c

Pistlar:

16. nóvember 2016 kl. 9:43

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

10 heilsupunktar í lífi & starfi

  10 heilsupunktar í lífi & starfi

Unnur Pálmarsdóttir

Það er staðreynd að sjálfstraustið okkar eykst þegar við hugsum vel um okkur sjálf. Setjum okkur í fyrsta sætið. Hér eru 10 góð ráð fyrir þig.
 

1.  Dekrum við líkamann. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri vellíðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál.

2.  Verum sátt við okkur sjálf. Verum sátt við sjálfa okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Göngum um dyr lífsins og njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi.

3.  Hreyfing og matarræði skiptir máli. Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyfingu og að borða rétt fæði.

4.  Verum skipulögð. Skipuleggjum okkur betur þá skapast meiri tími og svigrúm til að stunda hreyfingu og tómstundir sem við viljum iðka.

5.  Prófum nýja hluti. Verið óhrædd að prófa nýja hreyfingu, líkamsrækt eða íþróttir á nýju heilsuári. Farðu út að skokka, synda, ganga, dansa eða kynnast nýrri heilsurækt.

6.  Hugum að forvörnum fyrir líkamann. Lyftingar og að stunda heilsurækt  er besta forvörnin við beinþynningu. Við lyftingar þá styrkjum við vöðvafestur og byggjum upp vöðvaþol og styrk. Markmið er að byggja upp líkamann til að forðast meiðslahættur. Því eru lyftingar og hreyfing í hvaða formi sem er öllum nauðsynleg.

7.  Sjáum okkur eins og við erum. Sjáum okkur eins og við erum. Verum gagnrýnendur á okkar störf og því gerendur í leiðinni og að lokum framkvæmendur. Þegar okkur líður betur með líkama og sál þá verða allir hlutir auðveldari og lífið leikur við okkur.

8.  Setjum okkur markmið. Setjum okkur markmið með því skipuleggja okkur og ná árangri. Sjálfsmynd þín verður sterkari þegar sjálfstraust þitt vex og dafnar við það eitt að leggja rækt við sjálfan þig og byrja að hugsa um heilsuna strax í dag.

9.  Njótið! Við eigum aðeins einn líkama og það er okkar ábyrgð að fara vel með hann alla lífsgönguna. Hafið heilsuna ávallt í fyrirrúmi og njótið þess að vera til!

10.  Hlustum á líkamann. Heilsan skiptir okkur öll máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að henni og hlusta á líkamann.

Gangi þér vel. 

Unnur Pálmarsdóttir

Mannauðsráðgjafi 

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, fararstjóri Úrval Útsýn, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira