c

Pistlar:

29. september 2014 kl. 18:33

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Prótín og innkaupalistar

img_6079.jpgÉg er þegar komin í smá æfingu fyrir CLEAN detox-prógrammið, þar sem ég er búin að vera í aðlögun í tæpa viku. Í CLEAN bókinni er talað um 3ja daga aðlögun og undirbúning svo umskiptin í fæðuvali verði ekki of mikil. Mér finnst nú meira eins og ég bara að borða það sem ég er vön að borða, en það eru viss áhersluatriði sem eru öðruvísi. Svo er líka gott að stilla hugann inn á það sem framundan er.

Undirbúningur er aðeins öðruvísi hér á landi en hjá þeim sem búa í Bandaríkjunum. Þeir geta keypt sér pakka með prótíndufti og bætiefnum, en við sem búum utan þeirra þurfum að styðjast við CLEAN bókina og aðlaga það sem þarf að nota því sem fæst á hverjum stað.

Ég er búin að skrifa niður lista yfir öll þau bætiefni sem ég þarf á að halda og renna í gegnum lista yfir uppskriftir að ýmis konar bústi sem hægt er að gera í morgun- og kvöldverð. Í CLEAN er ráðlagt að nota prótínduft úr hrísgrjónum, ekki mysuprótín. Ég fann það sem margir kalla flottasta prótínið á markaðnum í dag í Lifandi Markaði í Borgartúninu. Það er frá Pulsin' og er hrátt, glútenlaust, sojalaust, ekki úr erfðabreyttu hráefni og án bragð- og sætuefna. Ég prófa það í kvöld í möndlu- og herslihnetumjólk.

Hádegismaturinn er meginmáltíðin og ég þarf að ákveða hvað ég ætla að hafa fyrstu vikuna. Ég er þegar búin að velja máltíðirnar og innkaupalistinn er að verða tilbúinn. Á morgun er svo stóri innkaupadagurinn.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira