c

Pistlar:

6. júní 2013 kl. 11:40

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Allir á róló!

Ég hef verið ótrúlega heppin með leikskóla barnanna okkar og dáðst að góðu starfi þeirra. Ég sat á kynningu hjá nýjum leikskóla, í vikunni, sem drengurinn okkar er að fara á og hugsaði með mér "en hvað ég vildi að ég væri að fara í leikskóla..." Ég er víst fjörtíu og sex ára og kemst ekki inn á leikskóla en ég get hins vegar stuðlað að því að hver vinnustaður verði líkari leikskóla. Ástæðan er:

!) Allir fá kórónu þegar þeir eiga afmæli (og á þessum leikskóla flagga þeir með leikskólastjóranum..), mynd af sér frammi á sal og söng sér til heiðurs.

2) Matardagskráin er fyrirfram skipulögð með heimabökuðu brauði.

3) Skapandi starf er í öndvegi þar sem hvert og eitt barn fær að njóta sinna styrkleika.

3) Kennararnir spyrja opinna spurninga um barnið og læra af því hvernig á að eiga bestu samskiptin við þau.

4) Það er reglulega dansað.

5) Það er reglulega sungið.

6) Það er reglulega farið út í náttúruna.

7) Umhverfið er gert sem fallegast og skipt um reglulega

8) Hver og einn er látin gera sína persónumöppu þar sem eru myndir af börnunum og foreldrum, ömmum og öfum og fjallað um barnið sjálft. Bæði foreldrar og kennarar skrifa og skrá sögu barnsins.

 Á heildina litið þá gæti vinnustaðurinn lært að sýna hverjum og einum athygli og skrá það niður. Við köllum það hæfinsmat í stjórnun. Stjórnendur gætu sýnt hæfni í að ýta undir skapandi starf með því að gera alltaf eitthvað sem fær fólk til að skipta um heilahvel (vinstra heilahvel er það sem leysir hið óleysanlega...) og starfsmenn væru ekki svona þreyttir og teygðir ef þeir dönsuðu aðeins í vinnunni svo ég tali nú ekki um að fara saman út og skapa saman. Hver og einn fengi kórónu á afmælisdeginum og fyndi þar með hversu miklu máli hann eða hún skiptir á vinnustaðnum.

Í grunninn þá er það málið að hver og einn finni til sín og vitið að starf sitt skiptir máli og að hópurinn, og stjórnandinn, kunni að meta það sem starfsmaðurinn hefur fram að færa. Kryddið það með sjálfstæði og sköpun og þá erum við komin með vinningsuppskiftina! Góður vinnustaður laðar að sér besta fólkið.

Lærum af leikskólunum!