c

Pistlar:

15. apríl 2014 kl. 11:50

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Mitt hverfi

rusl.jpgReykjavíkurborg hefur verið með átak í gangi undir heitinu Mitt hverfi og farið fram á tillögum frá íbúum um hvernig fegra megi hverfið. Átakið er frábært, en þegar búið er að setja upp bekki og ruslatunnur þarf líka að losa þær. Þessi á meðfylgjandi mynd blasti líka við mér í svona ástandi í síðustu viku, þannig að eitthvað skortir upp á losun og hreinsun.

Reyndar er rusl mjög víða að sjá í borgarlandinu eins og alltaf eftir veturinn. Ánægjulegt er að Reykjavíkurborg skuli vera með það á stefnuskrá að blása til almenns hreinsunarátaks í borginni síðustu helgina í apríl, líkt og gert var þegar GRÆNN APRÍL stóð fyrir hreinstunarátakinu "Einn svartur ruslapoki". Borgarlandið kemur til með að líta svo miklu betur út þegar það hefur verið hreinsað.

Eitt er það sem stingur alltaf í augun og ekkert hreinsunarátak virðist geta máð út, en það eru sígarettustubbar sem reykingarfólki finnst allt í lagi að henda á götuna/jörðina hvar sem það er statt. Pappírinn utan um filterinn eyðist upp á svona ári, en filterinn eyðist bara alls ekki upp. Reykingarmenn bera því ábyrgð á því að koma í veg fyrir að sígarettustubbar skreytt umhverfið um ókomin ár.

Hugsum um umhverfið í GRÆNUM APRÍL svo og alla aðra mánuði.

Fylgstu með umhverfisátakinu GRÆNN APRÍL á Facebook

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira