Pistlar:

30. nóvember 2016 kl. 10:25

K Svava (ksvava.blog.is)

Make over

Jæja, þá líður að lokum að þessu ævintýri og ekkert smá heljarinnar ævintýri. 

Ég hef reyndar staðið svolítið í stað síðustu tvær vikur, vann 72ja tíma vinnuviku í síðustu viku og svo er loka keyrslan í skólanum.  Allt komið á fullt og öllu að ljúka og það með hvelli.  Reyni að taka æfingar hér og þar og halda mér við, passa matarræðið og reyna að ná mér aðeins neðar fyrir lokamælingu í næstu viku.

Annars fór ég í smá dekur í vikunni til hennar Maríu á snyrtistofunni Mizu í Nóatúni. Það sem að við skemmtum okkur vel, þetta var æði.  Við höfðum aldrei hist en vældum úr hlátri eins og tvær vinkonur að hittast yfir kaffibolla.  Hún litaði og plokkaði mig og mér sveið aldrei í augun því að það láku tárin sökum hláturs.  Ýmislegt skemmtilegt sem að við ræddum og ég mun klárlega fara aftur til hennar og mæli sko alveg eindregið með henni ef að þið viljið gott dekur.  Hún setti mig líka í andlitsmeðferð og ég veit ekki hvað hún setti mörg lög af kremum framan í mig, ég var allavega mjúk eins og barnarass á eftir og svo fersk, þrátt fyrir að vera svolítið þreytt þessa dagana en það styttist í jólin, þau gefa mér orku.  Bara að skella upp trénu og glingri hingað og þangað, þá verður maður sprækur aftur.

Annars erum við skvísurnar að fara síðan í hárgreiðslu í næstu viku og svo styttist í loka myndatöku, þetta er allt svo spennandi og skemmtilegt.  Vildi að ég hefði getað gefið mig meira í þetta og þeir sem að þekkja mig vita að ég hefði tekið þetta með trompi ef að það væru 36 tímar í sólahring en ég geri mitt besta miðað við mínar aðstæður og vona að ég hafi sýnt fram á það að þetta er hægt þó að tími gefist ekki alltaf.

Síðasta skólahelgin framundan, Smartlands ævintýrið að taka enda en lífstílsbreytingunni auðvitað ekki, þannig að það styttist í gott jólafrí hjá þessarri skvísu.

21. nóvember 2016 kl. 23:21

Nýjar freistingar mæta á svæðið

Þá styttist í jólin, það er nú tími til að borða góðan mat, drekka jólaöl, smákökur, konfekt og ýmislegt góðgæti.  Ég kæmist eflaust í gegnum jólin án þess að borða smákökur og konfekt en góður matur og jólaöl, það er minn veikleiki yfir jólin eins og bjórinn yfir sumarið.  Sérstaklega jólaölið, hvernig er hægt að komast í gegnum mánuðinn án þess að sturta nokkrum lítrum af þessuM meira
9. nóvember 2016 kl. 9:52

Ég er ekki til í að gefast upp!

Þegar ég tók það að mér að fara í gegnum þessa breytingu þá var líf mitt allt öðruvísi, á mjög stuttum tíma tók allt lífið breytingum sem að ég hef þurft að aðlaga mig að og púsla öllum mínum verkefnum saman.  Ég er búin að skipta um vinnu og hún er ekki þessi dagsdaglega 8 - 4 vinna heldur 12 tíma vaktir og þau hafa verið ótrúlega sveigjanleg við mig varðandi skólann en ekki hægt að gera meira
4. nóvember 2016 kl. 11:04

Að viðhalda árangrinum...

Það koma tímar eins og flest allir þekkja, þar sem það er yfirþyrmandi mikið að gera.  Síðustu tvær vikur hafa verið svoleiðis hjá mér.  Mikil vinna og gífurlega krefjandi verkefni í skólanum.  Þá þarf að skipuleggja sig mjög vel og þó að ég sé mjög skipulögð, þá stundum situr eitthvað á hakanum.  Því miður hefur það verið ræktin í þetta skiptið.  Ég vann 72 tíma í síðustu meira
31. október 2016 kl. 17:03

Ímynd

Það er alltaf gaman að fá hrós og hrósin hrannast inn núna, hvort sem að fólk sé í raun og veru að sjá einhvern mun eða bara af því að það veit að maður er að gera eitthvað í sínum málum.  Já, það er alltaf gaman að fá hrós en ég velti því stundum fyrir mér.. þegar einhver kemur til mín og segir að ég líti rosalega vel út núna, greinilega búin að vera að taka vel á því... leit ég þá svona meira
29. október 2016 kl. 15:42

Geðbiluð törn

Já þeir þekkja það sem að vinna mikið eða eru í skóla að það geta komið upp erfiðar tarnir þar sem eitthvað situr á hakanum og/eða ekki tekist á við eins og hægt eða viljað er. Nú er svakaleg törn í gangi hjá mér, er ég að vinna mína fimmtu 12 tíma vakt, fékk einn frídag í vikunni og hann var algjörlega tekinn í lærdóm.  Ég er líka á 12 tíma vakt á morgun og þri og mið, fæ frí á mán sem að meira
18. október 2016 kl. 14:06

Allt á niðurleið

Þá kom loksins að deginum sem við skvísurnar höfum aðeins verið að kvíða en það er mælingadagur en viti menn, þurftum ekki að hafa miklar áhyggjur.  Það er allt á niðurleið hjá okkur öllum og höfum staðið okkur alveg stórkostlega og gaman að segja frá því að við erum allar á sama róli og Lilja ekkert smá ánægð með okkur, sem þýðir að við erum komnar í rétt hugarfar og með langtímamarkmið í meira
12. október 2016 kl. 8:45

Styttist í mælingu

Þá styttist í fyrstu mælinguna eftir fyrstu fjórar vikurnar.  Margar skvísurnar velta fyrir sér hvað hefur gerst á þessum fjórum vikum og misjafnar tilfinningar fyrir því að fara aftur í mælingu.  Ég er samt mjög vongóð og sé smá mun frekar en að finna fyrir honum.  Tók eftir því í ræktinni um daginn þegar við vorum að lyfta að vöðvarnir í höndunum eru aðeins að koma aftur og meira
7. október 2016 kl. 21:20

Breyttur lífsstíl - Tímaleysi

Mig langar aðeins að draga fram aðal áhyggjuefni flestra sem að vilja taka lífstílinn sinn í gegn og það er tímaleysi.  Ég þekki það vandamál allt of vel og hefur það oft verið mín afsökun til að koma mér frá þessu en tíminn er ekki vandamálið, það er alltaf hægt að finna tíma en það þarf að vera tími sem að hentar þér vel svo að allt gangi upp. Núna er ég að upplifa það að tímaleysi er að meira
5. október 2016 kl. 11:03

Ég er ekki alki fyrir fimm aura...

Nú birtist hvert myndbandið af fætur öðrum og alltaf tengist mitt matarræði við bjór.  Vildi nú samt segja að ég er ekki eins slæm og ég hljóma.  Sumrin eru kannski erfiðust en hverjum finnst ekki gott að fá sér kaldan þegar sólin skín sínu breiðasta og flott tónlist og bara stemmari.  Ég viðurkenni það að það er ekkert voðalega heillandi að setjast út á svalir í svona haustveðri og meira
27. september 2016 kl. 9:48

Hvað hvetur mann áfram?

Nú birtast myndbönd og viðtöl hægri vinstri á mbl.is og Smartlandi.  Við stelpurnar erum að fá gífurlegar undirtektir frá fólki sem hvetur okkur áfram og hefur fulla trú á okkur.  Auðvitað skiptir mestu máli að við höfum trú á okkur sjálfar en við værum ekki í þessarri stöðu ef að við hefðum ekki misst hana einhverstaðar á leiðinni.  Hvatning frá vinum og vandamönnum er gífurlega meira
22. september 2016 kl. 19:20

Markmið!!

Jæja, fyrst að maður er byrjaðu að tjá sig hérna þá er eins gott að fara með þetta alla leið og gera markmiðin opinber, svo að pressan verði á að halda stefnu og standa við orðin sín. Auðvitað er ég þá að tala um að standa við mín orð sem að ég er að gefa sjálfri mér en með því að opinbera það, þá vinnur maður harðar að því þar sem aðrir fylgjast með og vita hvert maður stefnir. Ég er búin að meira
21. september 2016 kl. 10:53

Matarræði!

Hreyfingin er komin í gang og ég get sagt ykkur það að hreyfa sig allt í einu fjórum sinnum í viku eða oftar vs aldrei, það tekur gífurlega á.  Allir vöðvar í líkamanum finna svo sannarlega fyrir því að það er eitthvað að gerast, allir hversdagslegir hlutir eins og að greiða sér, tannbursta, opna hurðir, standa upp.. eru bara orðnir gífurlega erfiðir en samt svona vont gott. Annars er það meira
17. september 2016 kl. 8:45

Fyrsta mælingin

Jæja, þá er komið að erfiðasta hlutanum en það er að deila með ykkur tölunum sem að komu útúr mælingunum í gær.  Ég vil hafa þetta alveg upp á borðinu til að svindla ekki og þá verða sigrarnir enn stærri þegar að þeir gerast. Við fórum í mælingu í gær hjá Lilju og hittum Mörtu ásamt ljósmyndaranum en mælingarnar voru teknar upp og einnig fórum við í viðtal.  Ég mikla það reyndar ekki meira
16. september 2016 kl. 8:38

Fyrsta hindrunin yfirstígin...

Já, það var ekki auðveldur morgun í morgun en fyrsta hindrunin eftir þessa tvo daga í ræktinni með Lilju í Lífstílsbreytingunni hjá Smartland & Sporthúsinu, var að komast fram úr í morgun.  Þetta var alveg leikfimi útaf fyrir sig!  Fyrst reyndi maður að setjast upp, það var alveg gífurlega erfitt og nánast ómögulegt, þá reyndi maður að hossa sér aðeins, virkaði álíka vel og að meira
15. september 2016 kl. 21:43

Velkomnar harðsperrur!

Þá var það tími nr 2 með Lilju og öllum hinum sexy skvísunum í Sporthúsinu.  Tókum hendur og rass í kvöld og það var sko vel tekið á því, gífurlega er maður í lélegu formi, þrátt fyrir að halda það að að maður sé í betra formi en maður er.. þvílík sjálfsblekking en það er bara upp á við héðan í frá! Harðsperrurnar eftir gærdaginn létu aðeins bíða eftir sér, hélt í morgun að ég hefði barasta meira
14. september 2016 kl. 22:24

Keyrum þetta í gang!

Fór í fyrsta tímann hjá Lilju í dag, þetta var virkilega góður fyrsti tími.  Hæfilega erfiður en klárlega eitthvað sem býður upp á að taka vel á því og ég tala ekki um hvað þetta er frábær hópur sem er þarna saman kominn í þetta skemmtilega verkefni, að breyta um lífsstíl.  Við ævintýrakonurnar fjórar fundum mikinn stuðning frá hinum skvísunum og erum sko algjörlega klárar í slaginn og meira
13. september 2016 kl. 22:33

Nýr lífstíll

Stór dagur í dag, fyrsti dagurinn sem að ég læt aðeins sparka í rassinn á mér til að komast í gang eftir þónokkra þægilega mánuði en ég er að byrja í lífstílsbreytingu hjá Smartlandi og Sporthúsinu, þannig að maður gerir þetta ekki bara fyrir sig, smá pressa að hafa þetta allt opinbert :)  Fyrsta púlið byrjar strax á morgun og ekki seinna vænna en að keyra þetta í gang.  Verður gífurlegt meira
K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira