Pistlar:

18. mars 2024 kl. 20:31

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Austrænir sérfræðingar í leigubílaakstri

Síðasta sumar tók pistlaskrifari leigubíl frá Hlemmi og heim í Vogahverfið sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Utan þess, að leigubílstjórinn skyldi ekkert þegar ég tjáði honum heimilisfangið og rataði auðvitað ekki heldur. Að lokum varð ég að lóðsa hann heim til mín. Leigubílstjórinn talaði enga íslensku en hann reyndist vera frá Sýrlandi. Við tókum stutt spjall á ensku og hann sagðist hafa verið arkitekt í Sýrlandi en fengi ekki vinnu sem slíkur hér.taxi

Ekki gafst tími fyrir frekara samtal en undanfarið hafa birst fréttir um mikla fjölgun útgefinna leyfa í leigubílaakstri og að því er virðist er það beinlínis vilji stjórnvalda að láta innflytjendur keyra leigubíla. Sérstaklega innflytjendur frá Miðausturlöndum. Í framhaldi þess má velta fyrir sér af hverju yfirvöld vilja að sýrlenskur arkitekt keyri leigubíl á Íslandi, svo mjög að leyfið fyrir hann er greitt af Vinnumálastofnun og slakað á öllum kröfum í meðfylgjandi prófferli. Það er auðvitað öllu fólki nauðsynlegt að fá vinnu en er óeðlilegt að spyrja af hverju yfirvöld reyni ekki frekar að fá sýrlenskum arkitekt vinnu sem tengist hans menntun?

Misnotkun kerfisins

Jú, auðvitað er það svo að arkitekt frá Sýrlandi fær aldrei heimild til að stunda starf byggt á menntun sinni hér á Íslandi, samtök arkitekta á Íslandi koma í veg fyrir það og byggja það á hæfiskröfum. Þannig er íslenskur vinnumarkaður og því þarf að koma þessum austrænu sérfræðingum í leigubílaakstur eða til starfa í veitingahúsageiranum. Í hinu umfangsmikla en að mörgu leyti furðulega mansalsmáli í kringum einstaka fyrirtækjasamsteypu kaupsýslumannsins Davíðs Viðarssonar (Quang Lé) kom fram að þar eiga tugir Víetnama að hafa unnið langar vaktir, við slæmar aðstæður fyrir lítið kaup á vegum Davíðs. Víetnamarnir komu til landsins undir formerkjum þess að þeir væru „sérfræðingar“ þó að þeir færu allir að vinna í veitingageiranum við þrif og störf sem ófaglærðir sinna. Ekkert eftirlit var með því hvernig sérfræðingarnir vinna og það má taka undir með Sigurði Hannessyni, formanni Samtaka iðnaðarins, þegar hann segist vera furðu lostin en samtökin hafa einmitt barist fyrir auðveldu aðgengi erlendra sérfræðinga að íslenskum vinnumarkaði. En þeir sáu ekki fyrir sér að skilgreiningin á sérfræðingi yrði meðhöndluð með þessum hætti. Hér er augljóslega verið að misnota kerfið en það sem undarlegra er að augljóslega eru íslenskar stofnanir að taka þátt í því.

Innleiðing gestgjafanna

Málefni útlendinga og þó sérstaklega hælisleitenda eru nú á hvers manns vörum og augljóst að stór hluti þjóðarinnar hefur áhyggjur af ástandinu og er hugsi yfir þróun mála. Það er skiljanlegt, þróunin hefur verið hröð og nú er um fimmtungur þjóðarinnar af erlendu bergi brotin. Um leið hefur orðið veruleg aukning í hópi hælisleitenda síðustu ár. Ný vandamál stinga upp kollinum en undrun sætir að nú má ekki tala um vanda við aðlögun, þess í stað vandinn hjá þeim sem eru fyrir í fleti, gestgjöfunum. Íslendingunum. Inngildin heitir það í dag en það felst í því að heimamenn verði að aðlagast aðkomumönnum. Það er ekki nema von að þetta vefjist fyrir mörgum. Sérstaklega þegar margt þetta fólk er að flýja lönd og siði sem eru nánast mannfjandsamleg.

Ráðaleysi einkennir stjórnvöld og hið pólitíska vald virðist ófært að sníða utan um þennan málaflokk ramma sem hæfir íslenskri samfélagsgerð. Ef heldur fram sem horfir er ekki langt í að fæddir Íslendingar verði í minnihluta, við verðum gestir í eigin landi. Það er eðlilega eitthvað sem vefst fyrir mörgum og því verða kröfur háværari um að yfirvöld útskýri betur stefnu sína í málaflokknum og hvaða lagaramma honum er settur.

Gáleysisstjórnmál

Þeir sem tala fyrir óheftum innflutningi fólks hafa ráðið umræðunni til þessa og hafa ástundað það sem hér hefur verið kallað gáleysisstjórnmál. Það er fólk sem neitar að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og kjósa að horfa framhjá reynslu annarra þjóða sem margar hverjar súpa nú seiðið af hraðri og að mörgu leyti illviðráðanlegri þjóðfélagsbreytingu. Það undarlega er að við höfum skýr dæmi um þetta í nágranalöndum okkar, bæði Danmörku, Svíþjóð og að hluta til einnig Noregi.

mynd
17. mars 2024

Vatnið, vindurinn og Fuerteventura

Eyjan Fuerteventura er aðeins minni að flatarmáli en Tenerife og liggur næst Lanzarote, svo nálægt að sjá má á milli eyja. Fuerteventura er með sendna strendur og hálendishrygg eftir endilangri eyjunni. Margir telja þarna vera bestu baðstrendur á öllum Kanaríeyjunum. Hvað sem hæft er í því er fallegt að ganga sendnar strendur þar með brimið ólgandi fyrir utan en sagt var frá eyjunni meira
mynd
14. mars 2024

Maginot-lína Íslendinga

Sagt var eftir hrakfarir með Maginot-línuna í seinni heimstyrjöldinni að Frakkar berðust alltaf í liðnum styrjöldum. Fyrir þá sem ekki muna þá var André Maginot einn frægasti hershöfðingi Frakka í fyrri heimstyrjöldinni. Þá var varnarlínan byggð á hertækni skotgrafanna. Uppruna hennar má rekja til hugmynda franska hersins um stríðsrekstur. Herinn gerði ráð fyrir að öll stríðsátök yrðu eins og í meira
mynd
13. mars 2024

Þögult þjóðarmorð í Nígeríu

Fá lönd búa við jafn víðtæk átök og ofbeldisglæpi og Nígería, fjölmennasta land Afríku. Hvergi eiga kristnir íbúar jafn mikið undir högg að sækja enda ofsóttir af miklu offorsi eins og áður hefur komið fram hér í pistlum. Samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch hafa margir vopnaðir hópar haldið áfram drápum og mannránum og þannig stofna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um alla meira
mynd
12. mars 2024

Mun jarðarbúum fækka niður í tvo milljarða?

Síðustu áratugi eða svo hafa fræðimenn og allskonar sérfræðingar óttast það helst að maðurinn kæfi jörðina og að mannkyninu myndi að endingu fjölga langt umfram það sem jörðin ber. Þetta hafa mannfjöldaspár lengst af gengið útá. Hin síðari ár hefur orðið mikil breyting á þessari umræðu og er nú svo komið að einstaka menn óttast fækkun mannkynsins og hin framsýni frumkvöðull Elon Musk hefur meira
mynd
11. mars 2024

25 milljónir við hungurmörk í Súdan

Talið er að um 25 milljónir manna, sem hafa orðið fyrir barðinu á stríðinu í Súdan, viti ekki hvaðan næsta máltíð þeirra kemur, samkvæmt upplýsingum frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem hafa krafist vopnahlés nú í föstumánuðinum, Ramadan. Allar fréttastofur eru á einu máli um að stríðið í Súdan sé nú „kveikja að stærstu hungurkreppu heimsins,“ þar sem meira en 25 milljónir manna meira
mynd
7. mars 2024

Stokkið til Fuerteventura

Ferðalög eru stór hluti þeirra lífsgæða sem nútímamaðurinn veitir sér og þarf ekki mikið til að menn stökkvi landa á milli nánast fyrirvaralaust. Hér á Íslandi dugar það eitt að veðurlúnir landar vilja komast burtu úr febrúarstorminum og ylja á sér tærnar í stundarkorn. Bæði íslensku flugfélögin bjóða upp á tíðar ferðir milli Íslands og Kanaríeyjanna og þar dveljast hverju sinni nokkur þúsund meira
mynd
27. febrúar 2024

Hættulegur drengur

Undarlega lítil umræða hefur verið í samfélaginu um ýmislegt sem kemur fram í dönsku heimildaþáttunum Hættulegur drengur (A Dangerous Boy) sem Stöð 2 sýndi fyrir stuttu. Að þáttunum standa norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, SVT, VPro, auk Stöðvar 2. Þótt margir staldri eðlilega við persónu Sigurðar Þórðarsonar, sem oft er nefndur Siggi hakkari, þá er einnig þarna margt annað forvitnilegt. Á meira
mynd
26. febrúar 2024

Gáleysisstjórnmál

Umræða um stjórnmál er fyrirferðamikil enda einn af fylgifiskum opins lýðræðislegs samfélags að ræða hugmyndir og stefnur. Þar gegnir Alþingi Íslendinga lykilhlutverki. Á Alþingi birtist stefnumótun samfélagsins með margvíslegum hætti. Þar taka upphlaup vegna dægurmála þó mjög oft yfir umræðuna á kostnað stefnumótunar sem er mikilvæg fyrir samfélagið til lengri tíma. Fjárlög eru þar í meira
mynd
20. febrúar 2024

Umsnúningur innflytjendastefnunnar?

Það hefur orðið umsnúningur í umræðu um innflytjendamál. Hin pólitíska umræða hefur skyndilega tekið stakkaskiptum. Nú er lítill munur á orðum formanns Samfylkingarinnar, varaformanns VG, formanns Viðreisnar og margra í Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarmenn eru enn að hugleiða næstu skref eftir nýbirta skoðanakönnun um málið. Eina sem Miðflokksmenn geta gert er að segja „þetta er okkur að meira
mynd
15. febrúar 2024

Fjölmenning á Íslandi fyrr og nú

Við Íslendingar eru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa náttúrulega landamæri og enga herskáa nágranna. Það á ekki við um þjóðir Mið- og Austur-Evrópu og alls ekki þjóðir Miðausturlanda þar sem afkomendur Abrahams berast nú á banaspjótum. Saga Evrópu sýnir okkur að þar hafa heilu landshlutarnir færast á milli þjóðríkja eftir því sem vindarnir blása á vígvellinum. Í þeim átökum hafa þjóðir átt í meira
mynd
13. febrúar 2024

Valdatafl í norskum stjórnmálum

Fyrst Exit og nú Makta! Já, Norðmenn sýna á sér ýmsar hliðar við gerð sjónvarpsþátta en Ríkissjónvarpið hefur undanfarið sýnt Makta (Valdatafl) „sannsögulega“ norska dramaþætti frá 2023 sem ástæða er til að vekja athygli á. Þeir eru eftirtektarverðir fyrir okkur Íslendinga sem vitum ekkert allt of mikið um norsk stjórnmál, eins undarlegt og það er. Þættirnir gefa því ágætt meira
mynd
9. febrúar 2024

Líbía er helvíti flóttamanna

„Líbía er helvíti,“ sögðu flóttamenn sem bjargað var á Miðjarðarhafinu fyrir tveimur vikum. Þá var bátur í neyð stöðvaður af björgunarskipi og 126 manns bjargað um borð, þar af 30 undir lögaldri og einu ungbarni. Allir um borð þjáðust af ofkælingu, ofþornun og þreytu eftir að hafa dvalið í bátnum tímunum saman þegar hann átti í erfiðleikum með að haldast á floti í baráttu við allt að meira
mynd
8. febrúar 2024

Skattlagt strax vegna Grindavikur en opinn tékki hælisleitenda

Það er ómögulegt að fá áreiðanlegar upplýsingar frá ráðamönnum um hver raunverulegur kostnaður skattgreiðenda er vegna hælisleitenda og flóttamanna. Á næstu 24 mánuðum gerir ríkissjóður ráð fyrir að kostnaður við hælisleitendakerfið muni verða 32 milljarðar króna. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í viðtali í Spursmálum síðastliðin föstudag. Nú fimm meira
mynd
6. febrúar 2024

Reyfarakennt örlæti ríkisins

Ríkið eitt veltir um það bil þriðju hverri krónu árlega sem verður til í hagkerfinu. Því er það svo að fjármunir koma og fara á heldur auðveldan hátt eins og nánast er rakið á hverjum degi í fjölmiðlum. Þannig var okkur sagt frá því í dag að veiðigjöld síðasta árs hefðu skilað rúmum 10 milljörðum króna í ríkissjóð en um leið upplýst að beinn kostnaður vegna út­lend­inga­mála á Íslandi meira
mynd
5. febrúar 2024

Er Hamas að vinna stríðið?

Fyrir tveimur vikum var Mohammad Marandi, íranskur fræðimaður og prófessor, í viðtali við Stephen Sackur, umsjónarmann HARDtalk hjá BBC. Athygli vakti að Marandi fullyrti að Hamas væri að vinna stríðið á Gasa. Sackur kváði við þessari fullyrðingu fræðimannsins og þegar hann spurði hvernig það mætti vera í ljósi mannfallsins á Gasa sagði Marandi einfaldlega að það væri á ábyrgð Ísrael, Hamas meira
mynd
4. febrúar 2024

Rányrkja kínverska fiskveiðiflotans

Enginn fiskur er veiddur í íslenskri fiskveiðilögsögu nema um það gildi lög og nákvæm skráning og strangt eftirlit fer fram með öllum veiðum og öllum afla sem dreginn er á land. Við Íslendingar tökum þessu sem sjálfsögðum hlut en víðast hvar í heiminum er það ekki svona. Reyndar eiginlega hvergi, einfaldlega vegna þess að við erum með besta og áreiðanlegasta skipulag fiskveiða sem finnst. Ofveiði meira
mynd
31. janúar 2024

Wikileaks eða Wikihack?

Í dönsk heimildarþáttunum Hættulegur drengur (A Dangerous Boy) kemur fram að sögupersónan Siggi hakkari er komin til liðs við lekaveituna Wikileaks í upphafi árs 2010, þegar hann er aðeins 17 ára. Um leið er Siggi komin í samstarf við innlenda fjölmiðlamenn, þingmenn Hreyfingarinnar og Kristinn Hrafnsson, tengilið Wikileaks við Ísland. Þá þegar var Kristinn orðinn hægri hönd Julian Assange meira
mynd
30. janúar 2024

Kjaraviðræðuleikritið

Kjaraviðræður eru hið eilífa leikrit fréttatímanna. Dag eftir dag fáum við að fylgjast með því í kvöldfréttunum að ekkert hafi þokast eða mjakast áfram í viðræðum dagsins og mæðulegur fréttaþulurinn segir að enn beri mikið á milli samningsaðila. Með fylgja myndskeið sem sýna ábyrgðafulla „aðila“ vinnumarkaðarins ráfa um húsakynni ríkissáttasemjara og undir talar rödd meira
mynd
27. janúar 2024

Siðblindur hakkari - sagan sem ekki mátti segja

Stöð 2 hefur um skeið haft til sýningar heimildarþættina A Dangerus Boy sem fjallar um Sigurð Þórðarson sem þekktastur er undir nafninu Siggi hakkari. Viðbrögð við þáttunum, sem eru fjórir talsins, hafa vakið nokkra athygli, ekki síst vegna augljósrar tilraunar nokkurra íslenskra fjölmiðlamanna til þess að draga úr trúverðugleika þáttanna og sumir gagnrýndu þá á meðan þeir voru í vinnslu. Um meira