c

Pistlar:

18. apríl 2015 kl. 9:33

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Einn svartur ruslapoki

tiltekt_i_769_reykjanesbae.jpgÞað styttist í DAG JARÐAR, sem haldinn er hátíðlegur með umhverfisvendarátaki víða um heim þann 22. apríl næstkomandi. Sá dagur er reyndar síðasti vetrardagur hér á landi, svo næsta dag á eftir fögnum við sumarkomunni. Því er tilvalið að taka þátt í “einn svartur ruslapoki” átaksverkefni GRÆNS APRÍL sem tengt er DEGI JARÐAR. Verkefnið felst í því að taka sér svartan ruslapoka í hönd annan hvorn daginn og fá sér göngutúr um nærumhverfi sitt og hreinsa aðeins til með því að fylla einn svartan ruslapoka af því rusli sem liggur á víðavangi.

Hægt er að skrá sig formlega til þátttöku í verkefnið með því að smella á viðburðarboð GRÆNS APRÍL og senda svo inn myndir á Facebook síðuna til að sýna árangur verkefnisins. Þetta gæti orðið að sameiginlegu verkefni fjölskyldunnar og þar með aukið umhverfisvitund bæði barna og fullorðinna og mikilvægi þess að henda ekki rusli á víðavangi.

Annars fara hátíðahöld tengd alþjóðlegum DEGI JARÐAR þegar af stað í dag í Bandaríkjunum, þar sem blásið er til Global Citizen Day – eða dags allra íbúa heimsins – við minnismerkin í Washington í dag frá klukkan 11-17. Hægt er að fylgjast með því sem þar fer fram í gegnum streymi á Earth Day vefsíðunni.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira