Gyllta einhyrningnum stolið í partíi

Teymið sem hannaði vef 66°Norður: Stein­ar Ingi Farest­veit, Ólaf­ur Örn …
Teymið sem hannaði vef 66°Norður: Stein­ar Ingi Farest­veit, Ólaf­ur Örn Niel­sen og Bene­dikt D. Valdez Stef­áns­son.

Stafræna vöruþróunarfyrirtækið Kolibri fagnaði opnun á nýjum skrifstofum á dögunum. Yfir þrjú hundruð gestir mættu til fagnaðarins — en ekki var allt með felldu!

Gylltum einhyrningi, dönskum verðlaunum sem félagið fékk fyrir hönnun á vef 66°Norður, var stolið í partíinu.

„Við vonum að sjálfsögðu að þetta hafi bara verið saklaust grín því þessi verðlaun eru okkur afar kær. Einhyrningar þola illa íslenskt veður svo það er nauðsynlegt fyrir okkur að koma honum inn í stofuhita aftur,“ segir Ólafur Örn Nielsen, einn af stofnendum Kolibri. 

Þeim sem geta gefið vísbendingar um hvar einhyrningurinn er niðurkominn er bent á að hafa samband í netfangið hallo@kolibri.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál