Nýlistasafnið býður upp verk

Þórólfur Árnason og Hilmar Einarsson.
Þórólfur Árnason og Hilmar Einarsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nýlistasafnið opnaði sýningu á verkum 30 listamanna sem boðin verða upp á uppboði á sunnudaginn kemur í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Á sýningunni má finna verk eftir Ragnar Kjartansson, Davíð Örn Halldórsson, Rúrí, Hrafnkel Sigurðsson og Gjörningaklúbbinn svo eitthvað sé nefnt. 

Þess má geta að safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur í þágu framþróunar og varðveislu myndlistar á Íslandi. Nýlistasafnið hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist og hafa margar sýningar í Nýló eins og það er jafnan kallað markað tímamót í íslenskri listasögu. 

Nýverið flutti Nýló safneign sína í Breiðholtið og leitar um þessar mundir að hentugra sýningarrými. Hafa fulltrúar Nýló ásamt fleiri listamönnum nú gefið safninu listaverk og er uppboðið hugsað til að tryggja varanlegri stöðu fyrir safnið og sýningarstarfsemina. 

HÉR er hægt að skoða verkin sem boðin verða upp á sunnudaginn kemur.  

Ragnar Helgi Ólafsson og Kjartan Örn Ólafsson.
Ragnar Helgi Ólafsson og Kjartan Örn Ólafsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ylfa Daníelsdóttir, Dögg Mósesdóttir og Rakel Mcmaham.
Ylfa Daníelsdóttir, Dögg Mósesdóttir og Rakel Mcmaham. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Eva Ísleifsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir og Aldís Snorradóttir.
Eva Ísleifsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir og Aldís Snorradóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Rúrí og Björn Roth.
Rúrí og Björn Roth. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Logi Bjarnason og Elísabet Brynhildardóttir.
Logi Bjarnason og Elísabet Brynhildardóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir.
Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Rebecca Erin Moran og Johannes Tassilo Walter.
Rebecca Erin Moran og Johannes Tassilo Walter. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál