c

Pistlar:

5. júlí 2016 kl. 22:03

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Haltu í hollustuna á ferðalögunum í sumar!

unspecified

Eitt af því sem ég er gjarnan spurð að er hvernig ég borða hollt þegar ég er á ferðalagi. Með stærstu ferðamannahelgi ársins að baki finnst mér upplagt að segja ykkur frá því hvernig ég huga að heilsunni þegar ég er á flakki.

Svar mitt við þessari spurningu er að þetta snýst fyrst og fremst um skipulag. Ég veit að það er ekkert sérstaklega spennandi svar en þú kemst fljótt upp á lagið með að skipuleggja þig og það gerir ferðalagið þúsund sinnum ánægjulegra. Ég tek það sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt til að viðhalda orku, góðri meltingu og vellíðan með mér.  Það leiðinlegasta sem ég veit er að fara í ferðalag og koma til baka þrútin, orkulaus og nokkrum kílóum þyngri. Ég gafst upp á því fyrir löngu og ég vona að greinin í dag og leiðarvísir minn auðveldi þér að velja hollt á flakkinu í sumar.

Það sem ég tek með mér í ferðalagið:

Chia fræ og hemp fræ – fyrir saðsaman graut

Grænt duft eða chlorella töflur

Grænir safar

Raw próteinstangir

Heimagerðir snarlpokar og kókosflögur

Orkukúlur

Epli og möndlusmjör

Jurta- eða grænt te

Hollt hrökkbrauð, vegan ostur og þurrkaðar ólífur

Ef þú nærð ekki að undirbúa þig fyrir ferðalagið er alltaf hægt að stoppa við á bensínstöð. Dæmi um holla kosti sem ég hef fundið eru: Hnetur (forðist súkkulaðihúðaðar útaf sykurmagni), Raw bar ef fæst, dökkt lífrænt súkkulaði, Fitnesspopp, hreinan Topp eða kristal (þeir bragðbættu innihalda sykur) og The Berry Company safar eða aðrir safar án viðbætts sykurs. 

Að viðhalda heilbrigði í sumar mun skila sér margfalt til baka hvað varðar vellíðan og orku. Allar tilögurnar hér eru hreinsunararvænar ef þú ert að fylgja 5 daga matarhreinsuninni okkar, sjá fyrsta daginn hér.

Deildu á Facebook og bjóddu vinum þínum að velja hollt með þér í sumar. Fylgstu með mér á ferð og flugi á Snapchat: lifdutilfulls  og Instagram!

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira