Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Lax með sinnepsgljáa
Uppskriftir | vinotek.is | 9. apríl

Lax með sinnepsgljáa

Laxinn er alltaf vinsæll á grillið og í þessari uppskrifter notaður gómsætur gljái með hlynsírópi og grófu sinnepi.. Réttinn má gera hvort heldur sem er í ofni eða á grilli. Meira
Romaine-salat í Sesarstíl
Uppskriftir | vinotek.is | 5. apríl

Romaine-salat í Sesarstíl

Romaine er grænmetistegund sem loksins er fáanleg hér á landi reglulega. Romaine er bragðmikið salat, gott og ekki spillir fyrir að það er með hollari grænum salötum. Hér er Romaine-salat með unaðslegri hvítlauksdressingu, sem er svolítið í “sesar”-stílnum. Ef þið viljið gera klassískt Caesar-salat þá finnið þið uppskrift af því hér. Meira
Pizza Bianca með ítalskri salami
Uppskriftir | vinotek.is | 4. apríl

Pizza Bianca með ítalskri salami

Það er alls ekkert alltaf þörf á að setja tómatasósu á pizzuna. Pizzur án sósu eru kallaðar Pizza Bianca eða hvítar pizzur og þetta er ein þeirra. Ítalska salami í sneiðum má fá í flestum stórmörkuðum en einnig má nota aðrar niðursneiddar ítalskar pylsur. Meira
Grillað lamb með basil og chili
Uppskriftir | vinotek.is | 29. mars

Grillað lamb með basil og chili

Lamb er hægt að krydda á óteljandi vegu áður en það er grillað. Hér er það chili og basil ásamt hvítlauk og sítrónu sem mynda kryddlöginn. Það er hægt að nota lærissneiðar, sirloin eða kótilettur. Meira
Orecchiette með kjúklingabollum
Uppskriftir | vinotek.is | 25. mars

Orecchiette með kjúklingabollum

Orecchiette er sú pastategund sem vinsælust er í Púglía syðst á Ítalíu. Nafnið mætti þýða sem “litlu eyrun” og það er nokkuð augljóst hvernig nafnið er tilkomið. Þessi pastategund minnir nefnilega óneitanlega töluvert á…lítil eyru. Meira
Hildigunnur bloggar: Marsipankaka með vínberjum
Uppskriftir | vinotek.is | 24. mars

Hildigunnur bloggar: Marsipankaka með vínberjum

Bakaði einu sinni sem oftar fyrir föstudagskaffið í Listaháskólanum. Í þetta skiptið varð gamall standard hjá okkur fyrir valinu. Reyndar bakar bóndinn þessa oftar en ég. Meira
Sikileyskt pasta – Busiate al pesto Trapanese
Uppskriftir | vinotek.is | 24. mars

Sikileyskt pasta – Busiate al pesto Trapanese

Sikiley er syðsta eyja Ítalíu og matargerðin er einföld, bragðmikil og undir margvíslegum áhrifum. Pesto Trapanese er ein þekktustu pastasósum Sikileyjar, eins konar pestó úr möndlum, hvítlauk og kryddjurtum. Trapanese er til í margvíslegum útgáfum en hér er stuðst við uppskrift úr bókinni Made in Sicily eftir Giorgo Locatelli. Hann er ítalskur að uppruna en fluttist til Bretlands. Þar sló hann í gegn með Zafferano og rekur nú Michelin-stjörnustaðinn Locanda Locatelli í London, sem er af mörgum telst vera besta ... Meira
Grillaðar grískar kótilettur með dilli og Tzatziki
Uppskriftir | vinotek.is | 23. mars

Grillaðar grískar kótilettur með dilli og Tzatziki

Lambakjöt og þá ekki síst grillað er mjög algengt í gríska eldhúsinu.Hér marinerum við kótilettur upp úr kryddlegi með fersku dilli (það er líka hægt að nota þurrkað) og hvítlauk. Gríska jógúrtsósan Tzatziki er auðvitað á sínum stað og hér bragðbætt með dilli. Meira
Ítölsk tómatasósa
Uppskriftir | vinotek.is | 18. mars

Ítölsk tómatasósa

Tómatasósa er grunnurinn að ótrúlega mörgum ítölskum uppskriftum og allar ítalskar húsmæður eiga sína uppskrift af sinni fullkomnu tómatasósu eða sugo di pomodoro- stundum kallaðar marinara-sósur. Við notum tómatasósur mikið í uppskriftunum okkar, þær eru notaðar í pastaréttum á pizzur og á margvíslegan annan hátt. Meira
Klassískar hreindýrabollur með rjómasósu
Uppskriftir | vinotek.is | 9. mars

Klassískar hreindýrabollur með rjómasósu

Hreindýrahakkið má nota í ýmislegt og þá ekki síst í gómsætar hreindýrabollur. Hér er klassísk uppskrift að slíkum bollum þar sem villibráðabragð hreindýrsins nýtur sín til fulls með einiberjum og öðrum kryddum ásamt mildri rjómasósu sem dregur fram bragð þeirra. Meira
Síða 5 af 74