Pistlar:

28. júlí 2016 kl. 12:12

Kristín Linda (kristinlinda.blog.is)

Vegvísar og viska í boði fyrir þig til að bæta þig og þitt líf úr rannsóknum í jákvæðri sálfræði

Við erum svo dásamlega mannleg að það dugar okkur alls ekki að heyra eitthvað bara einu sinni. Við þurfum á reglulegri endurtekningu að halda til að einhver þekking, viska eða boðskapur síist inn í okkur og við náum að nýta gæðin sem í fræðunum felast fyrir okkur sjálf. Til að bæta okkur sem manneskjur, líf okkar, hugsun, hegðun og líðan.

Sem dæmi má nefna að við endurtókum eitt sinn aftur og aftur margföldunartöfluna þar til hún varð okkur tiltæk í huga og sá siður kirkjunnar að messa ávallt á sunnudögum snýst að einhverju leiti um að yfirfara aftur og aftur boðskapinn þar til hann verður þeim sem kjósa að sækja kirkju svo tiltækur og tamur að hann verður hluti af sannfæringu og lífsstíl. Á svipaðan hátt er snjallt fyrir þá sem það kjósa að nýta sér þekkingu og visku úr fræðasamfélaginu, úr sálfræði, heimspeki, félagsvísindum, mannfræði og læknisfræði svo eitthvað sé nefnt til að bæta líf sitt. Í nútíma þjóðfélagi er slík þekking bæði meiri og nær okkur en nokkru sinni og við hæfari en eitt sinn var að tileinka okkur hana með margskonar tækni á ýmsum tungumálum.

Gagnreynd þekking sem byggir á rannsóknum á lífi og líðan fólks er hornsteinn að því að tileinka sér skynsamlegan, hollan, gagnlegan, gefandi og skemmtilegan lífsstíl. Lífsviðhorf sem skilar okkur viðhorfi, getu og krafti til að verða í sífellu betri manneskjur, geta reynst öðru fólki vel og látið gott af okkur leiða á okkar hátt hvert á okkar sviði. Við erum öll mikilvæg. Við getum öll látið muna um okkur. Einmitt þess vegna skiptir máli að við tileinkum okkur ævina á enda gagnlega þekkingu og visku svo okkur sé unnt að beina okkur, okkar getu og verkum í sem allra vísasta og skynsamlegasta átt svo gagn sé að. Því fleiri sem láta gott af sér leiða í samfélagi mann því meiri líkur eru á að okkur takist að draga úr voðaverkum og hörmungum og vera hvort öðru og jörðinni góð á heimsvísu.

Nýtum okkur þekkingu fræðasamfélagsins aftur og aftur til að bæta okkur, líf okkar og líðan. Til dæmis með því að lesa, hlusta eða horfa á fræðimenn fjalla um það sem rannsóknir sýna að hjálpar fólki í raun að bæta líf sitt og líðan. Má þar til dæmis nefna viskubrunn jákvæðrar sálfræði. Með endurtekinni þekkingarleit og yfirferð öðlumst við smátt og smátt visku, færni og getu til að ástunda heilsusamlegan, styðjandi, skemmtilegan og hjálplegan lífsstíl og í framhaldi af því eflumst við og aukum möguleika okkar og getu til að leggja öðrum lið. Er það ekki alveg bráð snjallt!

Í dag náði skynsamleg og skemmtileg grein eftir Hans Henrik Knoop fræðimann í jákvæðri sálfræði til mín. Vilt þú líka njóta hennar þér til gagns og gamans? Hann skrifar meðal annar: Tænk over følgende: Hvad lever du for? Hvilke værdier har du? Hvilke aktiviteter, synes du, gør livet værd at leve? Børn, arbejde, hobbyer, mennesker, venner, bestemte måder at agere på, at hjælpe nogen med noget, at løbe en tur? Gør mere af det, hvis du kan. Prioriter det under alle omstændigheder.

http://politiken.dk/forbrugogliv/sundhedogmotion/ECE3305757/ekspert-i-positiv-psykologi-saadan-faar-du-det-bedre-hvis-du--har-det-svaert/

26. júlí 2016 kl. 15:21

Sumarlífið sæla eða hvað?

Sumarið er tími sælu, ævintýra og upplifana, eða er það ekki? Framundan er hin víðfræga verslunarmannahelgi sem er, samkvæmt orðræðunni í fjölmiðlum, einstakt tækifæri til hópsamveru sem allir taka þátt í. Umfjöllunin er slík að þeir sem ekki ætla á einhverskonar þjóðhátíð, bæjarhátíð eða viðburð upplifa auðveldlega að þeir séu hornreka í samfélaginu. Að þeir séu ekki að njóta lífsins eins og meira
mynd
27. apríl 2016 kl. 15:03

Ert þú vaxandi?

Einu sinni var allt nýtt í lífi okkar. Við lærðum að borða, tala, ganga og svo að klæða okkur, lesa og skrifa. Síðan lærðum við mörg að hjóla, keyra bíl og elda mat svo eitthvað sé nefnt. Vaxandi einstaklingur er alltaf að læra og þroskast, alla ævina út í gegn. Bæta við sig einhverju nýju, auka færni sína, þekkingu og visku. Það að læra og bæta sig eflir okkur á allan hátt, viðheldur sjálfsmynd meira
30. mars 2016 kl. 11:05

30 gjafir - nýta og njóta

Nú eru páskar að baki og senn heilsar apríl. Apríl, mánuður þrjátíu daga. Pakki tímans með þrjátíu gjöfum til mín og þín, í formi lífsins í 24 stundir. Ef við njótum þess láns að lifa. Hvernig ætlum við, ég og þú að nýta þessa daga og njóta þeirra? Auðvitað er alveg ljóst að við ráðum ekki nema að hluta til vegferð okkar gegnum tímann hér á þessari jörð. Samt getur verið skemmtilegt, snjallt og meira
24. febrúar 2016 kl. 11:13

Forvarnir gegn sálrænum sárum

Við og við stíga einstaklingar fram og segja frá því að þeir hafi orðið sterkari eftir erfiðleika. Að þeir séu nú reynslunni ríkari og öflugri eftir að hafa gengið í gegnum einhverskonar neikvæða upplifun, álag, áföll eða átök enda er sársauki sannarlega hluti af lífsgöngunni. Því er óendanlega dýrmætt í hvert sinn sem einstaklingur nær að blómstra á ný eftir sársaukafulla upplifun. Nær að finna meira
2. febrúar 2016 kl. 8:05

Breyttu þér

Það er spennandi og skemmtilegt að hafa þá lífssýn að vegferð okkar hér á þessari jörð sé til þess ætluð að við BÆTUM OKKUR ævina á enda. Að tilgangur lífsgöngunnar sé að þroskast og eflast og verða sífellt betri manneskja. Þetta snýst ekki um að við ætlum að breyta okkur fyrir aðra heldur að við SJÁLF KJÓSUM að þróast og breytast til betri vegar sem sjálfkrafa verður svo til góðs fyrir aðra. meira
18. janúar 2016 kl. 17:00

Settu gleðistundir á dagskrá

Einmitt núna í janúar þegar allt árið er framundan vil ég hvetja þig til að auka markvisst og skipulega ánægju, gleði, sælu og hamingju í þínu eigin lífi. Vittu til, ef þú gerir það af skynsemi og góðmennsku mun það ekki aðeins bæta þitt eigið líf heldur líka þeirra sem þú umgengst og verða þannig til góðs fyrir þig, fólkið þitt, vini, kunningja og samfélagið allt. Já, gleði þín, jákvæðni, sæla og meira
Kristín Linda

Kristín Linda

Kristín Linda er sálfræðingur og starfar sjálfstætt á eigin sálfræðistofu Huglind á Höfðabakka 9 í Reykjavík - www.huglind.is. Hún er einnig ritstjóri tímaritsins Húsfreyjunnar sem er gefið út af Kvenfélagasambandi Íslands. Kristínu Lindu finnst heillandi að hjálpa fólki að bæta líf sitt, líðan og heilsu og nýtir til þess sálfræðilega þekkingu sína, reynslu og jákvæða lífssýn.

Meira