Þú ert hér: mbl.is > Smartland > Matur og vín > Uppskriftir

Uppskriftir frá vinotek.is

→ Sjá einnig síðuna með öllum uppskriftum og uppskriftaleit

Fullkomlega skotheldar brúnaðar kartöflur
Uppskriftir | vinotek.is | 27. desember

Fullkomlega skotheldar brúnaðar kartöflur

Brúnaðar kartöflur hafa verið fastur liður á diskum Íslendinga í að minnsta kosti öld, eflaust eitthvað lengur. Hver fjölskylda hefur sinn hátt á en af einhverjum ástæðum er ekki mikil umræða um það hvernig best sé að brúna kartöflur. Það er hins vegar ekkert sjálfgefið hvernig á að gera þetta. Á að setja sykurinn fyrst? Smjörið fyrst? Þar greinir Leiðbeiningarstöð heimilanna og Helgu Sigurjóns til dæmis á. Meira
Foie Gras snittur með púrtvíni
Uppskriftir | vinotek.is | 27. desember

Foie Gras snittur með púrtvíni

Foie Gras er eitthvert mesta góðgæti sem Frakkar þekkja, feit og unaðsleg gæsa- eða andalifur. Yfirleitt er hún seld niðursoðin, annaðhvort heil eða maukuð í kæfu. Foie Gras er hægt að nota á margvíslega vegu. Það er til dæmis tilvalið að smyrja henni á sneiðar af niðurskornu baguette-brauði. Það þarf í sjálfu sér ekki mikið meira en hér er dæmi um hvernig hægt er að breyta slíkum snittum í glæsilegan “amuse bouche” með fordrykknum. Meira
Pasta með rósakáli, valhnetum og beikoni
Uppskriftir | vinotek.is | 26. desember

Pasta með rósakáli, valhnetum og beikoni

Rósakál er oftast notað sem meðlæti með kjöti. Það er hins vegar hægt að gera ýmislegt úr því. Þetta pasta er lygilega gott og við mælum með því að nota ítalskt pancetta í staðinn fyrir beikon en það fæst t.d. í ostaborðinu í Hagkaup í Kringlunni. Meira
Jólagæs fyllt með eplum og sveskjum
Uppskriftir | vinotek.is | 22. desember

Jólagæs fyllt með eplum og sveskjum

Gæs hefur ekki verið fyrirferðarmikil á jólaborðum Íslendinga ef frá er skilin íslenska villigæsin. Aligæsin er hins vegar allt annað fyrirbæri, þetta eru stórir og miklir fuglar sem gott er að elda með fyllingu. Það að fylla fugla með ávöxtum er aldagamall evrópskur siður sem rekja má allt aftur til miðalda og fyllt gæs er sígildur jólamatur víða í Evrópu, t.d. á Bretlandseyjum og á Norðurlöndunum. Það má fá gæsir í flestum stór mörkuðum. Meira
Mjólkureldað grísakjöt með pasta
Uppskriftir | vinotek.is | 20. desember

Mjólkureldað grísakjöt með pasta

Grísakjöt eldað i mjólk er einn af hinum dæmigerðu réttum Norður-Ítalíu. Stundum er kjötið eldað og skorið niður. Hér maukeldum við það og breytum mjólkursoðinu í unaðslega pastasósu sem að langelduðu grísakjötinu er blandað saman við. Það er hægt að nota stórt hnakkastykki, hryggjarstykki eða bóg á beini. Meira
Duchesse kartöflur
Uppskriftir | vinotek.is | 9. desember

Duchesse kartöflur

Duchesse kartöflur er klassískur franskur kartöfluréttur. Á frönsku heitir rétturinn pommes de terre duchesse eða kartöflur greifynjunnar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókinn réttur, kartöflumús sem er sprautuð í toppa og siðan bökuð í smástund í ofni. Galdurinn á bak við vel heppnaðar duchesse felst í að nota eggjarauður – mikið af eggjarauðum. Þetta er glæsilegt og gott meðlæti með margvislegum veislumat. Meira
Nautalund með gráðostasósu og risotto
Uppskriftir | vinotek.is | 8. desember

Nautalund með gráðostasósu og risotto

Nautalund og gráðostur er klassísk samsetning og gjarnan er notaður ítalskur Gorgonzola-ostur í slíkar samsetningar. Íslenski gráðaosturinn hentar hins vegar ekki síður vel. Hér förum við alla leið og gerum bæði gráðostarisotto og gráðostasósu. Auðvitað er líka hægt að fara hálfa leið og láta annað hvort sósuna eða risotto duga. Meira
Chili con carne
Uppskriftir | vinotek.is | 5. desember

Chili con carne

Chili con carne eða “chili með kjöti” er kássa úr nautakjöti, chili, baunum og tómötum ásamt kryddum sem þróaðist fram hjá landnemum í suðvesturhluta Bandaríkjanna á nítjándu öld. Chili con carne er hin “opinberi réttur” Texas-ríkis samkvæmt samþykkt ríkisþingsins frá 1977. Meira
Pizza með bökuðum tómötum
Uppskriftir | vinotek.is | 29. nóvember

Pizza með bökuðum tómötum

Sósa úr tómötum er auðvitað notuð á flestar pizzur. Hér er sósan hins vegar gerð með því að baka tómatana ásamt kryddjurtum og hvítlauk og útkoman er algjörlega himnesk. Meira
Jólaönd danska sendiherrans
Uppskriftir | vinotek.is | 25. nóvember

Jólaönd danska sendiherrans

Fyllt önd er hinn sígildi jólamatur Dana og yfirleitt samanstendur fyllingin af sveskjum og eplum. Fyrir mörgum árum rákumst við á viðtal við þáverandi sendiherrahjón Dana á Íslandi þar sem þau gáfu uppskrift að önd fylltri með kartöflum. Við fundum þessa gömlu úrklippu og ákváðum að reyna hana en bættum raunar sveskjunum við. Meira
Síða 5 af 70