c

Pistlar:

19. janúar 2015 kl. 13:53

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Er hægt að vera án sykurs?

Þetta er örugglega spurning sem margir velta fyrir sér. Álíka margir gera sér ekki gerin fyrir að við breytum ótal matartegundum í sykrunga þegar við tyggjum þær, svo við þurfum ekki að borða hvítan sykur til að svala sykurþörf líkamans. Sykurinn má fá úr sætum berjum og ávöxtum og úr góðu grænmeti. Ef þú vilt prófa hvort þetta er hægt getur þú tekið þátt í ókeypis sykurlausri áskorun næstu þrjár vikurnar.

Reyndar hófst 21 dags sykurlausa áskorunin hjá henni Júlíu heilsuráðgjafa hjá Lifðu til fulls í dag – en það má alltaf SKRÁ sig fyrir lok dags og vera með og bæta svo einum degi við í lokin til að þeir verði í heildina 21 dagur.

Ég efa ekki að margir þeir sem taka áskorunina eiga eftir að finna mun á líkamlegri líðan og aukinni orku. Væntanlega eiga þeir líka eftir að fara í gegnum fráhvarfseinkennin sem fylgja því að hætta á þessu (fíkni)efni sem sykurinn er. Þeim fylgja yfirleitt líkamleg óþægindi, en þá er gott að gera sér grein fyrir því að þau eru ekki vegna nýja matarins sem verið er að neyta, heldur vegna úrgangs og eiturefna sem eru að losna úr líkamanum. Þau ná yfirleitt að hreinsast út á nokkrum dögum, svo mikilvægast er að hafa úthald út alla fyrstu vikuna. Eftir það verður þetta leikur einn.

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira