósu og núðlur. Síðan er auðvitað hægt að blanda saman við pönnusteiktu kjúklingakjöti, risarækjum og jafnvel humar. Meira
Fullkomnar franskar
Uppskriftir | vinotek.is | 18. maí

Fullkomnar franskar

Franskar kartöflur eru hugsanlega ekki franskar að uppruna. Uppruni þeirra er ekki alveg ljós en sterk rök hafa verið færð fyrir því að þessi aðferð við að elda kartöflur, skera þær í litla bita og djúpsteikja sé upprunnin í Belgíu en ekki Frakklandi. Þá eru jafnvel kenningar uppi um að það hafi verið Spánverjar sem hafi byrjað að djúpsteikja kartöflur en þangað bárust kartöflur fyrst á sínum tíma frá Ameríku. Meira
Steik og franskar með Béarnaise – “Steak Frites”
Uppskriftir | vinotek.is | 18. maí

Steik og franskar með Béarnaise – “Steak Frites”

Líklega er ekki til það brasserie í Frakklandi sem ekki er með “steak frites” á matseðlinum sínum og þá oftar en ekki með Béarnaise-sósu, má segja að þetta sé einn af þjóðarréttum Frakka. Þetta er ein af þessum sígildu og fullkomnu samsetningum sem aldrei klikka – ef passað er upp á að hráefnin séu góð. Og það eru ekki bara Frakkar sem elska þessa samsetningu, um allan hinn vestræna heim hefur steikin með frönskum sinn fasta sess. Meira
Víetnamskar grísakótilettur á grillið
Uppskriftir | vinotek.is | 17. maí

Víetnamskar grísakótilettur á grillið

Víetnamskar grísakótilettur eða Suon Nong eru frábærar á grillið eftir að hafa legið í lemongrass-marineringunni. Þær eiga að vera mjög þunnar og því þarf að berja þær aðeins til með kjöthamri eða þá að biðja starfsfólkið í kjötborðinu um að skera niður mjög þunnar sneiðar. Meira
Taco bleikja með Guacamole-sósu
Uppskriftir | vinotek.is | 14. maí

Taco bleikja með Guacamole-sósu

Þessi uppskrift er eins konar tilbrigði við tex mex-eldhúsið þó að aðalhráefnið sé ekki hefðbundið á þeim slóðum. Bleikjan smellur vel að margvíslegum kryddsamsetningum og hér kryddum við hana með Taco-kryddblöndu og Chipotle-mauki áður en hún er grilluð. Það má líka allt eins nota laxaflök. Grillsósan með fylgir sama stefi – köld sósa í guacamolestíl með sýrðum rjóma. Meira
Síða 5 af 75