c

Pistlar:

19. desember 2016 kl. 11:01

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Bjargvættir jólanna

Það eru ýmsir sem hafa bjargað jólunum í gegnum tíðina, en nú geta bjargvættirnir verið meltingarensím frá NOW sem redda þeim fyrir þá sem eru með mjólkur- eða glútenóþol. Nú þegar rjómatímabil ársins er skollið á og brauðmeti og freistandi kökur sem aðeins sjást um jólin eru um allt, er oft erfitt að standast freistingarnar. Sé fallið fyrir þeim leiðir það hins vegar í mörgum tilvikum til ýmissa heilsufarsvandamála og veikinda sem flestir vilja forðast.

GEGN MJÓLKURÓÞOLI
Þeir sem vilja hvorki missa af rjómalöguðum jólagraut eða ís um jólin geta huggað sig við að til er bjargvættur, sem getur að öllum líkindum bætt meltingu þeirra og forðað þeim frá eftirköstunum sem óþoli fylgja. Ein helsta orsök mjólkuróþols er vangeta til að melta mjólkursykur sem kallast laktósi, en getur líka tengst erfiðleikum við að melta prótein og fitur sem eru í mjólkurvörum. Í Dairy Digest Complete frá NOW er BioCore Dairy Ultra
sem er blanda af ensímum, meðal annars próteasi eða próteinkljúf og lípasa, sem klýfur fituna í mjólkurvörum til meltingar. Dairy Digest inniheldur hvorki egg, hnetur né soja.

GEGN GLÚTENÓÞOLI
Glúten getur leynst víða, jafnvel í sósujafnaranum eða í einhverjum tilbúnum réttum jólanna og svo í brauði og kökum. Þeir sem eru með glútenóþol eiga yfirleitt erfitt með að melta glúten í kornmeti. Í Gluten Digest frá NOW er að finna BioCore
® sem er blanda af öflugum ensímum sem auðvelda meltingu á korni, meðal annars með DPP IV (Dipeptidyl peptidase IV). Þetta er einstök ensímblanda sem vinnur sérstaklega á prólínsamböndum sem eru í kornpróteinum. Í Gluten Digest er líka að finna próteasa og amýlasa, sem er mjölvakljúfur og vinnur á kolvetnasamböndum sem oft eru til staðar í kornmeti. Gluten Digest inniheldur hvorki mjólk, egg né soja, er ekki unnið úr erfðabreyttum vörum og er án glútens.

Best er auðvitað að forðast þær fæðutegundir sem valda óþoli eða ofnæmi, en sé freistingin svo mikil að fallið sé fyrir henni, er hægt að grípa til þessara bjargvætta, sem geta hugsanlega reddað jólunum.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira