c

Pistlar:

24. júní 2016 kl. 16:04

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti (misst.blog.is)

Allt getur gerst! Þessi bananakaka er glúten- og sykurlaus!

Mig langar að baka fyrir helgina og hafa það notalegt með góðum kaffibolla. Núna er allt að gerast. Bretarnir búnir að segja sig úr Evrópubandalaginu og strákarinir okkar í miðjum sögulegum viðburði í Frakklandi þar sem allt getur gerst. Englarnir eru með okkur! Og er það ekki boðskapurinn sem er verið að minna okkur á þessa dagana! Allt getur gerst! Það er engin ástæða til að vera hræddur við að láta sig dreyma og draumurinn þarf ekki einu sinni að vera hógvær eða smár. Bara næra hann og gefa í það sem þarf, bretta upp ermarnar og láta hlutina gerast. Allt getur sem sagt gerst. Eins og þessi kaka til dæmis. Það sem hins vegar ekki er að fara að ske, er að þessi fari eitthvað að trufa þig í maganum eða bulla í blóðsykrinum og ræni þig orkunni sem þú þarft á að halda í að láta drauminn rætast. Hér er ekkert verið að rugla boðefnin í rýminu með glúteni eða viðbættum sykri. Þvert á móti er gælt við bragðlaukana og samviskuna góðu. Ekki truflar það heldur, að baksturinn tekur enga stund.

englabanakakadesserter_12

  • Engin mjólk
  • Án glútens
  • Án sykurs
  • Allt til í flestum stórmörkuðum og heilsuverslunum.

50 g sesamfræsmjöl
150 g hrísgrjónamjöl   
150 g bókhveitimjöl
100 g gróft saxaðar hesslihnetur
1 dl hrísmjólk eða möndlumjólk
100 g hrísgrjónaflögur
2 tsk. kanelduft
2 tsk. engiferduft
1/2 tsk. negulduft
1 tsk. kardemómu duft
1 tsk. múskathnetu duft
1/4 tsk. vanilludfut
3 spsk. carob eller kakao duft 
1 tsk. flögu salt
1/2 tsk. svartur pipar
Saffinn og rifinn börkur af 1 lífrænni appelsínu
2 dl rúsínur eða döðlur skornar í litla bita (150 g)
2 tsk. lyftiduft /vínsteinslyftiduft ( sem er án glútens)
100 g kókosolía, lífræn og kaldpressuð
5 stk. þroskaðir bananar
2-3 lífræn eða vistvæn egg

Svona fer þú að

í hrærivel eða álíka blanda saman banana, kókosolíu, hrísmjólk og egg. Þú getur alveg gert þetta með sleif en stappaðu banana með gafli og bættu í.

Appelsínusafafnum bætt við.

Allt þurrefni blandað samam og smám samam hrær í blauta efnið. Kveiktu á ofninum 


Deigið sett í smurt form og baka í 30 mín í 180 °C í forhituðum ofni. Leyfðu kökunni alveg að kælast áður en þú skert í hana. Gott að hafa gott chai te með þessarri. 

Verði þér að góðu og Áfram Íslaand! 

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Næringarþerapisti, hjúkrunarfræðingur, lífsráðgjafi, yogakennari og rithöfundur 5 metsölubóka þ.á.m. 10 árum yngri á 10 vikum, Matur sem yngir og eflir og og safa og sjeik bókin Safarík orka, þýddar á 5 tungumál og fáanlegar á amazon.com Er með 25 ára reynslu í srarfi tengt heilsusamlegum lífsstíl og næringu. Búsett i Reykjavík og Kaupmannahöfn.

Meira

Myndasyrpur