Miklu meira stress að sýna sínum nánustu

Nanna Kristín Magnúsdóttir og Kristbjörg Kjeld.
Nanna Kristín Magnúsdóttir og Kristbjörg Kjeld. mbl.is/Styrmir Kári
„Það var gaman og gott að fá viðbrögð frá fólki sem vann myndina með mér og svo auðvitað mínum nánustu. En ég var mun stressaðri að sýna þeim heldur en öllu bransafólkinu í Toronto,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir sem leikstýrir, skrifar handritið að og framleiðir Tvíliðaleik. Hún forsýndi myndina á Kexinu á laugardaginn fyrir aðstandendur en myndin var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun mánaðarins. Myndin var valin úr 3.000 innsendum myndum. „Þannig að fá boð til að heimsfrumsýna mína fyrstu mynd á A-hátíð eins og TIFF er mikið tækifæri fyrir mig,“ segir Nanna Kristín. 
Í aðalhlutverkum eru Guðrún Gísladóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Kvikmyndataka er í höndum Árna Filippussonar, Urður Hákonardóttir semur tónlist myndarinnar og Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson klippa hana.
Myndin var svo frumsýnd í dag á RIFF í Tjarnarbíói eða sama dag og dóttir hennar, Unnur María, á afmæli. Dagurinn var þéttskipaður en hún byrjaði daginn á því að vekja afmælisstelpuna með afmælissöng og gjöfum. 
„Fyrir hádegi var ég að vinna í Saga Film en í hádeignu fór ég í langþráða heimsókn til hennar Sússu á Hárgreiðslustofunni Solid. Aflitunin hennar Sísíar í Óskasteinum fær loksins að hverfa. Ég fór beint í annað verkefni þar sem hvíta hárið átti vel við. En nú er kominn tími á svörtu rótina og gráhvítu lokkana,“ segir hún og hlær. 
„Nú svo í eftirmiðdaginn var ég með eitt stykki stelpuafmæli þar sem þemað var að sjálfsögðu Frozen, en ekki hvað.“
Nanna Kristín fór eins og fyrr segir með myndina á kvikmyndahátíðina í Toronto. Þar var hún mikið spurð út í það hvernig hún hefði farið að því að gera þessa mynd á aðeins tveimur dögum. „Hvernig mér tókst að taka upp myndina á tveimur dögum er fólgið í því að ég var einnig framleiðandi hennar. Mínir hagsmunir sem framleiðandi er að ná sem mestu inn á sem stystum tíma. Það stangaðist að sjálfsögðu á við kröfur mínar sem leikstjóri, þ.e. að fá meiri tíma á tökustað, en ég átti góðan díalóg við sjálfa mig þar sem niðurstaðan var að með góðri forvinnu með snilldartökumanninum Árna Filippussyni, æfingum með leikurum og almennri skynsemi með væntingar leikstjóra gæti ég náð að taka myndina upp á tveimur dögum.“
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Vignir Rafn og Systa.
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Vignir Rafn og Systa. mbl.is/Styrmir Kári
Hildur Ýr Hafsteinsdóttir, Anna Elín Björnsdóttir, og Adam Fannar Hafsteinsson.
Hildur Ýr Hafsteinsdóttir, Anna Elín Björnsdóttir, og Adam Fannar Hafsteinsson. mbl.is/Styrmir Kári
Bergur Þór Ingólfsson og Eva Guðjónsdóttir.
Bergur Þór Ingólfsson og Eva Guðjónsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Unnur Bjarnadóttir, Líf Magneudóttir og Snorri Stefánsson.
Unnur Bjarnadóttir, Líf Magneudóttir og Snorri Stefánsson. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál