c

Pistlar:

12. janúar 2017 kl. 16:00

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2016!

Gleðilegt nýtt ár!

Með nýju ári finnst mér gott að gera tvennt. Hreinsa líkamann og líta til baka.

Síðustu daga hef ég notað 5 daga hreinsun mína til að hressa kropp­inn við eft­ir hátíðarn­ar. Kröft­ug­ hreinsun get­ur einmitt hjálpað við að minnka maga­mál, bjúg og syk­ur­löng­un. Þá byrja ég daginn á melt­ing­ar­gerl­um í töflu­formi,  fæ mér heitt vatn með sítr­ónu og fylgi svo 5 daga matseðli sem skilur líkamann alltaf eftir endurnærðari og léttari! Ef þú hefur áhuga getur þú smellt hér og fengið 1 dags matseðil og nýárstilboð!

Svo langar mig að deila með þér vinsælustu greinunum og uppskriftunum frá 2016. Þetta er flott tækifæri til þess að skoða þær greinar sem þú gætir hafa misst af, eða rifja upp þær bestu!

1. Plöntumiðað mataræði og Crossfit. Viðtal við Önnu Huldu.

Anna Hulda deilir því hvernig hún háttar mataræði sínu, áköfum æfingum og annríki lífsins.

 IMG_8356-1024x827

2. Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…

Fjórar saðsamar uppskriftir af chia graut sem einfalt er að útbúa og hafa meðferðis í nesti þegar þú þarft á orkuskoti að halda.

orkulaus seinnipartinn

3. Afmælistertan mín: Brownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!

Þriggja laga kaka, án unnins sykurs, glúteins og mjólkurafurða! Gerist ekki betri eftirréttur!

 brownie m

4. Marsipan konfekt

Aðeins þrjú innihaldsefni og enginn eldunartími! Þessi uppskrift var ein þeirra sem birtist í kökublaði Gestgjafans og sló þar verulega í gegn.

DSC_8955-1-1024x643

5. Drekktu þennan til að slá á sykurþörfina

Græni sykur-detox drykkurinn minn er ríkur af magnesíum, próteini og góðri fitu sem heldur sykurpúkanum burt.


DSC_nota-1024x609

 

 

 

 

 

 

6. Sjö hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur + spennandi tilkynning

Hefur þú velt því fyrir þér hvað þú gætir notað í stað sykurs? Hér er greinin sem hjálpar þér við það!

 2014-01-26-GoldenAmberHoneyEarthDrReeseHalter

 

 

 

 

 

 

7. Fimm sekúndna prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri

Hér sérð þú áþreifanleg einkenni sykurs, svo þú getur metið hvort þú þurfir á honum að halda eða ekki! Vertu með í næstu sykurlausu áskoruninni,  núna í janúar 2017! Smelltu hér til að skrá þig, ókeypis!

 5-sekúnda-prófið-sem-segir-þér-hvort-þú-þurfir-að-sleppa-sykri-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

8. Þrír æðislegir sumarkokteilar

Sykurlaus margarita, Endurnærandi mojito og Jarðaberja- og myntu sangria…

sumarkokteila

9. Höldum holl og góð jól! Dásamleg sætkartöflumús með ristuðum pecanhnetum

Uppskrift sem hentar bæði í hátíðarmat sem og hversdagsleikann!

shutterstock_376858213-copy-1-683x1024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10. Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!

Þessar hrákúlur gerðu allt vitlaust á samfélagsmiðlum, enda fljótlegir, einfaldar, án unnins sykurs og slá á sykur-og súkkulaðilöngun nær samstundis!

Chocolate-Chia-Balls-1


Ókeypis 14 daga sykurlaus áskorun fer að byrja!

Það er alveg að koma að áskoruninni sem beðið hefur verið eftir!  Smelltu hér til að skrá þig og vera með ókeypis.

Með skráningu í 14 daga áskorun færð þú uppskriftir, innkaupalista og stuðning til þess að hefja sykurminni lífsstíll! Við byrjum mánudaginn 30.janúar! Allar nánari upplýsingar hér.

Þar til næst hvet ég þig að stefna hátt og setja þig og heilsuna þína í forgang!

Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi

jmsignature

P.S.
Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun fer að byrja! Smelltu hér til að fara á forgangslistann!

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira