Leita að „eldra fólki“ í myndatökur

„Við erum að leita að sjarmerandi fólki sem á í …
„Við erum að leita að sjarmerandi fólki sem á í persónulegu sambandi við náttúruna, sem býr yfir forvitnu hugarfari og hefði gaman af því að eyða deginum með okkur og myndavélinni."

Listakonurnar  Karoline  Hjorth  og  Riitta  Ikonen  koma  til Íslands nú í vikunni  til  að  taka ljósmyndir fyrir verkefnið „Eyes as Big as Plates“. Þær leita nú eftir hressu eldra fólki sem fyrirsætum.

„Við erum að leita að sjarmerandi fólki sem á í persónulegu sambandi við náttúruna,  sem býr yfir forvitni og hefði gaman af því að eyða deginum með  okkur og myndavélinni,“ segir hin norska Karoline en hún og Riitta, sem er  finnsk að uppruna, verða á Íslandi frá 24. október til 1. nóvember.

„Verkefnið hófst árið 2011 og við höfum fengið frábærar móttökur hvert sem við förum og kynnst yndislegu fólki,“ segir ljósmyndarinn Karoline. Myndir þeirra hafa nú þegar verið sýndar í Tókýó, Osló, New York og Helsinki og á næsta ári fara þær í sýningarferðalag um Noreg á vegum Listasafns Noregs (Nasjonalmuseet). „Við reynum að sýna sambandið milli einstaklingsins og náttúru í gegnum tilvísanir í norræna þjóðtrú,“ segir hún og bætir við að tilgangurinn sé einnig að fagna ímyndunarafli mannsins.

Hver myndataka tekur um einn dag og fer fram úti í náttúrunni í búningum sem skapaðir eru úr þeim efnum sem finnast í eftirlætis umhverfi og náttúru þátttakandans. „Því miður getum við ekki borgað fyrirsætunum okkar í peningum en við  getum svo sannarlega lofað góðri reynslu og ljósmynd í sýningarstærð  af viðkomandi þegar myndatökum á Íslandi lýkur. Við viljum gjarnan heyra  í fólki sem hefði gaman af að taka þátt í verkefninu,“ segir Karoline og hvetur  áhugasama til að senda sér  tölvupóst á ensku eða „skandinavísku“ á tölvupóstfangið karoline.hjorth@gmail.com.

HÉR er hægt að lesa nánar um verkefnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál