Bjóða í upphitunar-partí fyrir Iceland Airwaves

Kristín Larsdóttir Dahl er tónlistarritstjóri hjá Bast Magazine.
Kristín Larsdóttir Dahl er tónlistarritstjóri hjá Bast Magazine. Ljósmynd/ bast-magazine.com/ Helgi Ómarsson

Á þriðjudeginum  4. nóvember verður glæsilegt upphitunarpartí fyrir Iceland Airwaves haldið á skemmtistaðnum Palóma. Partíið er hluti af off-venue-dagskrá Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og því verður frítt inn á kvöldið þannig að allir geta mætt og notið tónlistar og gómsætra drykkja í góðum hópi.

Partíið er samstarfsverkefni veftímaritsins Bast Magazine og Nicky Digital.

„Við erum mjög ánægð með dagskrá partísins en stúlknabandið Dream Wife kemur frá Bretlandi til að spila. Þær byrja partíið kl. 21.00, frábæra íslenska bandið Nóló spilar svo á eftir þeim kl. 21.45, síðan tekur DJ Skeng við og Yamaho endar partíið til kl. 1.00 eins og henni einni er lagið,“ segir Kristín Larsdóttir Dahl sem er tónlistarritstjóri hjá Bast Magazine.

Iceland Airwaves er ein besta tónleikahátíðin til að uppgötva nýja tónlistarmenn

Ég kynntist Nicky, manninum á bak við Nicky Digital, í fyrra á Iceland Airwaves, þar vorum við bæði stödd til að fjalla um hátíðina. Við höfum verið góðir vinir síðan og oft talað um að slá okkar miðlum saman og gera eitthvað skemmtilegt. Okkur fannst því tilvalið að halda upphitunarpartí fyrir eina af uppáhalds tónleikahátunum okkar,“ segir Kristín um samstarf hennar og Nicky sem er frá New York og m.a. þekktur fyrir næturlífsljósmyndir sínar.

„Hann er mjög hrifinn af Íslandi og hefur oft komið hingað til að fara á Iceland Airwaves,“ útskýrir Kristín og segist vera sammála Nicky um að Iceland Airwaves sé ein besta tónleikahátíðin til að sjá og uppgötva nýja upprennandi tónlistarmenn.

„Það er frítt inn og fríir drykkir í boði á meðan birgðir endast og auðvitað eru allir velkomnir,“ segir Kristín og bendir áhugasömum á að fylgjast með Instagram–síðu Bast Magazine á meðan á Iceland Airwaves-hátíðin stendur yfir.

Nicky er hrifinn af Íslandi. Hérna er hann ásamt Lady …
Nicky er hrifinn af Íslandi. Hérna er hann ásamt Lady Gaga. Ljósmynd/ Nickydigital.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál