c

Pistlar:

14. febrúar 2017 kl. 0:55

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Í tilefni Valentínusardagsins

Í dag er dagur elskenda eða kannski bara kærleikans svona yfirleitt.

Og af því tilefni langar mig að þýða texta sem mér finnst gott að gefa þeim sem eiga kærleika minn með einum eða öðrum hætti (já þið sem lesið párið mitt eigið stað þar)

Þýðing mín á þessum kærleiksríka spekitexta er afar lausleg og ekki hægt að þýða svo vel sé á okkar ylhýra. Ég vona þó að mér verði fyrirgefið það svona í tilefni dagsins og þeirrar fallegu hugsun sem á bak við liggur, en textinn er svona:

"Ég vona að þú hættir aldrei að undrast á tilverunni.

Ég vona að þú eigir alltaf nóg af öllu en seilist þó alltaf áfram í átt að draumum þínum.

Mættir þú aldrei telja einn einasta andadrátt sjálfgefinn.

Ég vona að Guð gefi að þú hafir alltaf ást í lífi þínu.

Ég vona að þú finnir þig enn smáan þegar þú horfir til hafs.

Og ég óska þér þess að alltaf opnist nýjar dyr þegar einar lokast.

Lofaðu mér því að gefa örlögunum alltaf tækifæri.

Og þegar þú getur valið á milli þess að sitja hjá eða dansa


Þá vona ég að þú dansir

Ég vona að þú hræðist ekki fjöllin sem í fjarska eru.

Veljir aldrei þá leið sem minnstu mótstöðu hefur.

Að lifa til fulls krefst þess að við tökum áhættur, en þær eru þess virði að taka.

Það geta reynst mistök að elska en ástin er alltaf þeirra virði.

Ekki láta forhert hjörtu skilja þig eftir í sárum.

Og hugsaðu þig vel um áður en þú selur sannfæringu þína.

Gefðu himninum meira en eitt smátt augnatillit. 

Og þegar þú færð tækifæri á því að velja á milli þess að sitja hjá eða dansa,

Þá vona ég að þú dansir!"

-T.S, M.S

Óska ykkur kærleika og glimmerstunda í dag elskurnar og óska ykkur einnig þess að þið veljið alltaf að njóta lífsins og tilverunnar í eintómum kærleika til ykkar sjálfra og annarra (og þið sem fáið ekki blóm, kaupið þau bara sjálf til að sýna ykkur sjálfum kærleika)

xoxo

Ykkar Linda

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira