Pældu í frammistöðumötum - MYNDIR

„Eftir margra ára rannsóknarvinnu er ég mjög gagnrýninn á áhrif og gagnsemi frammistöðusamtala. Þau hafa verið seld sem stöðluð vara til fyrirtækja til að ramma inn endurgjöf og samskipti fyrir yfirmenn sem hafa mjög takmarkaðan tíma. Kerfin virka ekki sem skyldi,“ segir dr. Fredrick Anseel á ráðstefnunni „Ný sýn á frammistöðustjórnun: Hvernig virkar endurgjöf og hvernig skiptir það þig máli“ sem haldin var á Hótel Reykjavík Natura.

Gallup birti einnig niðurstöður rannsóknar á árangri og gagnsemi frammistöðusamtala. Ríflega fjórir af hverjum tíu sem fóru í frammistöðusamtal á síðustu 12 mánuðum segja að samtalið hafi ekki haft jákvæð áhrif á frammistöðu þeirra í starfi. Auk dr. Anseel, héldu Tómas Bjarnson og Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Gallup erindi, fundarstjóri var Sturla Jóhann Hreinsson starfsmannastjóri Landsvirkjunar.

Dr. Fredrick Anseel er prófessor í vinnusálfræði við háskólann í Ghent í Belgíu. Hann er sérfræðingur í frammistöðustjórnun og er leiðandi fræðimaður á sínu sviði og hafa niðurstöður rannsókna hans birst í mörgum af virtustu tímaritum vinnusálfræðinnar.
Dr. Anseel byggir rannsóknir sínar á 30 ára rannsóknum í sálfræði og taugavísindum. Á grundvelli þeirra hefur hann rannsakað breytinga- og frammistöðustjórnun innan fyrirtækja og þá hvað hvetur helst starfsfólk til jákvæðrar hegðunar og nýsköpunar og hvað dregur úr því. Hann hefur kannað vel áhrif hinna hefðbundnu frammistöðusamtala sem flest fyrirtæki hérlendis sinna árlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál