c

Pistlar:

29. mars 2017 kl. 21:59

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Er ljóminn að hverfa og svitinn orðinn þurr?

Aktívistinn og jógakennarinn Shiva Rea er mögnuð kona og eitt mest áberandi andlit jógaheimsins. Það lögðu því margir við hlustir þegar hún upplýsti að hún hefði nærri brennt upp lífsvökva sínum. Ástæðan? Hún gerði alltaf sömu jógaæfinganar án tillits til árstíða eða breytinga í lífi hennar. Þá kynntist hún Ayurveda sem umbylti sýn hennar á tilveruna og færði henni svitann, ljómann og lífsorkuna ný.

Lífsvökvi, ljómi, langlífi og hamingja
Þekktasta ljósmyndin Shiva Rea birtist í Vanity Fair
Það er gott að segja sígilda dæmisögu sem þessa í gegnum jafn áhugaverðan jógakennara og Shiva Rea er, en margir íþróttamenn og jógar eru í hennar sporum í dag. Þegar Shiva Rea kynntist Ayurveda fræðunum, systurvísindum jógafræðanna, hafði hún þanið líkama sinn til hins ítrasta sem var við það að þorna upp. Og þótt hún hafi stundað jóga frá 14 ára aldri hafði hún ekki hugmynd um hvaða líkamsgerð (dosha) hún væri. Þannig var hún ómeðvituð um hvernig krefjandi æfingar sköpuðu ójafnvægi í líkama hennar og lífi öllu.
Jafnvel þótt Shiva Rea, sem í dag stendur á fimmtugu, hefði ávallt stundað jóga og hugleiðsu var vandinn sá að hún var alltaf að gera sömu æfingarnar allt árið um kring, án tillits til árstíða eða þeirra breytinga sem voru að verða í lífi hennar. Líkt og svo margir taldi hún að jóga gengi út á að kafa dýpra inn í jógastöðurnar til að öðlast skilning og hreinsa líkamann. Hitt vissi hún ekki að um leið var hún að brenna upp lífsvökva sínum eða, hinu dýrmæta ojas-i sem samkvæmt Ayurveda stjórnar lífsvökva, ljóma, langlífi og hamingju

Ójafnvægi íþróttafólks
Eitt af órækjum merkjum þess að hökt sé á lífsvökvanum er t.d. þegar þú ert liðug/ur í jóga en stíf/ur þess á milli og þegar svitinn er orðinn þurr.
En þrátt fyrir að vera sannarlega “djúpur” jógaiðkandi var það ekki fyrr en Shiva Rea kynntist Ayurveda að hún komst að því að hún væri í það sem kallað er pitta-vata ójafnvægi  sem einmitt margt öflugt íþróttafólk glímir við. Í gegnum Ayurveda segist Shiva Rea loks hafa lært að virkja lífskraft sinn og nota náttúröflin til að ná jafnvægi og líka til þess að sjá hvar ójafnvægi hennar lægi. Í framhaldinu hóf hún að kanna sínar eigin æfingar og kennsluna sem hún bauð upp á. Hvernig hún myndi færa sig nær lífsorkunni til að tengja við innsæið. Þetta gjörbreytti hugmyndum hennar um jóga og varð uppspretta þess sem hún kennir í dag. Það eru jógaæfingar samofnar hinum fíngerða slætti lífsorkunnar sem býr innra með okkur, í takti við breytilega daga, vikur, árstíðir og tunglstöður.

Stórkostleg breyting
Nú segist Shiva Rhea alltaf vinna sitt jóga með Ayurveda sérfræðingum og það sé stórkostleg breyting á því hvernig hún upplifi jóga. Hún sé farinn að svitna aftur og ljóminn sé að færast yfir á ný.

Til að viðhalda lífsorkunni leggur Shiva Rea áherslu á eftirfarandi:

Þurrbursta líkamann daglega og bera á sig olíu, ásamt því að nota tungusköfu og nefpott.

Borða í takt við árstíðar og mikið af elduðu grænmeti og jurtum, og huga að eigin doshum sem stundum þurfi að fínstilla.

Passa upp á að halda í heilbrigða líkamsfitu. Að verða ekki of grönn.

Hennar lífsspeki er þessi:
Ayurveda er jóga lífsins – megi allar verur verða hamingjusamar og djúsí.”

Hér má lesa meira um þessa merkilegu konu http://www.shivarea.com/

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira