Pistlar:

29. mars 2024 kl. 13:21

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi

Undanfarið hefur þáttaröðin Vandkvæði himintunglanna (sem er dálítið frjálsleg þýðing á ensku samsetningunni The Three-Body Problem) verið til sýnis á Netflix streymisveitunni og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir byggja á sögu eftir kínverska verkfræðinginn og vísindaskáldsagnahöfundinn Liu Cixin og er fyrsta sagan í Remembrance of Earth's Past þríleiknum. Þættirnir lýsa atburðarás þar sem jarðarbúast dragast inn í samskipti við framandi siðmenningu úr nálægu stjörnukerfi. Þar háttar svo til að kerfi þriggja sóllíkra stjarna eru á braut hver um annað, sem mun vera dæmigert um „þriggja líkama vandamálið“ í sporbrautafræðum. Þessi fjarlæga siðmenning glímir við óyfirstíganleg vandamál vegna samspils stjarnanna þriggja og grípur tækifærið fegins hendi þegar skilaboð berast frá jörðinni með boði um að koma í heimsókn. Fer þá af stað atburðarás sem að sumu leyti var séð fyrir og að öðru leyti ekki.Skjámynd 2024-03-29 131748

Meginspurning er þó, hvernig eiga íbúar jarðarinnar að taka við þessum fjarlægu verum og hvers er að vænta frá þeim? Augljóslega eru geimverurnar mun þróaðri en jarðarbúar sem fljótlega skiptast í fylgjendur við hina nýju „vini“ og andstæðinga þess að eiga nokkur samskipti við þá. Enginn fær þess dulið að koma þeirra til jarðarinnar verður ekki ekki umflúin en tækifæri gefst til að undirbúa sig því fjarlægðin er mikil og það tekur þá um 450 ár að koma sér til jarðarinnar en þeir koma frá plánetunni Trisolaris í Alpha Centauri stjörnuþokunni. Þeir herskáustu á jörðinni vilja setja alla orku og fjármuni jarðar í að undirbúa stríð við þessa hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi á meðan aðrir falla í trans og hefja tilbeiðslu hinna nýju komandi herra.vandi

Inngilding geimvera

Sagan hefur margar hliðar en mjög sterkan tilvistarlegan grunn sem lýtur að spurningum um þróun og tilverurétt mannkynsins á eigin plánetu og hve ólíkum augum jarðarbúar nú þegar sjá vandamálin sem við er að glíma. Það kemur kannski ekki á óvart að þeir sem mest gagnrýna núverandi þróun mála á jörðinni, svo sem umhverfissinnar, eru hlynntir því að fá utanaðkomandi „aðstoð“. Aðrir sem þekkja söguna vita að þessi aðstoð verður dýru verði keypt. Þess finnast varla dæmi að yfirtaka eða nýlenduvæðing hafi annað en slæm áhrif á þá sem fyrir verða. Nánast sama hve móttökurnar eru góðar eða inngildingin vinsamleg. Að þessu leyti finnst mörgum eins og mannkynið sé dæmt til að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur. Þegar heimsóknin kemur utan að verða mistökin varla endurtekin. Endalok mannkynsins blasa við. Pistlaskrifari hefur áður velt fyrir sér efasemdum þess að láta alheiminn vita af tilvist jarðarinnar eins og sumum hefur þótt áhugavert.

Smáþjóð meðal þjóða

En þættirnir minna okkur á það að lokum hljótum við að spyrja okkur hvaða í raun sameinar okkur sem jarðarbúa, þjóð eða hluta af kynþætti vilji menn horfa þannig á málin. Vísindaskáldskapurinn nýtur ákveðins frelsis því hann getur smíðað tilveruna nokkurn veginn að eigin vild. Skapað fortíð, nútíð og framtíð á staðnum. Þess utan sjá flestir tilveruna ólíkum augum. Hugsanlega má ganga í smiðju rithöfundarins Milan Kundera sem árið 1983 veltir meðal annars fyrir sér fyrirbærinu smáþjóð með vísun í hvað afmarkar hana og tryggir varðveislu hennar. Hér er stuðst við þýðingu Friðriks Rafnssonar sem mest hefur kynnt hugmyndir Kundera fyrir Íslendingum: „En hvað er smáþjóð,“ spyr Kundera og heldur áfram. „Ég legg hér til mína eigin tillögu: smáþjóð er sú þjóð sem er hvenær sem er hægt að efast um að sé til, sem getur horfið og hún gerir sér fulla grein fyrir því. Frakkar, Rússar eða Englendingar eru ekki vanir að velta fyrir sé hvort þjóð þeirra muni lifa af. Þjóðsöngvar þeirra fjalla ekki um neitt annað en að þær séu miklar og eilífar. En þjóðsöngur Pólverja hefst með línunni: „Pólland er ekki glatað enn…“Skjámynd 2024-03-29 132013

Kundera er Mið-Evrópu maður en þar eru smáþjóðir í braut stórveldanna og mega sín oft lítils. Hann segir Mið-Evrópu vera stað þar sem smáþjóðir hafa eigin sýn á heiminn, sýn sem einkennist af djúpstæðum efasemdum í garð mannkynssögunnar og hvernig hún hefur leikið þær. „Mannkynssagan, þessi gyðja Hegels og Marx, holdgervingur skynsemishyggjunnar sem dæmir okkur, vegur og metur, hún er saga sigurvegaranna. En þær þjóðir sem búa í Mið-Evrópu eru ekki sigurvegarar. Þær eru óaðskiljanlegur hluti af sögu Evrópu, þær gætu ekki verið til án hennar, en þær eru ekkert annað en ranghverfan á þessari sögu, fórnarlömb hennar og utangarðsfólk. Það er til þessarar sögulegu reynslu sem rekja má uppsprettu frumleika menningar þeirra, visku, „alvöruleysi“ er að finna, enda gefa þær lítið fyrir mikilleika og dýrð, sjá í gegnum þetta. „Gleymum ekki að einungis með því að standa gegn mannkynssögunni getum við staðið gegn samtíma okkar.“ Ég myndi vilja letra þessa setningu Witolds Gombrowicz á innganginn í Mið-Evrópu.“

Hraktir úr paradís

Kundera segir að þess vegna hafi verið auðveldara að greina þetta landssvæði sem byggt er smáþjóðum sem eru „ekki glataðar enn“, og bætir við: „Varnarleysi Evrópu, allrar Evrópu, sást enn betur og fyrr en annars staðar. Það er nefnilega svo að í samtíma okkar þar sem valdið hefur tilhneigingu til að safnast æ meira á hendur nokkurra stórþjóða, þá eiga allar Evrópuþjóðirnar á hættu að verða smáþjóðir og lúta sömu örlögum og þær. Í þessari merkingu virðast örlög Mið-Evrópu vera forboði örlaga Evrópu sem slíkrar og þar af leiðandi beinist athygli manna enn meira að henni.“

Landafundirnir á sínum tíma byggðu á yfirtöku aðkomumanna á þeim sem fyrir voru, rétt eins og má segja um þjóðflutninga fyrri tíma. Fámennar eyþjóðir í Kyrrahafinu bjuggu í því sem aðkomumenn töldu vera paradís. Þeir gátu hins vegar ekki deilt þeirri paradís með frumbyggjunum og ýmist drápu þá eða hröktu á brott. Áðurnefndur Hegel taldi sögu mannsins vera sögu framvindu frelsis í heiminum en það er tvímælalaust hugmynd sem gengur upp innan sögu okkar Vesturlandabúa. Hugsanlega breytist það viðhorf þegar nýir stjórnendur taka yfir sem gæti verið söguleg niðurstaða, hvort sem við sækjum hana í vísindaskáldskap eða veruleikann.

mynd
26. mars 2024

Frakkar yfirgefa Afríku

Eftir margra alda viðveru í Afríku eru Frakkar að yfirgefa álfuna og þar með má hugsanlega setja punktinn aftan við nýlendustefnu þeirra í álfunni. Sú saga er ekki alltaf falleg en brottförin núna er að sumu leyti við válegar aðstæður þar sem ófriðlegt er nú í mörgum þeim löndum sem Frakkar tengjast. Hér hefur áður verið fjallað um ástandið á Sahel-svæðinu, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar meira
mynd
23. mars 2024

Mannfækkun af manna völdum

Þegar við skoðum sögu Íslands er okkur tamt að horfa til þess hve margir bjuggu í landinu frá einum tíma til annars og metum gjarnan landshagi út frá því hvernig mannfjöldaþróuninni reiddi af. Samfélagið var lengst af staðnað og fyrir kom að það nánast þurrkaðist út og það var ekki fyrr en kom fram á seinni hluta 19. aldar sem landsmönnum tók að fjölga að einhverju ráði, þróun sem hélt áfram meira
mynd
22. mars 2024

Hið opinbera hlutafélag Íslands

Sú umræða sem farið hefur af stað vegna fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni hefur að mestu snúist um ferlið sjálft og hina pólitísku hlið þess. Þó með undirliggjandi umræðu um hver stefna ríkisins eigi að vera í atvinnurekstri og hve mikil umsvif ríkisins í atvinnulífinu eigi yfir höfuð að vera. Það er óumdeilt að þátttaka íslenska ríkisins í bankastarfsemi er óvenju mikil sem meira
mynd
20. mars 2024

Ísland efst í ríkisútgjöldum

Heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, að frádregnum útgjöldum vegna varnarmála og lífeyrismála, voru hvergi meiri meðal OECD-ríkja árið 2021 en á Íslandi. Námu þau 42,5% af VLF, en meðaltal ríkja OECD var 34%. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur alþingismanni og Morgunblaðið gerir grein fyrir í dag og kemur meira
mynd
19. mars 2024

Vitundarherferð og staðreyndir máls

Í dag hrinti stjórn Blaðamannafélags Íslands „vitundarherferð“ félagsins úr vör. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi blaðamennsku fyrir samfélagið eða eins og segir í kynningu vegna þessa: „Blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna meira
mynd
18. mars 2024

Austrænir sérfræðingar í leigubílaakstri

Síðasta sumar tók pistlaskrifari leigubíl frá Hlemmi og heim í Vogahverfið sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Utan þess, að leigubílstjórinn skyldi ekkert þegar ég tjáði honum heimilisfangið og rataði auðvitað ekki heldur. Að lokum varð ég að lóðsa hann heim til mín. Leigubílstjórinn talaði enga íslensku en hann reyndist vera frá Sýrlandi. Við tókum stutt spjall á ensku og hann sagðist meira
mynd
17. mars 2024

Vatnið, vindurinn og Fuerteventura

Eyjan Fuerteventura er aðeins minni að flatarmáli en Tenerife og liggur næst Lanzarote, svo nálægt að sjá má á milli eyja. Fuerteventura er með sendna strendur og hálendishrygg eftir endilangri eyjunni. Margir telja þarna vera bestu baðstrendur á öllum Kanaríeyjunum. Hvað sem hæft er í því er fallegt að ganga sendnar strendur þar með brimið ólgandi fyrir utan en sagt var frá eyjunni meira
mynd
14. mars 2024

Maginot-lína Íslendinga

Sagt var eftir hrakfarir með Maginot-línuna í seinni heimstyrjöldinni að Frakkar berðust alltaf í liðnum styrjöldum. Fyrir þá sem ekki muna þá var André Maginot einn frægasti hershöfðingi Frakka í fyrri heimstyrjöldinni. Þá var varnarlínan byggð á hertækni skotgrafanna. Uppruna hennar má rekja til hugmynda franska hersins um stríðsrekstur. Herinn gerði ráð fyrir að öll stríðsátök yrðu eins og í meira
mynd
13. mars 2024

Þögult þjóðarmorð í Nígeríu

Fá lönd búa við jafn víðtæk átök og ofbeldisglæpi og Nígería, fjölmennasta land Afríku. Hvergi eiga kristnir íbúar jafn mikið undir högg að sækja enda ofsóttir af miklu offorsi eins og áður hefur komið fram hér í pistlum. Samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch hafa margir vopnaðir hópar haldið áfram drápum og mannránum og þannig stofna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um alla meira
mynd
12. mars 2024

Mun jarðarbúum fækka niður í tvo milljarða?

Síðustu áratugi eða svo hafa fræðimenn og allskonar sérfræðingar óttast það helst að maðurinn kæfi jörðina og að mannkyninu myndi að endingu fjölga langt umfram það sem jörðin ber. Þetta hafa mannfjöldaspár lengst af gengið útá. Hin síðari ár hefur orðið mikil breyting á þessari umræðu og er nú svo komið að einstaka menn óttast fækkun mannkynsins og hin framsýni frumkvöðull Elon Musk hefur meira
mynd
11. mars 2024

25 milljónir við hungurmörk í Súdan

Talið er að um 25 milljónir manna, sem hafa orðið fyrir barðinu á stríðinu í Súdan, viti ekki hvaðan næsta máltíð þeirra kemur, samkvæmt upplýsingum frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem hafa krafist vopnahlés nú í föstumánuðinum, Ramadan. Allar fréttastofur eru á einu máli um að stríðið í Súdan sé nú „kveikja að stærstu hungurkreppu heimsins,“ þar sem meira en 25 milljónir manna meira
mynd
7. mars 2024

Stokkið til Fuerteventura

Ferðalög eru stór hluti þeirra lífsgæða sem nútímamaðurinn veitir sér og þarf ekki mikið til að menn stökkvi landa á milli nánast fyrirvaralaust. Hér á Íslandi dugar það eitt að veðurlúnir landar vilja komast burtu úr febrúarstorminum og ylja á sér tærnar í stundarkorn. Bæði íslensku flugfélögin bjóða upp á tíðar ferðir milli Íslands og Kanaríeyjanna og þar dveljast hverju sinni nokkur þúsund meira
mynd
27. febrúar 2024

Hættulegur drengur

Undarlega lítil umræða hefur verið í samfélaginu um ýmislegt sem kemur fram í dönsku heimildaþáttunum Hættulegur drengur (A Dangerous Boy) sem Stöð 2 sýndi fyrir stuttu. Að þáttunum standa norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, SVT, VPro, auk Stöðvar 2. Þótt margir staldri eðlilega við persónu Sigurðar Þórðarsonar, sem oft er nefndur Siggi hakkari, þá er einnig þarna margt annað forvitnilegt. Á meira
mynd
26. febrúar 2024

Gáleysisstjórnmál

Umræða um stjórnmál er fyrirferðamikil enda einn af fylgifiskum opins lýðræðislegs samfélags að ræða hugmyndir og stefnur. Þar gegnir Alþingi Íslendinga lykilhlutverki. Á Alþingi birtist stefnumótun samfélagsins með margvíslegum hætti. Þar taka upphlaup vegna dægurmála þó mjög oft yfir umræðuna á kostnað stefnumótunar sem er mikilvæg fyrir samfélagið til lengri tíma. Fjárlög eru þar í meira
mynd
20. febrúar 2024

Umsnúningur innflytjendastefnunnar?

Það hefur orðið umsnúningur í umræðu um innflytjendamál. Hin pólitíska umræða hefur skyndilega tekið stakkaskiptum. Nú er lítill munur á orðum formanns Samfylkingarinnar, varaformanns VG, formanns Viðreisnar og margra í Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarmenn eru enn að hugleiða næstu skref eftir nýbirta skoðanakönnun um málið. Eina sem Miðflokksmenn geta gert er að segja „þetta er okkur að meira
mynd
15. febrúar 2024

Fjölmenning á Íslandi fyrr og nú

Við Íslendingar eru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa náttúrulega landamæri og enga herskáa nágranna. Það á ekki við um þjóðir Mið- og Austur-Evrópu og alls ekki þjóðir Miðausturlanda þar sem afkomendur Abrahams berast nú á banaspjótum. Saga Evrópu sýnir okkur að þar hafa heilu landshlutarnir færast á milli þjóðríkja eftir því sem vindarnir blása á vígvellinum. Í þeim átökum hafa þjóðir átt í meira
mynd
13. febrúar 2024

Valdatafl í norskum stjórnmálum

Fyrst Exit og nú Makta! Já, Norðmenn sýna á sér ýmsar hliðar við gerð sjónvarpsþátta en Ríkissjónvarpið hefur undanfarið sýnt Makta (Valdatafl) „sannsögulega“ norska dramaþætti frá 2023 sem ástæða er til að vekja athygli á. Þeir eru eftirtektarverðir fyrir okkur Íslendinga sem vitum ekkert allt of mikið um norsk stjórnmál, eins undarlegt og það er. Þættirnir gefa því ágætt meira
mynd
9. febrúar 2024

Líbía er helvíti flóttamanna

„Líbía er helvíti,“ sögðu flóttamenn sem bjargað var á Miðjarðarhafinu fyrir tveimur vikum. Þá var bátur í neyð stöðvaður af björgunarskipi og 126 manns bjargað um borð, þar af 30 undir lögaldri og einu ungbarni. Allir um borð þjáðust af ofkælingu, ofþornun og þreytu eftir að hafa dvalið í bátnum tímunum saman þegar hann átti í erfiðleikum með að haldast á floti í baráttu við allt að meira
mynd
8. febrúar 2024

Skattlagt strax vegna Grindavikur en opinn tékki hælisleitenda

Það er ómögulegt að fá áreiðanlegar upplýsingar frá ráðamönnum um hver raunverulegur kostnaður skattgreiðenda er vegna hælisleitenda og flóttamanna. Á næstu 24 mánuðum gerir ríkissjóður ráð fyrir að kostnaður við hælisleitendakerfið muni verða 32 milljarðar króna. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í viðtali í Spursmálum síðastliðin föstudag. Nú fimm meira