Þessi brostu hringinn

Styrkþegarnir Hörður faðir Guðrúnar Harðardóttur, Guðni Valberg, Anna Dröfn Ágústsdóttir, …
Styrkþegarnir Hörður faðir Guðrúnar Harðardóttur, Guðni Valberg, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Klara Arnalds og Guðmundur Jörundsson. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir

Hönnunarsjóðurinn Aurora úthlutaði styrkjum til sex einstaklinga í gær. Þeir sem fengu styrk voru Guðrún Harðardóttir, Guðni Valberg, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Klara Arnalds og Guðmundur Jörundsson. 70 umsóknir bárust á öllum sviðum hönnunar.

Sérstök áhersla er lögð á arkitektúr að þessu sinni, þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT sem Hönnunarsjóður Auroru hefur verið með í undirbúningi og kynnt var á viðburði á HönnunarMars í vor, fær sérstakan stuðning. HÆG BREYTILEG ÁTT er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar þar sem lögð verður áhersla á að fá fram hugmyndir sem varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, ódýrari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli í krafti hugmyndavettvangs, þar sem samvinna verður í fyrirrúmi. Samstarfsaðilar Hönnunarsjóðs Auroru í þessu verkefni eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð.

Auk úthlutunar til verkefnisins HÆG BREYTILEG ÁTT er úthlutað til fimm annarra verkefna. Þau eru bókverk á sviði arkitektúrs, verkefnis um þrívíða sköpun og tækni, verkefni á sviði fatahönnunar og tveir nýútskrifaðir hönnuðir fá styrk til starfsnáms erlendis. 

Úthlutunin fór fram í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvarinnar og sá Sveinn Kjartansson um veitingarnar sem voru ansi lekkerar.

Guðrún Margrét Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs Auroru afhendir Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur …
Guðrún Margrét Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs Auroru afhendir Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur hjá StudioBility styrk til verkefnisins Í ÞÍNAR HENDUR. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Styrkþegarnir Guðmundur Jörundsson, Klara Arnalds, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðni Valberg, …
Styrkþegarnir Guðmundur Jörundsson, Klara Arnalds, Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðni Valberg, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Hörður faðir Guðrúnar Harðardóttur ásamt Guðrúnu Margréti Ólafsdóttir framkvæmdastjóra sjóðsins við styrkveitinguna. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Klara Arnalds og Atli Hilmarsson grafískur hönnuður.
Klara Arnalds og Atli Hilmarsson grafískur hönnuður. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Guðni Valberg og Anna Dröfn Ágústsdóttir.
Guðni Valberg og Anna Dröfn Ágústsdóttir.
Hönnuðirnir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Mareike Gast.
Hönnuðirnir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Mareike Gast. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Gunnar Örn Petersen, Greipur Gíslason og Guðmundur Jörundsson.
Gunnar Örn Petersen, Greipur Gíslason og Guðmundur Jörundsson. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Dásamlegar veitingar frá Sveini Kjartanssyni á Borðstofunni í Hannesarholti voru …
Dásamlegar veitingar frá Sveini Kjartanssyni á Borðstofunni í Hannesarholti voru á boðstólnum. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál