c

Pistlar:

6. júní 2012 kl. 22:55

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

6 leiðir til að verða betri fyrirmynd

healthy_boydad.jpgEf þú ert foreldri gegnir þú gríðarlega mikilvægu hlutverki.  Þú mótar lífsvenjur barna þinna.  Þú hefur áhrif á venjur þeirra á margvíslegan hátt.  Matvælin sem þú hefur á boðstólum á heimilinu, hvað þú borðar, hvort og hversu oft þú hreyfir þig og hvernig þú hugsar um að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu.  Foreldrar hafa áhrif á hreyfingu og íþróttaiðkun barna sinna með því að skapa þeim tækifæri, stuðning og hvatningu.  Hlutverk okkar foreldra er mikilvægt.

Það sem þú ERT sem foreldri hljómar svo hátt að það sem þú SEGIR heyrist ekki.

Viltu að barnið þitt verði hraustur og heilbrigður einstaklingur í framtíðinni, vanur því að borða hollan mat,  hreyfa sig reglulega og stunda almennt heilbrigt líferni?   Fordæmi þitt spilar þar lykilhlutverk.

Hér eru 6 góð ráð til að verða betri fyrirmynd.

1. Sýndu börnunum að þú nýtur þess að borða fjölbreytta holla fæðu daglega.

2.  Reyndu eftir fremsta megni að viðhalda þeirri venju að fjölskyldan borði saman flest kvöld vikunnar.

3. Drekktu vatn við matarborðið með fjölskyldunni.

4. Þú stýrir því hvað er keypt af matvælum inn til heimilisins.  Leitaðu upplýsinga um hollt fæði ef þú ert ekki viss.  Nýjustu upplýsingar er t.d. að finna hér

5. Hreyfðu þig flesta daga vikunnar.  Það er hollt og ánægjulegt fyrir þig og fjölskylduna þína.

6. Það getur reynst þrautinni þyngri að breyta venjum.  Sýndu börnunum hvernig hægt er að breyta venjum með því að byrja með lítil raunhæf markmið sem hægt er að ná og viðhalda.