c

Pistlar:

15. apríl 2017 kl. 22:19

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hipparnir sigurðu

Ég og systir mín skelltum báðar upp úr þegar bisnessmaður nokkur, nýfarinn að feta heilsustíginn, gerði sig breiðan og hóf að tala niður til “jógahippana”. 
Það skyldi nefnilega aldrei vanmeta jógahippana, hvað þá gömu hippanna sem hafa í raun sigrað.

Horfum aðeins á heiminn sem við lifum og hrærumst í dag?

Granola (fátt er hippalegra). Nú selja súpermarkaðir granola fyrir 2 billjónir dala árlega. GT’s, vinsæl ölgerð í Los Angeles bruggar meira en 1 milljón flaskna af kombucha á ári og selur m.a. í Walmart. Möndlumjólk er nú að finna á öllum Starbucks kaffihúsunum.

Við þurfum heldur ekkert að orðlengja um útbreiðslu jóga og hugleiðslu (eða Birkenstock).

Misó, tahini, döðlur, fræ, hnetur, túrmerik, engifer? Bara allra sérvitrustu hipparnir “héldu það út” að borða þennan mat. Á mörgum af best metnu veitingahúsum heims nú um stundir eru grænmeti og fornt korn í aðalhlutverki á matardisknum (og kannski kjöt sem meðlæti). Grænkerar með ýmsa titla eru hippar/uppar samtímans; Þeir sem kjósa grænmetisfæði, veganar og flexiterían (sem eru að stærstum hluta grænmetisætur) hafa lagt heiminn að fótum sér.

Þá má vera að hipparnir hafi ekki unnið margar kosningar, en þeir hafa sannarlega sigrað matardiskinn.
Þá má vera að hipparnir hafi ekki unnið margar kosningar, en þeir hafa sannarlega sigrað matardiskinn. 

Í þessu samhengi er á áhugavert að upplýsa að ein af helstu ástæðunum þess að maður eins og Gonzales opnaði Lalito á Manthattan árið 2016, var sú að hann var búin að fá sig fullsaddann af “karlrembumat” , sem olli honum heilaþoku, mat sem samanstóð af kjöti, mjólkurafurðum og sterkju. Hann á örugglega nokkra bræður á Íslandi. Matseðill hans á Lalito inniheldur diska eins og eggaldin með sítrónu og japanskri gomasíó kryddblöndu og vegan útgáfu af chicharrones (sem er upprunalega svínamagi). Það er því óhætt að segja að nýjir litir og nýtt bragð séu að taka yfir matardisk Vesturlandabúa. Umami hefur bæst við, segja sumir, en aðrir líta svo á bragðgæðin sex í Ayurveda séu loks að komast í jafnvægi. Alltént eru ofsætt og ofsalt á undanhaldi.

Avócadó tóst hefur aldrei verið vinsælla, en vissuð þið að sú brauðsneið er andlegur afkomandi avócadósamlokanna frá áttunda áratugnum, sem gjarnan voru bornar fram með alfalafa spírum. Elegant franskur staður eins og Le Coucou býður upp á afar vinsæla avóadó tóst í morgun- og hádegismat og kallar það “Le Californien”.

HEIMABRUGG 
heimabruggNý kynslóð hefur fengið áhuga á heimagerjun. Þau umskipti eiga rætur í misvandaðri iðnaðarmatvælaframleiðslu. Dapurlegasta dæmið er brúneggjamálið en mörg “brúneggjamál” hafa skekið heimsbyggðina undanfarið. Og margt á enn eftir að koma fram. Þegar við fórum loks að spyrja gagnrýninna spurninga um hvernig allur þessi matur er framleiddur flaut margt misjafnt upp á yfirborðið. Eitt af því góða sem hefur komið út úr því er heimagerjun, sem er þó líka sannarlega tilkomin vegna að þess að vísindin eru að skila því í höfn að vitið býr raunverulega í þörmunum. Sú staðreynd að í líkama okkar eru 100 trilljónir baktería, sem eru tífalt fleiri en frumur líkamans, hefur ekki síður vakið fólk til vitundar um að sýra grænmetii sjálft og heimabrugga heilsudrykki. Vitundin um að góð heilsa og geðheilsa þrífst á að hlutfall góðu bakteríanna, góðgerlanna sé 85% er að ná í gegn. . “Functional Food” er eitt af heitustu leitarorðum Google. Ekki af ástæðulausu.

Í dag spretta fram veitingastaðir byggðir á straumum eins og “beint frá býli”, grænmetis, vegan eða á Ayurveda (jóga) lífsvísindunum. Líklega hefur maturinn sjaldan verið lit- og næringaríkari. Það sem truflar þó margt hugsjónafólkið í heilsubransum er hversu margir eru að reyna að húkka sér far með heilsulestinni án þess að eiga innistæðu fyrir því. Alice Waters , kölluð drottningin af Berkley í lífrænni heimaræktun og árstíðarbundinni matreiðslu (hún er alvöru hippi) segir þetta truflandi. Vissulega geti verið erfitt að svindla sig í gegnum lífrænu voittunina en að margir aðrir heilsustimplar séu misnotaðir í matvælaiðaninum í dag.

“Hippisiminn” er í raun ekki bara lífstíll heldur frábært vörumerki líka.
Ekki er bara verið að selja mat lengur heldur líka upplifun og visku.

Heimildir m.a. New York Times, MindBodyGreen.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira