c

Pistlar:

26. október 2017 kl. 9:19

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Haltu meltingunni mjúkri og rakri í skammdeginu!

Langar þig í feitan mat, olíu, smjör, súpur, kryddaða rétti, heitt te, kaffi með ghee-i, hafa sætan bita innan seilingar? Ertu ólm/ur í egg? Viltu liggja í heitu baði, fara í gufu, fljóta, hugleiða, fara í jóga og kanna innri heima. Láttu það eftir því líklega er tengd/ur náttúrunni og skammdegið er að læðast inn í líf þitt.

Nú er tími umbreytinga. Það sést allt í kringum okkur. Tré og runnar 22780204_10212276098311981_8824241396723546449_nhafa afklæðst. Hitastig fellur og vindar blása. Allt er í senn þurrt, hrjúft, hvikult, kalt, fíngert og tært. Allir þessir eiginleikar flokkast undir vata samkvæmt hinu fornu en sígildu jóga og ayurveda lífsvísindum. Og þar sem við erum fátt annað en hluti náttúrunnar rís nú vata orkan innra með okkur (og fer okkur mis vel). Til að geta notið lífsins, haldið lífsorku og lifað með náttúrunni þurfum við að mæta þessum umbreyingum og koma böndum á vataorkuna (loft og eter er ríkjandi í náttúrunni).

Af hverju að taka tillit til árstíðar?
Hornsteinn góðrar heilsu samkvæmt jóga og ayurveda fræðunum er að taka tillit til hverrar árstíðar eins og hún birtist í okkar nærumhverfi. Það að aðlaga sig tíðarfarinu færir okkur jafnvægi. September, október, nóvember og jafnvel desember, eins og þeir mánuðir birtast hér á landi, er dæmigerð vata árstíð. Og án þess að vera endilega meðvituð um það langar okkur í eitthvað heitt og djúsí, heita grauta, heimabökuð næringarrík brauð og heitar súpur fremur en köld salöt, hráfæði og hrökkbrauð og rótargrænmetið kallar á okkur. Fæða sem er of köld og þurr heillar okkur ekki lengur enda nær hún ekki að næra okkur, jafnvel þótt slík fæða næri okkur á öðrum tímum.

Að mæta skammdeginu með reisn!
Það sem jóga og ayurveda leggja upp með að fæðan sem við borðum sé gagnstæð ríkjandi frumefnum náttúrunnar hverju sinni (aftur; nú er köld, létt, þurr, vindasöm og óútreiknanleg tíð=vata). Við drögum úr áhrifum hennar í lífi okkar ef við borðum það sem er heitt, olíukennt, dúpt og nærandi. Og þar sem skammdegið getur líka verið einhæft og einmannlegt ættum við að nota það til að ná jarðtengingu með því styrkja sambönd okkar og finna stöðugleika. Rækta fjölskyldu og vini. Rómantíkin fer skammdeginu afar vel.

Súrt, salt, sætt og ólíukennt eru boðorð skammdegisins.
Fæðan sem þú velur nú er öflug leið til að sefa vata frumefnin innra með okkur þannig að við náum jafnvægi. Þung, fiturík, heit og nærandi fæða með góðum próteinum og vönduðum fitusýrum færa okkur lífsorkuna. Mest um vert í skammdeginu er að halda meltingunni rakri og hafa fast land undir fótum. Náttúruleg sæta hentar líka þessum árstíma. Ekki neita þér um hana.
Súrt, salt, sætt og ólíukennt eru boðorð skammdegisins. Svona á heildina litið, hafðu matinn þinn maukenndan og mjúkan og helltu vel af gheei (smjörolíu) eða annarri olíu yfir hann. Í morgunmat er mælt með hafra- og/eða kínóagraut. Hafðu grænmetið þitt gufusoðið, og ef þú kýst súpu er gott ráða að bæta í hana korni og baunum. Ef þú borðar egg, þá er nú besti árstíminn til að borða mikið af þeim. Mjólkurmatur, hnetur/jurtamjólk og fræ henta einnig ágætlega. Skammdeigið er ekki tíminn til að borða það sem er beiskt, rammt og það sem er herpandi/samandragandi ætti að vera í hófi. Því er mælt með að þú hvílir grænmeti eins spergilkál, borðir spírur í hófi sem og laufmikið grænmeti, ferskar baunir, kex, hirsi, þurrkaða ávexti og poppkorn. Ekki þó örvænta með morgunþeytingin, því ef þú notar t.d. engifer, cayenne pipar, kanil eða eitthvað af góðum sterkum kryddum með og bætir í hann olíu mun hann sannarlega að næra líkama þinn og anda.

Fæða sem er góð í skammdeginu!

ayurvedaÁvextir sem lýsa upp skammdegið eru epli, avócado, sítrónur og súraldin, bananar, döðlur, fíkjur, greip, vínber, mangó, appelsínur og sveskjur og rúsínur (ef þú ert með sveskjur og rúsínur láttu þær liggja í bleyti)

Besta grænmetið nú eru gulrætur, rófur, chillí, kúrbítur, hvítlaukur, laukur, sætar kartöflur og mikið af graskerjum.

Besta kornið eru hafrar, heilhveiti, kínóa, brún hrísgrjón, basmati og amarath.

Ólíurnar bæði til inntöku og á kroppinn, eru ghee, möndluolía, ólífuolía, hnetuolía og sesamolía.

Besta sætan á vatatímum er “jarðarsætan”, þ.e. hunang, mable, molassi og hrásykur.

Og munið öll bragðmiklu kryddin.

Svo þarf vart að taka það fram að ljúft heitt bað og það að bera á sig mikið af góðum olíum á eftir á aldrei betur við en í skammdeginu. Drífið ykkur í gott nudd og farið að sofa fyrir kl. 10 á kvöldin.

Bestu kjarnaolíurnar fyrir meiri lífsorku eru vetiver, patchouli, salvía, ylang ylang, nerolí, sæt appelsína og sítrusolíur. Þetta eru allt kjarnaolíur sem gefa okkur jarðtengingu og lífsorku.

Fyrir utan allar góðu olíurnar sem við ættum að neyta nú má benda á tvö vítamín sem eru sérlega vænleg núna. Það eru C-vítamín sem vinnur gegn sýkingum og orkuleysi og með ónæmiskerfinu. Svo segir það sig sjálft að sem aldrei fyrr ættum við nú að taka inn D-vítamín í stórum skömmtun og K-vítamín með, sem hjálpar okkur að vinna enn betur úr D-vítamínu og koma því á rétta staði í líkamanum. Orkujurtir eins og Ashwagandha og burnirót eru líka kærkomnar á þessum tíma árs og geta sannarlega varið kerfið okkar og lýst upp skammdegið.

Ps: Þegar og ef snjóþungi fer að leggjast yfir Ísland þá bætist við kafa (kapha) orkan sem blandast vata orkunni en með vorinu tekur kafa orkan yfir.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira