Svalasti leikstjóri Svíþjóðar mætti

Max Dager, Ruben Östlund og Guðrún Garðarsdóttir.
Max Dager, Ruben Östlund og Guðrún Garðarsdóttir.

Hátt í þrjú hundruð manns mættu í glæsilegt teiti í Norrænu húsinu í gær til að fagna opnun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavik, RIFF. Kvikmyndin Land Ho! Var frumsýnd af þessu tilefni i Háskólabíoi. Hátíðin stendur yfir til 5.október og dagskráin er sérlega glæsileg í ár en heiðursgestir eru leikstjórarnir Mike Leigh og Ruben Östlund. Norræna húsinu var breytt í sannkallaðan skemmtistað í tilefni kvöldsins og margt var um manninn, bæði fólk úr kvikmyndaheiminum, tískuheiminum,  blaðamenn og velunnarar hátíðarinnar.

Sænski leikstjórinn Ruben Östlund kom beint úr flugi í veisluna en hann hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir myndir sínar og þykir upprennandi stjarna í kvikmyndaheiminum. Meðal helstu atriða á dagskra RIFF næstu daga eru frumsýning á mynd Mike Leighs, Mr.Turner, heimabíó hjá Hrafni Gunnlaugssyni, ýmiskonar málþing, sundbíó, stuttmyndanámskeið fyrir börn, sýning á yfir 100 myndum og svo glæsilegt lokahóf þann 4.október í Iðnó þegar Gyllti lundinn verður afhentur. 

Hrafn Gunnlaugsson ásamt unnustu sinni, Yaira Villanueva, og syni þeirra …
Hrafn Gunnlaugsson ásamt unnustu sinni, Yaira Villanueva, og syni þeirra Antoni Ariel.
Jóhann Alfreð Kristinsson.
Jóhann Alfreð Kristinsson.
Grímur Hákonarson á spjalli.
Grímur Hákonarson á spjalli.
Bylgja Babylons og Anna Margrét Björnsson.
Bylgja Babylons og Anna Margrét Björnsson.
Kári Eiríksson, arkitekt, og Alice Olivia Clarke, sem leikur eitt …
Kári Eiríksson, arkitekt, og Alice Olivia Clarke, sem leikur eitt af aðahlutverkum myndarinnar Land Ho!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál