c

Pistlar:

27. september 2013 kl. 20:54

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Hann mun ekki breytast

Í bók um kvenheilann, fjallar Louann Brizendine um kvenheilann. Bókin hefur opnað augu mín fyrir ýmsu...

 Öll fóstur eru til að byrja með kvenkyns en í kringum 18-21 viku af meðgöngu kemur alda testrósteróns sem breytir samsetningu á drengjaheilum (ég vissi að þeir væru öðruvísi....)  Kvenheilinn heldur áfram að þróa samskipta- og nærandi (e.nurturing) stöðvar heilans. Þegar stúlkur fæðast eru þær með eðlislæga hæfni til að  lesa andlit, tilfinningar og blæbrigði raddar. Stúlkur hafa því, strax á fyrsta degi, hæfni til að horfa á andlit móður (og þeirra sem horfa beint á hana). Strákar eru líklegri til að festa augu á því sem er á hreyfinu. Þegar stelpur verða tveggja til tveggja og hálf ára gamlar kemur alda estrógen inn í systemið og þær verða ákveðnari. Eftir það er hormónapása fram að kynþroskaskeiði. Flestar stúlkur, frá 2 og hálfs fram til sirka 9.ára ganga þá inn í rólegheita tíma sem einkennist af því að tengjast öðrum stúlkum í leik sem oft byggir á samskiptahæfni þeirra. Samningaviðræður einkennast af .. "okkas.., viltu vera memm..."(strákarnir eru úti að keppa og rífa af hvor öðrum, með hávaða og læti...)

Þegar kemur að kynþroskaskeiði þá fá stelpur áhuga á því hvernig þær líta út (útskýrir af hverju klósett á heimilium unglingsstúlkna eru ávallt upptekin.) Brizendine gengur svo langt að halda því fram að það skipti engu máli hvort það séu þvengmjóar ofurfallegar konur framan á tímaritum, unglingsstúlkur séu prógrammaðar af heilanum til að gera tvennt: Hugsa um útlit sitt og tengjast vinkonum sínum. Þær búa oft til klíkur og geta ekki verið án þess að tala við hvor aðra tímunum saman. Kemur í ljós að þau börn sem lifa af í heilisbúa heiminum (sem stjórnar enn heila okkar) eru þar sem konur tengjast sterkum böndum. Strákar eru aðeins seinna en þeirra kynþroskaskeið einkennist af miklu testrasteróni, sem er nítjan sinnum hærra en hjá konum og nær hámarki um átján til nítján ára aldur. Þá einfaldlega geta þeir ekki hugsað um neitt annað en kynlíf (við vissum þetta svo sem..).

Nema hvað ... síðan taka við ár þar sem konur eru stöðugt með samviskubit yfir því að vera ekki nægilega góðar mæður (aftur er hin oftur næmi næringar- og samskiptahluti heilans að verki) og að vera ekki að standa sig á vinnumarkaði (hér er að verki tilhneiging kvenna til að hafa áhyggjur). Konur eru líkegri til að vera þunglyndar og daprar en karlar - allt er þetta heilanum að kenna (ekki endilega Honum..). Þegar karlar upplifa streitu þá vilja þeir meira kynlíf en þegar konur eru stressaðar vilja þær nánd (ég skil reyndar ekki hvernig náttúran gat gert þetta svona flókið..).

Bara svona af því að þessi pistill er að verða allt of langur þá er best að gera langa sögu stutta er það er ekki fyrr en eftir breytingasskeiðið sem konur fara að lifa lífinu á sínum eigin forsendum en ekki eftir forskrift heilans. Halló, þetta var allt prógrammer-að. 

Mæli með þessari bók - eitt gott ráð er að horfa á karlheilann eins og hann er og ekki gera ráð fyrir að hann breytist!

ps - Allt eru þetta meðaltöl og eiga ekki endilega við um alla