c

Pistlar:

4. desember 2016 kl. 11:03

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Styrkjum líkamann

Ef það er einhvern tímann ástæða til að taka inn bætiefni til að styrkja líkamann, er það núna á dimmustu mánuðum ársins og undir því álagi, sem virðist fylgja jólahátíðinni hjá flestum. Við erum kannski ekkert svo stressuð yfir jólunum sjálfum, en við setjum okkur oft í klemmu vegna alls þess sem við ætlum að gera fyrir jólin. Þá er gott að styrkja ónæmiskerfi líkamans með uppbyggjandi bætiefnum.

Ýmsir halda því fram að hægt sé að fá öll þau næringarefni sem við þurfum á að halda úr fæðunni, en rannsóknir sýna að svo er ekki. Notkun tilbúins áburðar og alls konar eiturefna í landbúnaði síðustu 60-70 árin hefur rýrt jarðveginn svo að í honum er t.d. einungis að finna þrjú af þeim 52 steinefnum sem þar þurfa að vera, eins og fram kemur í Food Matters heimildarmyndinni.

ÞRJÚ MIKILVÆGUSTU
Þótt á markaðnum sé mikið af bætiefnum sem hægt er að nota til að styrkja líkamann með, eru nokkur alhliða sem ég tek daglega og mæli óhikað með.

  • EVE fyrir konur og ADAM fyrir karlmenn eru einstaklega flottar alhliða vítamínblöndur frá NOW. Í þeim eru mörg nauðsynleg vítamín og steinefni, góður skammtur af B-12 í formi methylcobalamins sem er það besta, auk kvöldvorrósarolíu, joðs og fleiri bætiefna og þessar bætiefnablöndurnar eru án glútens, eggja og mjólkur.
  • Magnesíum & Calcium. Þessi magnesíumblanda frá NOW er með meira hlutfall af magnesíum eða 800 mg á móti minna hlutfalli 400 mg af kalki, sem er frábært að nota á álagstímum. Í blöndunni er einnig sink, sem bætir upptöku magnesíums og D3, svo þarna er allt í einu glasi. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir um 330 boðskipti í líkamanum og er jafnframt eitt af þeim efnum sem við eyðum upp undir álagi – og eru ekki allir undir einhverju álagi?
  • Omega 3-6-9 blandan frá NOW tryggir að líkaminn fái nægar olíur, sem meðal annars hafa góð áhrif á liði líkamans, húðina og styrkja hjarta- og æðakerfið.

Ef þér hættir til að fá kvef á þessum árstíma er ekki úr vegi að taka líka inn C-vítamín til að byggja upp varnir líkamans eða hraða batanum ef kvefið er þegar komið.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira