c

Pistlar:

23. desember 2014 kl. 8:30

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Hver með sinn sið

Það er svo dásamlegt að fylgjast með frásögnum fólks af jólasiðum heimilanna. Hver frásögn endurspeglar sérstöðu fjölskyldunnar, sem oft er sprottin af sérvisku einhvers innan hennar eða bara því að hlutirnir alltaf verið gerðir svona. Maður skyldi því fara varlega í að segja að allir geri eitthvað ákveðið um jólin, nema væntanlega að taka upp jólagjafir og hugsanlega að borða á sig gat.

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar verið fullir af skötuauglýsingum. Ég man ekki lengur hvort það var faðir minn eða móðir, sem ekki vildu borða skötu á Þorláksmessu. Man bara að ég var ekki alin upp við slíkt og því tók ég ekki þann sið með mér inn í mína fjölskyldu. Ég lærði hins vegar að gera saltfiskgratín eftir uppskrift frá tengdamóður minni heitinni og smátt og smátt varð það að Þorláksmessukvöldverði okkar.

Ég hef því í fjöldamörg ár eldað saltfiskgratín á Þorláksmessu og mun gera það í kvöld líka. Kannski ég heiti bara í leiðinni á Þorlák hinn helga, sem ku vera góður til áheita.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira